Fréttablaðið - 01.09.2012, Side 4

Fréttablaðið - 01.09.2012, Side 4
1. september 2012 LAUGARDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 23° 20° 20° 18° 14° 19° 19° 27° 22° 25° 29° 32° 19° 19° 18° 17°Á MORGUN 2-6 m/s, hvassara SA-til. MÁNUDAGUR Strekkingur S-til, annars hægari. 13 11 11 13 15 15 16 11 12 14 5 8 9 7 7 5 4 6 8 6 10 9 12 10 8 10 13 RYSJÓTT FÍ dag má búast við skúrum víðast hvar á land- inu, síst NA- og A- til. Í fyrramálið eru horfur á vætu við norðurströndina en það léttir til á öllu landinu er líða tekur á daginn. Á mánudaginn kem- ur ný lægð upp að landinu með tölu- verðu vatnsveðri. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður GÓÐGERÐARMÁL Átakið „Á allra vörum“ hófst í gær í fimmta sinn. Eins og áður verður selt varagloss í góðgerðarskyni. Í ár fer hagn- aður af sölu þess í rekstur stuðn- ingsmiðstöðvar fyrir foreldra barna sem glíma við alvarlega, sjaldgæfa og ólæknandi sjúkdóma. Stuðningsmiðstöðin sem um ræðir ber heitið Nótt og dagur. Áætlað er að hún verði opnuð í lok átaksins. Varaglossið verður til sölu til 14. september, þegar söfn- uninni lýkur í beinni útsendingu á RÚV. - sv Á allra vörum hófst í gær: Styrkja foreldra með veik börn STUÐNINGSMIÐSTÖÐ OPNUÐ Hagnaður af sölu varaglossins fer í rekstur stuðn- ingsmiðstöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁVARÚTVEGUR Búið er að frysta um 11.500 tonn af afurðum í upp- sjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði frá því í sumar byrjun. Uppistaðan, eða 8.700 tonn, er makríll. Nú í vikunni brá svo við í fyrsta skipti að gera varð hlé á vinnslunni vegna hráefnisskorts, en fyrstu haustbrælunum er um að kenna, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, deildarstjóra uppsjávar- sviðs HB Granda, hefur vertíðin gengið vel í alla staði. Vart er hægt að tala um frátafir frá veiðum, enda veðurblíða einstök. Allur aflinn á vertíðinni hefur verið unninn til manneldis á Vopnafirði og aðeins afskurður og fiskur, sem flokkast hefur frá í vinnslunni, hefur farið til bræðslu í fiskmjöls- verksmiðjunni á staðnum. Að sögn Vilhjálms hefur sala afurða gengið vel í sumar og afskipanir hafa verið tíðar; oft hefur afurðum verið skipað út frá Vopnafirði einu til tvisvar sinnum í viku. Fjölda fólks þarf til að halda vinnslunni gangandi og hefur verið unnið eftir sérstöku frídaga- kerfi, sem hefur mælst vel fyrir að sögn stjórnenda. - shá Vinnsla stöðug í allt sumar í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði: Sumarið skilaði 11.500 tonnum FRÁ VOPNAFIRÐI Unnið var á vöktum í allt sumar án þess að nokkrum félli verk úr hendi. MYND/JÓN SIGURÐARSON GENGIÐ 31.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,5922 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,63 122,21 192,64 193,58 153,05 153,91 20,539 20,659 20,997 21,121 18,325 18,433 1,5465 1,5555 185,04 186,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is EFNAHAGSMÁL Eigið fé Íbúðalána- sjóðs (ÍLS) er 1,4%, sem er langt undir lögbundnu lágmarki sem er 4%. Til að uppfylla lagaskylduna þarf ríkissjóður að setja 11 til 12 milljarða inn í sjóðinn. Í desember 2010 samþykkti Alþingi að leggja 33 milljarða inn í sjóðinn til að efla eigið fé hans. Rekstrarniðurstaða sjóðsins fyrstu sex mánuði 2012 er neikvæð um 3,1 milljarð króna og eigið fé lækkaði úr rúmum 9,5 milljörðum í árslok 2011 í 6,5 milljarða króna um mitt árið. Sigurður Erlingsson, forstjóri ÍLS, segir að vanskil hafi vaxið hjá sjóðnum, en þegar mat var gert á honum um áramótin 2010 til 2011 hafi vonir staðið til að þau minnkuðu. „Þegar 33 milljarðar voru settir í sjóðinn töldu sumir að eiginfjárhlutfallið færi yfir 5% og sett var ákvæði um að ef svo færi mundi sjóðurinn endurgreiða allt umfram þau mörk. Enn sem komið er tel ég að matið sem var gert sé nokkuð rétt, en það leynast þarna hlutir sem við sáum ekki fyrir.