Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 74

Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 74
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR50 FÓTBOLTI Stjörnumenn komust yfir í bikarúrslitaleiknum á móti KR og hafa oftar en ekki verið með flotta stöðu í hálfleik í sumar. Fótbolta- leikir standa hins vegar í 90 mín- útur og seinni hálfleikir sumarsins hafa séð til þess að Stjarnan fékk silfur í bikarnum og keppir ekki við FH og KR um Íslands meistara- titilinn. Stjörnumenn hafa bara unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og hafa fyrir vikið dottið niður í fimmta sæti. Þeir væru hins vegar með örugga forystu á toppnum hefðu allir leikir sumars- ins verið flautaðir af í hálfleik. Stjörnumenn eru aðeins búnir að vera tvisvar sinnum undir í hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar og jafn- teflisleikurinn á móti ÍBV í síðustu umferð var ellefti leikur Garð- bæinga í sumar þar sem þeir komu með forystu inn í hálfleik. Ekkert lið hefur skorað meira á fyrstu fimmtán mínútum leikjanna og Stjarnan hefur skorað fyrsta mark- ið í 65 prósent leikja sinna í sumar. Það eru sjö leikir síðan Stjörnu- liðið var undir í hálfleik en það gerðist síðast í 1-1 jafntefli liðsins á móti Breiðabliki 16. júlí síðast- liðinn. Það er jafnframt síðasti leikurinn sem Garðbæingum tókst að vinna seinni hálfleikinn. Fyrir sex leikjum áttu Garðbæ- ingar möguleika á því að blanda sér af fullum krafti í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn en slæmir seinni hálfleikir hafa kostað liðið 8 stig í síðustu sex leikjum og það munar um minna í slagnum við FH, KR og ÍBV. Þrjú efstu liðin hafa öll gert miklu betur í seinni hálfleik en Stjörnumenn. FH-ingar hafa sjö stiga forystu á toppi deildarinnar enda búnir að vinna tólf leiki í fyrstu 17 um- ferðunum en Hafnfirðingar leggja grunninn að flestum þeirra eftir hálfleiksræðu Heimis Guðjóns- sonar. FH-liðið hefur bara sjö sinn- um verið yfir í hálfleik í sumar. KR-ingar hafa aðeins unnið tvo af síðustu sjö fyrri hálf leikjum sínum sem hefur ekki hjálpað liðinu í baráttunni við FH og er án vafa ein af ástæðum þess að Vestur bæjarliðið hefur bara náð í 9 af síðasta 21 stigi í boði. Eyjamenn eru aðeins í 8. sæti á þessum lista en þeir hafa skorað 20 af 28 mörkum sínum í sumar í seinni hálfleik sem hefur hjálpað liðinu mikið við að landa stigum í sínum leikjum. Hér til hliðar má síðan sjá stöð- una í „fyrri hálfleiks deildinni“. ooj@frettabladid.is STJARNAN VÆRI STUNGIN AF EF FLAUTAÐ VÆRI AF Í HÁLFLEIK Stjörnumenn hafa aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum í Pepsi-deildinni og eiga ekki lengur möguleika á titlinum. Staðan væri allt önnur ef leikir sumarsins hefðu verið flautaðir af eftir 45 mínútur. KOMUST YFIR Stjörnumenn fagna hér marki Garðars Jóhannssonar í bikarúrslita- leiknum en hann skoraði strax á sjöttu mínútu leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Pepsi-deild karla ef flautað væri af í hálfleik 1. Stjarnan 37 stig (Markatala: 20-11) 2. FH 28 stig (14-7) 3. KR 25 stig (12-7) 4. Valur 25 stig (11-10) 5. Keflavík 23 stig (11-7) 6. Breiðablik 21 stig (5-5) 7. ÍA 19 stig (9-14) 8. ÍBV 19 stig (8-8) 9. Fram 19 stig (6-12) 10. Selfoss 16 stig (11-11) 11. Grindavík 16 stig (7-13) 12. Fylkir 16 stig (7-15) ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK S: 464 1600 AKUREYRI REYKJAVÍK S: 569 1500 Í ÖLLUM STÆRÐUM Komið skilaboðunum á framfæri með stæl. Hægt er að setja allt að 16 skjái saman á einn vegg. SKJÁVEGGIR HANDBOLTI Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í hand- bolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með lands- liðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í við- tali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikana og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Ein- hverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum,“ sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann verði með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema hann taki upp skóna eftir áramótin og spili ein- hvers staðar,“ segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og almennt voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri Steinn [Guðjónsson] er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kom- inn með sitt á hreint,“ sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í kom- andi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir ára- mótin,“ sagði Aron. Fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Arons verður gegn Hvíta- Rússlandi þann 31. október næst- komandi. Hann fer fram í Laugar- dalshöllinni. - óój Aron búinn að ræða við alla landsliðsmennina: Ólafur tekur sér hvíld ÓLAFUR Er í hvíld frá handbolta en gaf þó Aroni landsliðsþjálfara ekki afsvar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RIÐLARNIR Í MEISTARADEILDINNI A-riðill: Porto, Dynamo Kiev, PSG, Dinamo Zagreb. B-riðill: Arsenal, Schalke, Olympiacos, Montpellier. C-riðill: AC Milan, Zenit St. Petersburg, Anderlecht, Malaga. D-riðill: Real Madrid, Manchester City, Ajax, Dortmund. E-riðill: Chelsea, Shaktar Donetsk, Juventus, Nordsjælland. F-riðill: Bayern München, Valencia, Lille, BATE Borisov. G-riðill: Barcelona, Benfica, Spartak Moskva, Celtic. H-riðill: Manchester United, Braga, Galatas- aray, Cluj. KOLBEINN Hér í leik með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Dregið var í riðla í Meist- aradeild Evrópu í gær og annað árið í röð munu Kolbeinn Sigþórs- son og félagar hans í Ajax leika gegn Real Madrid. Í sama riðli eru einnig Englandsmeistarar Man- chester City og Dortmund sem varð tvöfaldur meistari í Þýska- landi á síðasta tímabili. Evrópumeistarar Chelsea mæta Juventus en bæði Manchester Uni- ted og Arsenal fengu auð veldari verkefni. Þá ætti Barcelona að eiga greiða leið í 16-liða úrslit keppninnar. - esá Dregið í Meistaradeildinni: Kolbeinn mætir City og Real

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.