Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 92

Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 92
lifsstill@frettabladid.is Edda Hrund Guðmundsdótt- ir kom á fót Face book-síðu til að koma týndum böngs- um aftur í réttar hendur. „Það virðast allir hafa rosa mik- inn skilning á því hvað bangsar geta haft mikið tilfinningalegt gildi, sérstaklega þeir sem eiga börn eða hafa umgengist þau mikið,“ segir Edda Hrund Guð- mundsdóttir, sem stofnaði Face- book-síðuna Týndir bangsar. Á síðunni getur fólk sett inn myndir af böngsum sem það hefur fundið á víðavangi eða af böngsum sem hafa glatast. „Strákurinn minn týndi bangsanum sínum á Laugaveginum árið 2009. Þegar ég fór aftur í búðina þar sem hann hafði orðið eftir höfðu tvær konur fundið hann og tekið með sér. Mér fannst skrítið að þær hefðu ekki skilið hann eftir því oftast kemur fólk aftur á sama stað og leitar. Bangsinn var líka allur skítugur og gulleitur svo hann hefur ekki verið spennandi fyrir fólk sem tengdist honum ekki tilfinninga- böndum,“ segir Edda Hrund. Bangsinn, Óli Lokbrá, hafði verið í fjölskyldunni í þrjú ár eða frá því að sonurinn fæddist og var sorgin því mikil þegar hann fannst ekki aftur. „Þetta var ótrú- lega sárt og fyrir mig líka, það kom mér rosalega á óvart. Við höldum enn í vonina um að finna hann aftur,“ segir hún. Síðan á Facebook stækkar með hverjum deginum og líkar nú vel á þriðja hundrað manns við hana. Eftirlýstir bangsar á netinu SAKNA ÓLA LOKBRÁ Bangsinn Óli Lokbrá týndist á Laugaveginum árið 2009 og hans er enn sárt saknað á heimili Eddu Hrundar. MYND/EINKAEIGN Í gegnum tíðina hafa bangsar verið vinsælir sem teiknimyndapersónur og mikið til af frægum böngsum. Þar má meðal annars nefnda snillinga á borð við: ■ Paddington ■ Bangsa bestaskinn ■ Kærleiksbirnina ■ Jóga björn ■ og þann allra vinsælasta, sjálfan Bang- símon. FRÆGIR BANGSAR „Ég vona að ein- hver bangsi kom- ist í réttar hendur í gegnum síðuna, það er það eina sem ég er að leita eftir því ég veit hvað þeir geta skipt miklu máli,“ segir Edda Hrund. Allir geta líkað við Facebook-síð- una og bætt þar inn myndum eða miðlað upplýsingum og þannig hjálpað týndum böngsum að komast aftur í hlýjan faðm eig- enda sinna. tinnaros@frettabladid.is ÓLI LOKBRÁ TÍSKA Vefsíðan Fashionista.com hefur farið af stað með matreiðsluþætti er nefnast Haute Cuisine. Þar munu þekktir einstaklingar úr tískuiðnaðinum elda uppáhaldsrétti sína með þáttastjórnandanum David Yi. Fyrstu gestir þáttarins eru Joe Zee, listrænn stjórnandi Elle, og kærasti hans, Rob Younkers, sem kennir við Parsons-skólann í New York. Zee og Younkers elda humar og saltbollur sem er þeirra uppáhaldsréttur. Þátturinn verður frum- sýndur á vefsíðunni þann 4. september næst- komandi. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem tískufrömuðir fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í eldhúsinu og munu þættirnir án efa vekja nokkra athygli. Tískuáhugafólk getur látið sig hlakka til og haldið í vonina um að Karl Lagerfeld láti mögulega til- leiðast, enda er maðurinn stórskemmtilegur og mikill sælkeri. Tískugúrúar heimsins láta ljós sitt skína í matreiðsluþætti KOKKAR Listrænn stjórnandi Elle Magazine, Joe Zee, er fyrsti gestur kokkaþáttarins Haute Cuisine. NORDICPHOTOS/GETTY KARLMANNA og þrjátíu prósent kvenna á aldrinum 20 til 60 ára fá bólur. Ástæðan fyrir bólunum er oftast hormónar. 64 1. september 2012 LAUGARDAGUR 20% Hallgrímskirkja Skráning fermingarbarna vetrarins verður miðvikud. 5. sept., kl. 17:00 í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Foreldrar og/eða forráðamenn barnanna eru hvött til að koma. Prestar Hallgrímskirkju. BESTU BROTIN AF X-INU FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.