Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 26
1. september 2012 LAUGARDAGUR26 Hún var „heilaga“ kýrin mín og ég minnist þess með ómældri gleði þegar ég fékk að fara í fjósið með pabba mínum á kvöldin. Þá stakk hann mér jafnan ofan í jötuna hjá Sóleyju á meðan hann var að sinna skepnunum. Þetta hentaði öllum. Ég var það lágur í lofti að ég komst lengi vel ekki upp úr jötunni af sjálfsdáðum og samneyti okkar Sóleyjar var einstakt. Mér var sagt að hún liti á mig sem kálfinn sinn og enn í dag álít ég hana fóstruna mína. Árin liðu og sambandið rofnaði aldrei. Hvergi var betra að eiga stundarfrið heldur en hjá Sól- eyju rétt eins og ég hefði leitað til ömmu eða afa (sem voru ekki til staðar). Ég hafði þann vana þegar móður minnar naut ekki við að lalla upp á tún til Sóleyjar þegar ég átti eitthvað bágt. Þar var hún tjóðruð og yfirleitt hófst samneyti okkar með því að ég lagði hendur um háls hennar og horfði í blíðleg augu hennar. Ef hún lá og jórtraði var ég heppinn, ef ekki hvíslaði ég í eyra hennar og bað hana að leggj- ast svo ég gæti hjúfrað mig í hálsa- koti hennar. Hvergi var notalegra Móðurjörð, hvar maður fæðist, mun hún eigi flestum kær, þar sem ljósið lífi glæðist og lítil sköpun þroska nær? Sigurður Breiðfjörð (1798-1846). Úr Númarímum. 1835 É g verð að játa fyrir þér, lesandi góður, að eitt erfiðasta skref sem ég hef stigið var að viður- kenna Móður Jörð sem lifandi einingu, eins konar risalífveru, sem þar að auki tengist goðsögninni um Gaiu. Svo rækilega hafði ég látið fræðin taka öll ráðin af skynsemi minni að ég ætlaði aldrei að komast yfir hjall- ann að Móðir Jörð samsvaraði risaveru. Ég veit ekki alveg hvers vegna – kannski óttaðist ég að hér væri ég að stíga skref út úr veröld þekkingar inn í heim dulhyggju, þar sem ég væri ómálga. Samt var tilfinningin fyrir Móður Jörð minn heimavöllur. Árið 1970- 1971 pældi ég mikið í þeim öflum og aðstæðum sem gera Jörðina líf- vænlega. En ég áttaði mig ekki á því hve frumleg hugmyndin var og bæði skorti mig þekkingu til að þreifa mig áfram og sérfróða viðmælendur. Viðfangsefnið var kennsluefni fyrir 12 ára nemendur sem ég kallaði Líf og umhverfi en þar fjallaði ég um það sem ég nefndi frumþarfir lífsins: Sól, vatn, land og loft – og síðan lífið sem sífellt breytir aðstæðum á Jörðu. Ég gerði mér grein fyrir mikilvægi svona efnis fyrir ungt fólk svo að það öðlaðist vitræna sýn á Jörðina og lífið og vistkerfið sem heild og þótt ég vissi það ekki fyrir víst þá taldi ég mér trú um að þetta væri eina líffræðibókin sem væri í þessum dúr. Vonbrigðin voru mikil þegar í ljós kom að handritið þótti framandi og falla illa að kerfinu og að lokum týndist það í menntamálaráðuneyti. Sennilega var því fleygt. Efnið var ekki um fífla og sóleyjar, mýs og marhnút heldur heildir í heimssýn þar sem náttúrufræði voru fræðin sem héldu utan um eðlis- og efna- fræði, líffræði og jarðfræði – allt í einum góðum graut líkt og í nátt- úrunni – og þessu verki líka – þar sem vistkerfin eru undirstaðan. Loks þegar ég tók lokaskrefið inn í stóran og mjúkan faðm Gaiu reynd- ist það eðlilegt og sjálfsagt. Rökin fyrir lifandi Jörð voru augljós og ég hafði komið auga á mörg þeirra löngu fyrr, þekkti þau af eigin raun, hafði skynjað, fundið, grunað, hugs- að um lifandi Jörð árum og áratug- um saman – þrælvanur heildstæðri hugsun án þess að skilgreina hugs- un eins og Carl Jung hafði gert svo snilldarlega. Eins og brennt barn forðast eld hafði ég reynt að svæfa reynslu mína af Lífi og umhverfi enda þótt ég áliti hugmyndina að baki handritinu sígilda – vissi einnig að ég hefði getað gert betur. Ég hálfpartinn forðaðist frumkvöð- ulinn og meistarann James Love- lock þar til góðan haustdag í Flat- ey. Einn að basla settist ég niður í gömlu búðinni í Vorsölum og hóf lestur Gaiu. Komið var kvöld þegar ég lauk lestri hennar. Ég, átvaglið, hafði gleymt að borða. Sem betur fer átti ég líka The Ages of Gaia. Sú bók var mér enn þá ítarlegri opin- berun og ég gaf mér nokkra daga að tengja hana við mig. Ég var kominn heim í minn andlega og fræðilega „heiðardal“ og gerði mér grein fyrir því að verk Lovelocks voru stórkost- legt innlegg fyrir mannkyn. Gaia var ekkert annað en Móðir Jörð með langa rekjanlega sögu sem sýndi og sannaði tilveru hennar sem lifandi, sívirkrar og samvirkrar heildar (eins og útskýrt verður nánar) – og lífverur voru veraldir innan veralda og veraldar – nátengdar. Þegar ég var lítill drengur norður á Húsavík áttum við kúna Sóleyju. Allt um kring má skynja enn dýpri vitund og umhyggju Jarðar þótt við í vestrinu kunnum ekki á henni skil eða rétt tungutak til að lýsa henni, enda eru um 400 ár síðan fólk á Vesturlöndum áræddi síðast að tala svo „gáleysislega“ um Jörðina. GUÐMUNDUR PÁLL „Allir ferlar á yfirborði Jarðar verða skiljanlegri ef við tökum Jörðina, alheimskúna okkar, í sátt og virðum hana fyrir það sem hún er,” skrifar höfundurinn sem sést hér baða sig í Mekong-fljóti í Laos. MYND/LEIFUR RÖGNVALDSSON Móðir Jörð eða Gaia Guðmundur Páll Ólafsson líffræðingur er látinn. Guðmundur Páll var einn ötulasti og áhrifamesti náttúruverndarmaður lands- ins og þjóðkunnur fyrir bækur sínar um náttúru Íslands. Hann var langt kominn með bók um vatnið í sama bókaflokki þegar hann lést og er stefnt að því hún komi út á næsta ári. Fréttablaðið birtir með leyfi fjölskyldu Guðmundar Páls kafla úr bókinni. MYND/LEIFUR RÖGNVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.