Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 47
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Gæðastjóri
Um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar
sem felur í sér lykilhlutverk við hagskýrslugerð sem
fullnægja þarf innlendum og erlendum gæða kröfum.
Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða reynslu og
þekkingu á tölfræði auk þess að hafa þekkingu á eða
innsýn í aðferðir gæðastjórnunar.
Starfssvið
Ábyrgð á gæðastjórnun innan Hagstofu Íslands.
Forysta um uppbyggingu gæðastjórnunar.
Umsjón með fræðslu í gæðamálum.
Umsjón með gerð leiðbeininga og gæðaskýrslna.
Stjórnun og þátttaka í ýmsum verkefnum.
Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu gæðastarfi.
Hæfniskröfur
Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi.
Góð almenn tölfræðikunnátta er nauðsynleg.
Góð almenn þekking á aðferðum gæðastjórnunar.
Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu æskileg.
Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur til 10. september 2012
Sérfræðingur í
opinberum fjármálum
Starfið felst í vinnu við verkefni sem tengjast fjár-
mál um hins opinbera og samneyslu, bæði reglulegri
vinnslu og þróunarvinnu, auk annarra verkefna í deild
þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála.
Hæfniskröfur
Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða önnur
háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Þekking á þjóðhagsreikningum er kostur.
Þekking á fjármálum hins opinbera er kostur.
Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg.
Reynsla af gagnagrunnsvinnslu (SQL) er kostur.
Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu er kostur.
Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.
Samskipta- og skipulagsfærni til að vinna að
umfangsmiklum samvinnuverkefnum.
Umsóknarfrestur til 17. september 2012
Deildarstjóri vísitöludeildar
Vísitöludeild reiknar ýmsar verðvísitölur eins
og vísitölu neysluverðs, byggingarvísitölu og
vísitölu framleiðsluverðs. Þá er í deildinni unnið að
alþjóðlegum verðsamanburði, landbúnaðartölfræði
og rannsókn á útgjöldum heimila. Deildarstjóri er í
faglegu forsvari fyrir verkefni deildarinnar, ber ábyrgð
á þeim og skipuleggur þau. Í því felst meðal annars
að sjá um alþjóðleg samskipti og önnur samskipti,
svo sem við hagsmunaaðila. Þá skipuleggur hann
rannsóknarverkefni deildarinnar.
Hæfniskröfur
Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði, stærðfræði
eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Þekking á vísitölufræðum.
Stjórnunarfærni.
Góð almenn tölvuþekking; þekking á gagnagrunns -
vinnslu (SQL) er kostur.
Reynsla af tölfræðilegri vinnslu.
Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.
Reynsla af alþjóðlegum samskiptum er kostur.
Góð málakunnátta, a.m.k. í ensku.
Samskipta- og skipulagsfærni, þolinmæði og
álagsþol.
Umsóknarfrestur til 17. september 2012
Sérfræðingur í
þjóðhagsreikningum
Starfið felst í gerð fjármálareikninga (financial
accounts), bæði reglulegri vinnslu og þróunar vinnu,
auk annarra verkefna á sviði þjóðhagsreikninga.
Hæfniskröfur
Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða önnur
háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Þekking á þjóðhagsreikningum er kostur.
Þekking á reikningum bankakerfisins og
lífeyrissjóða er kostur.
Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg.
Reynsla af gagnagrunnsvinnslu (SQL) er kostur.
Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu er kostur.
Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.
Samskipta- og skipulagsfærni til að vinna að
umfangsmiklum samvinnuverkefnum.
Umsóknarfrestur til 10. september 2012
Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða
metnaðarfulla og áhugasama starfsmenn
Hagstofa Íslands er sjálfstæð
stofnun sem gegnir forystu hlutverki
á sínu sviði. Hún samhæfir opinbera
hagskýrslugerð á Íslandi og er virkur
þátt takandi í alþjóðlegu samstarfi.
Hagstofan sinnir rannsóknum og
safnar, vinnur og miðlar áreiðan-
legum hagtölum sem lýsa samfélaginu.
Stofnun in stuðlar að upplýstri
umræðu og faglegum ákvörðunum
með því að tryggja öllum sama
aðgang að upplýsingum.
Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að þeir sem ráðnir verða geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjara-
samningi fjármálaráðuneytis og hlutað eigandi stéttar félags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Póstáritun Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík
Netfang starfsumsokn@hagstofa.is
Upplýsingar Ólafur Arnar Þórðarson [olafur.thordarson@hagstofa.is]
Hagstofa Íslands · Borgartúni 21a · 150 Reykjavík
Sími: 528 1000 · Bréfasími: 528 1099 · Vefur: www.hagstofa.is
EVRÓPSKA
HAGSKÝRSLU-
SAMSTARFIÐ