Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 64
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR40
Ólíkar birtingarmyndir skugg-
ans í verkum nokkurra íslenskra
myndlistarmanna verða í brenni-
depli á yfirlitssýningunni Skia,
sem verður opnuð í Hafnar-
borg í dag. Skia er gríska orðið
yfir skugga en Guðni Tómas-
son sýningar stjóri hefur valið á
sýninguna verk af ýmsum toga
sem fjalla á einn eða annan hátt
um skuggann.
„Það er áhugavert að búa sér til
ramma til að vinna út frá,“ segir
Guðni. „Alveg eins og með sjón-
sviðið er samspil ljóss og skugga
lykilatriði í myndlist. Mér fannst
áhugavert að móta hugmyndina
í þá átt, þótt ég hafi á endanum
farið í allt aðrar áttir en ég lagði
upp með. Ég ætlaði upphaflega að
búa til eins konar flokka á skugga
en á endanum varð útkoman mun
tilfinningalegri.“
Verkin á sýningunni eru frá
miðri síðustu öld til samtímans.
Guðni segist hafa haft ákveðna
listamenn í huga þegar hann hóf
undirbúning á sýningunni. „Ég
endaði síðan á því að leita í ýmsar
áttir; sum verkin duttu eiginlega
upp í hendurnar hjá mér en hjá
öðrum var ég að leita að ákveð-
inni stemningu. En í rauninni
eru þetta allt listamenn sem eru
í miklu uppáhaldi hjá mér.“
Sýningin er er afrakstur þess
að Hafnarborg býður sýningar-
stjórum að senda inn tillögur að
haustsýningu í safninu en þetta
er í annað sinn sem það er gert.
Í tengslum við sýninguna verður
efnt til Skuggaleika þann 6. októ-
ber en þar mætast listamenn og
fræðimenn af ýmsum sviðum og
kynna hugmyndir og rannsóknir
af ólíkum toga sem þó fjalla allar
um skuggann. Guðni lóðsar gesti
um sýninguna á sunnudag.
Skuggar í Hafnarborg
GUÐNI TÓMASSON Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að
haustsýningum og var hugmynd Guðna að Skia hlutskörpust að þessu sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LISTAMENNIRNIR
SEM EIGA VERK Á
SÝNINGUNNI:
Elías B. Halldórsson, Gabríela
Friðriksdóttir, Haraldur Jóns-
son, Helgi Þorgils Friðjónsson,
Hringur Jóhannesson, Jóhann
Briem, Katrín Elvarsdóttir, Kristján
Guðmundsson, Magnús Pálsson,
Ragnar Kjartansson, Ralph Hann-
am, Sigurður Árni Sigurðsson,
Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur
Skúlason.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 31. ágúst 2012
➜ Sýningar
20.00 Sýningin Skuggi, Shadow, opnar
í Hafnarborg í Hafnarfirði. Fjöldi lista-
manna kemur að sýningunni.
➜ Tónlist
17.30 Hljómsveitin Tilbury heldur
tónleika í verslun 12 Tóna við Skóla-
vörðustíg. Allir velkomnir.
20.30 Bjarni Þór og
félagar halda tónleika
í Salnum, Kópavogi.
Sérstakir gestir verða
söngkonan Jónína
Aradóttir og Grímu-
verðlaunahafinn Þór
Breiðfjörð. Miðaverð er
kr. 3.300.
20.45 Tónlistar-
hópurinn Reykveek
spilar á stærstu raf-
tónleikum sem haldnir
hafa verið á Akureyri,
Exodus 2012. Tón-
leikarnir eru haldnir
fyrir framan Hótel Kea
og eru í boði Sjón-
listamiðstöðvarinnar í
tilefni 150 ára afmælis
Akureyrar og 20 ára
afmælis Listagilsins.
22.00 KK Band með
nýdönsku ívafi kemur
fram á Café Rosenberg.
22.00 Baraflokkurinn
spilar á Græna Hattin-
um, Akureyri. Miðaverð
er kr. 2.500.
23.00 Þungarokksveitin
DIMMA heldur tónleika
á Bar 11. Aðgangur er
ókeypis.
23.00 Dj Cyppie spilar
á Glaumbar. Tilboð á
barnum.
23.00 Ingvar Valgeirs-
son skemmtir á Ob-La-
Dí-Ob-La-Da Frakkastíg
8. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
Upplýsingar um við-
burði sendist á hvar@
frettabladid.is og
einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
Söngsveitin Fílharmónía
sunnudaginn 2. september kl. 15 í Melaskóla.
Verkefni starfsársins eru:
Október: Misa Criolla eftir Ramirez og
Desember: Jólatónleikar með Frostrósum
Febrúar: Carmina Burana með Sinfóníuhljómsveit Íslands
Apríl: Íslensk kórtónlist
Júní: Ferðalag til Austurríkis
kl. 19-22 á mánudagskvöldum frá og með 3. september.
Magnús Ragnarsson s. 698-9926 og Lilja Árnadóttir s. 898-5290
heldur raddpróf fyrir nýja félaga
Maríutónlist eftir Anders Öhrwahl.
Æfingar fara fram í Melaskóla
Nánari upplýsingar veita:
Sjá www.filharmonia.is
LEIKHÚSKORT
Á VILDARKJÖRUM
Arion banki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu Leikhúskort
Þjóðleikhússins á sérstökum vildarkjörum.
Gildir til og með 3. september nk.
Veldu þér fjórar sýningar af spennandi efnisskrá Þjóðleikhússins
og settu þær á Leikhúskortið þitt. Þú finnur allt um efnisskrá Þjóð-
leikhússins á leikhusid.is.
Almennt kort 10.900 kr.
– fullt verð er 12.900 kr.
Ungmennakort fyrir 25 ára og yngri 7.900 kr.
– fullt verð er 9.900 kr.
Afslátturinn gildir ef greitt er með greiðslukorti frá Arion banka.
Leikhúskortin fást í miðasölu Þjóðleikhússins.
Miðasalan er opin alla daga milli 12 og 18, síminn er 551 1200.