Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 78
1. september 2012 LAUGARDAGUR50 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð á Akureyri fagnaði hálfrar aldar afmæli síðasta fimmtudag. Heimilið var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akur- eyrarbæjar. Í upphafi hét það Elliheim- ili Akureyrar og var byggt af Akur- eyrarbæ með stuðningi kvenfélagsins Framtíðarinnar. Fyrstu heimilismenn voru sjö. Nú eru þeir 136 í níu heimil- um, þar af níu í skammtímadvöl. Að auki tilheyrir Hlíð raðhús með sextán íbúum. Hátíðarstemning myndaðist strax að morgni afmælisdagsins er sönghópur fór á milli húsa Hlíðar kyrjandi afmæl- issönginn, allir voru prúðbúnir og heim- ilin skreytt fánum, blöðrum, greinum og dúkuðum borðum. Í hádeginu var boðið upp á lambalund sem rann ljúflega niður með dýrindis rauðvíni. Eftir hádegi sagði Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, stuttlega frá starfseminni og síðan hófust tón- leikar Álftagerðisbræðra sem slógu í gegn með söng og skemmtilegheitum. Boðið var upp á rjómatertur og að því loknu voru heimilin opnuð fyrir gestum og gangandi og komu um fimm hundruð manns í heimsókn. Þeirra á meðal voru forseti Íslands, borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjóri Akureyrar, bæjarfulltrúar og alþingismenn. Marg- ir lögðu leið sína út í garð að kíkja á hænsnin sem eru miklir gleðigjafar á Hlíð. Á öllum heimilum var boðið upp á kaffi, kleinur og konfekt og Domino’s bauð íbúum og starfsfólki upp á pitsur í kvöldmat. Afmælisdagurinn var einnig valinn til að afhenda lykla að nýju hjúkrunarheim- ili við Vestursíðu á Akureyri sem hefur fengið nafnið Lögmannshlíð. - gun Afmælishátíð í Hlíð SKAGFIRSKIR SÖNGVASVEINAR Álftagerðisbræður slógu í gegn í Hlíð. MYNDIR/FRIÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR Á TÓNLEIKUNUM Á annað hundrað manns hlýddi á tónleikana. Hlynur Helgason mun í dag leiða safn- gesti um sýningu Níelsar Hafstein, Við- kvæmur farangur II, sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Leiðsögnin hefst klukkan fjögur. Níels Hafstein var aðalstofnandi Nýlistasafnsins, formaður stjórnar þess um árabil og heiðursfélagi í Félagi Nýlistasafnsins. Á sýningunni eru ný verk í bland við eldri og fylgir henni gjöf verka til safnsins frá listamann- inum. „Sýningunni er ætlað að veita innsýn í listsköpun Níelsar á breiðum grund- velli en í ferli hans er að finna fínlegan þráð í myndhugsun, allt frá efnismikl- um skúlptúrum til örsmárra verka eða stemminga. Varla er hægt að aðskilja listköpun Níelsar og það mikla fram- lag sem hann hefur átt í því vistkerfi sem íslenskur myndlistarheimur er. Hann hefur stofnað og komið á legg tveimur söfnum, Nýlistasafninu árið 1978 sem var stofnað til þess að varð- veita og stuðla að rannsóknum á sam- tímamyndlist og svo Safnasafninu á Svalbarðsströnd árið 1995 sem helgar sig utangarðs- og alþýðulist,“ segir í til- kynningu. Dr. Hlynur Helgason, myndlistar- maður og heimspekingur, er höfundur texta í sýningarskrá sýningarinnar. Sýningin stendur til sunnudagsins 9. september. Innsýn í verk Níelsar Hafstein ÍHVOLF Meðal verka eftir Níels Hafstein sem sjá má í Nýlistasafninu. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, ALBERT PÁLSSON lést þriðjudaginn 21. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Anton Emil Albertsson Benedikt Aron Albertsson Guðrún Albertsdóttir Páll Björnsson Birkir Pálsson Helga Stefánsdóttir Hildur Pálsdóttir Einar Einarsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR Logafold 162, áður Mosarima 6. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Foldabæjar fyrir góða umönnun. Björg Kristinsdóttir Baldur Guðgeirsson Kristín Líf Abigail, Mikael Geir og Adam Geir Jónína Pálsdóttir Ástkær móðir okkar, KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR (DÍDÍ) lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 22. ágúst. Jarðsungið verður frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 6. september kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Ármannsdóttir Björgvin Ármannsson Hlynur Þór Ingólfsson Óskar Ármannsson Bjarnfreður Ármannsson Ægir Örn Ármannsson Anna Jóna Ármannsdóttir Guðný Björk Ármannsdóttir Þórleif Ármannsdóttir Erla Dögg Ármannsdóttir Sigurbergur Ármannsson Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞRÁINN KRISTINSSON fyrrverandi skipstjóri, Fagrahjalla 3, Kópavogi, lést fimmtudaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. september kl. 15.00. Björg Helgadóttir Þorbjörg Þráinsdóttir Magnús Ásgeirsson Geir Þráinsson Kristín Sigurðardóttir Halldór Þráinsson Steinunn Þ. Júlíusdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR G. HELGASON rafvirkjameistari, Staðarhrauni 15, Grindavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 29. ágúst. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir Helgi Einar Harðarson Ármann Ásgeir Harðarson Ólafía Helga Arnardóttir Sigurbjörg Brynja Helgadóttir Katrín Lilja Ármannsdóttir Ásgeir Bjarni Ármannsson Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, BIRNA INGIBJÖRG TOBÍASDÓTTIR Rimasíðu 29g, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 5. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Gísli Karl Sigurðsson Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir Guðrún Gísladóttir Ottó Magnússon Hulda Gísladóttir og barnabörn. Faðir okkar, GUÐMUNDUR HANSEN FRIÐRIKSSON lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 30. september. Gísli Guðmundsson Friðrik Hansen Guðmundsson Kristján G. Guðmundsson Árni J. Guðmundsson og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, GERÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Sleitustöðum í Skagafirði. Ragnhildur Björk Sveinsdóttir Eiríkur Oddur Georgsson Þorgerður Hulda Frisch Peter Frisch Hugrún Ösp Reynisdóttir Ólafur Kjartansson Trausti Eiríksson Helga Dagný Arnarsdóttir Sverrir Ragnar og Lena Sóley Elsku sonur okkar, bróðir og faðir, RÓBERT EMANÚEL GLAD Ingólfsstræti 7b, 101 Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 26. ágúst 2012. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. september kl. 15.00. Daniel Jóhannes Glad Marianne Elisabeth Glad Sam Daniel Glad Clarence Edvin Glad Barbro Elisabeth Glad Anna Rakel Róbertsdóttir Glad Ágúst Róbert Glad Vigdís Marianne Glad Ísak Emanúel Róbertsson Glad Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs bróður okkar, frænda og vinar, STEINGRÍMS EGILSSONAR frá Mið-Grund, Skagafirði, til heimilis að Ægisgötu 6, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Lyflækningardeildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Oddný Egilsdóttir Gottskálk Egilsson Lilja Egilsdóttir frændfólk og vinir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.