“ Alls má skrifa 600 milljónir króna af rekstrartapinu á fyrri helmingi ársins á nýgengi van- skila, en alvarleg vanskil teljast þegar þrír gjalddagar eru í van- skilum eða meira. Þá má skrifa aðrar 600 milljónir á það að lána- safnið eldist, en því eldra sem það er því meiri er tapsáhættan. „Stór hluti þeirra sem eru í alvarlegum vanskilum eiga það sammerkt að hafa ekki nýtt 110% leiðina. Það eru margir í tómu tjóni. Þá er fólk að koma úr fryst- ingu sem dettur fljótt í vanskil og svo dettur inn hópur úr sértækum úrræðum hjá Umboðsmanni skuld- ara. Það er almennt ástand á hluta lánasafnsins að það er að versna. Hins vegar má ekki gleyma því að 85 prósent lánasafnsins eru í fullum skilum.“ Fregnir af minni vanskilum berast úr bönkunum og Sigurður segir að ef það sé rétt hljóti menn að spyrja hvað veldur ólíkri þróun. „Að einhverju leyti er þetta ólíkur viðskiptamannahópur, en svo sitjum við uppi með það að vera með úrræði þar sem eru þrengri heimildir. Við getum ekki afskrifað handahófskennt eins og bankarnir.“ kolbeinn@frettabladid.is Vanskil aukast hjá ÍLS sem þarf 12 milljarða frá ríkinu Bæta þarf lánasafn Íbúðalánasjóðs og hreinsa út léleg lán til að laga fjárhagsstöðu sjóðsins. Eigið fé sjóðs- ins er 1,4% en á samkvæmt lögum að vera 4%. 11 til 12 milljarða þarf frá ríkinu til að uppfylla lagaskyldu. Á HÖFÐATORGI Í REYKJAVÍK Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir of marga hafa verið í skjóli lánafrystingar, í upp undir þrjú ár, án þess að gera eitthvað í sínum málum. Ef óhjákvæmilega þurfi að gjaldfella lán, þurfi að einfalda leiðina til þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigurður segir mikilvægt að traust ríki til Íbúðalánasjóðs. Hann sé álíka að stærð og Arion banki og Íslands- banki, í heildareignum talið, og næststærsti útgefandi á skuldabréfamarkaði á eftir ríkissjóði. Skuldabréf útgefin af sjóðnum séu í öllum helstu skuldabréfasjóðum og myndi stóran hluta af eignum lífeyrissjóða. „Það er æskilegt að fjárhagur Íbúðalánasjóðs sé heil- brigður, burtséð frá ríkisábyrgðinni. Hann þarf að hafa nægilega fjárhagslega burði til að standa undir sínum skuldbindingum.“ Hann segir kröfu um 4% eigið hlutfall eðlilega, hún hjálpi til við að bæta framlegð sjóðsins, en hann þurfi að vera óháður eigandanum; ríkinu. „Það tekur tíma að koma því á, en við erum að taka ákveðna beygju í þá átt með því að tryggja að útlánin séu betri.“ Eðlileg krafa um 4% eigið fé SIGURÐUR ERLINGSSON HEILBRIGÐISMÁL Í fyrra gekkst 581 undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, 424 karlar og 157 konur, samkvæmt samantekt embættis Landlæknis. Það eru heldur færri aðgerðir en 2010, en nokkuð fleiri en 2004 til 2009. Tölfræðin sýnir að ófrjósemis- aðgerðum á körlum hefur fjölgað jafnt og þétt árið 2011 og voru fleiri en nokkru sinni. Þá voru karlmenn tæplega 73% þeirra sem gengust undir slíkar aðgerðir. Fyrir áratug stóðu karlar undir 38% af heildarfjölda aðgerða. - shá 581 ófrjósemisaðgerð í fyrra: Sífellt fleiri í karlaklippingu STJÓRNSÝSLA Yfir hundrað og fimmtíu manns skrifa undir áskorun til ríkisstjórnarinnar og Alþingis um að sjá til þess að Grímsstaðir á Fjöllum verði þjóðareign. Heilsíðuauglýsingin með áskor- uninni birtist í dagblöðum í gær. Á meðal þeirra sem skrifa undir eru Vigdís Finnbogadóttir fyrr- verandi forseti Íslands, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og Björk Guðmundsdóttir tón- listarkona. - óká Yfir 150 skora á ríkisstjórnina: Vilja að þjóðin eigi Grímsstaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.