Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 76

Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 76
1. september 2012 LAUGARDAGUR48 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR ODDGEIRSDÓTTUR Goðheimum 4, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 8. ágúst. Oddgeir Björnsson Rósa Ingibjörg Jónsdóttir Matthías Björnsson Anna Elínborg Gunnarsdóttir Birna Rún Björnsdóttir Hildur Rún Björnsdóttir Hallur Guðbjartur Hilmarsson og barnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis og heimahjúkrunar Heilsugæslunnar í Borgarnesi og lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og hlýju. Gísli Þorsteinsson Þorsteinn Gíslason Anna Bryndís Sigurðardóttir Sigurlaug Gísladóttir Ingibjörg María Gísladóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, vinkona, dóttir, systir og mágkona, ANNA STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR Sjafnargötu 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Menntunarsjóð barnanna. Reikningsnúmerið er 0301-13-703715 og kennitalan er 040291-2459. Kjartan Bjargmundsson Elsa Kjartansdóttir Bjargmundur Ingi Kjartansson Ingibjörg Kjartansdóttir Ragnheiður Ólína Kjartansdóttir Ágúst H. Elíasson Elsa Vestmann Stefánsdóttir Birgir Sigurðsson Einar Ingi Ágústsson Ásta Margrét Guðlaugsdóttir Elías Halldór Ágústsson Kristín Vilhjálmsdóttir Eva Ágústsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRS JÓNSSONAR ökukennara frá Ísafirði. Sasiprapha Udomsup Ása Sigurlaug Halldórsdóttir Einar Óskarsson Einar Halldórsson Gunnar Þorsteinn Halldórsson Fríður María Halldórsdóttir Þórður Marelsson Anna Einarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. KETILL LARSEN, leikari og listamaður, á afmæli í dag. „Það eru svo margir sem þurfa leiðbeiningar í lífinu um hvað er rétt og hvað er rangt og þá er Biblían hin besta bók, það er svo margt í henni um hvaða götu á að fara, hinn gullna meðalveg.“ 78 Listamaðurinn Guðmundur Guð- mundsson, betur þekktur sem Erró, varð áttræður í júlí. Í tilefni þess er opnuð yfirlitssýning í dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi af merkustu grafíkverkum hans, undir stjórn Dani- elle Kvaran. Erró ber aldurinn með reisn, er beinn í baki og fjörlegur. „Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram. Erró kveðst hafa verið með sjötíu manna afmæli í sumar á Spáni. „Ég fann flamengódansara frá Sevilla sem dönsuðu fyrir okkur í einn og hálfan tíma svo ég þurfti ekki að segja orð! Svo er þessi afmælissýning. Hún er miklu skemmtilegri en eitthvert gilli sem er gleymt næsta dag. Fólk getur skoðað þessi verk í ró og næði, unga fólkið getur kannski lært eitthvað af þeim og orðið listamenn seinna.“ Rætur Errós eru á Kirkjubæjar- klaustri þar sem hann ólst upp. „Þegar ég kom til landsins núna fór ég beint austur að Klaustri og var með hálf- bræðrum mínum og systur í þrjá daga. Við vorum með smá athöfn fyrir hana mömmu í kapellunni og kirkjugarðin- um á Klaustri. Svo verð ég í Reykjavík í þrjá daga en sýning eftir mig verður opnuð í París 6. september og önnur í Kaupmannahöfn 14. september úr Reykjavíkursafninu. Það eru klippi- myndirnar.“ Erró býr aðallega í Frakklandi en er dálítill farfugl í sér. „Ég fer allt- af til Taílands í janúar og geri mínar vatnslitamyndir, það er svo auðvelt að rúlla þeim upp og flytja þær. Svo er ég búinn að lofa Yoko Ono að koma til Frankfurt. Hún sýnir þar 14. febrúar sem er Valentínusardagurinn. Í París geri ég stóru myndirnar, er allan dag- inn á vinnustofunni einn. Kem svo heim og spjalla við konuna og tala við Gunnar B. Kvaran svona hér um bil á hverjum degi. Það er eina æfingin í að tala íslensku. Svo dvel ég alltaf tvo mánuði á ári á Spáni og þar vinn ég minni myndir. Mér finnst gaman að skipta um staði og hitta fólk í mis- munandi löndum. Það er sem sagt nóg að gera og enginn tími til að vera gam- all.“ Spurður hvort konan fylgi honum á flakkinu svarar Erró. „Konan mín er búddisti og er oft í burtu í nokkra mán- uði í andlegum erindum. En hún kom með mér hingað heim núna því hana langaði að heilsa upp á fjölskylduna.“ Afmælisdagskrá verður í Listasafni Reykjavíkur næstu vikurnar í formi fyrirlestra, smiðju og námskeiða. gun@frettabladid.is ERRÓ: AFMÆLISSÝNING Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR HAFNARHÚSI Enginn tími til að vera gamall LISTAMAÐURINN „Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram,“ segir Erró. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á AFMÆLISSÝNINGUNNI Litskrúðugar myndir sem Erró vann fyrir sýningu í Gautaborg. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, mun opna yfirlitssýningu Errós í Listasafni Reykjavíkur í dag og listamað- urinn afhenda myndlistarverðlaun og viðurkenningu úr sjóði sem kenndur er við móðursystur hans, Guðmundu S. Kristinsdóttur. Annar viðburður afmælisdagskrár verður á morgun klukkan 15. Þar er ungmennum þrettán ára og eldri boðið að þrykkja og kynnast grafíktækninni af eigin raun. Leiðbeinandi er Anna Snædís Sigmars- dóttir, grafískur myndlistarmaður og kennari við Tækniskólann, en áður en hafist er handa við að þrykkja verður rýnt í grafíkverkin á sýningunni og þær aðferðir sem Erró hefur beitt. Frítt er fyrir ungmenni undir 18 ára aldri og handhafa Menningarkortsins. AFMÆLISDAGSKRÁ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.