Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 18
7. september 2012 FÖSTUDAGUR18 „Það er auðvitað töluvert öðruvísi að vera kominn í atvinnuleikhús. Sýning- arnar í Verzló voru uppfullar af hæfi- leikaríku fólki sem var að gera frábæra hluti, en þarna eru bara fagmenn að störfum og allt er leyst fljótt og örugg- lega,“ segir Sigurður Þór Óskarsson leikari. „Svo er líka frábært að þurfa ekki að vera í skólanum til sex og fara svo á æfingar á kvöldin,“ bætir hann við og hlær. Sigurður Þór fer með hlutverk Jims Hawkins í uppfærslu Borgarleik hússins á leikritinu Gulleyjunni sem verður frumsýnt þann 14. september næst- komandi. Þetta er fyrsta hlutverk hans eftir útskrift úr Leiklistarskóla Íslands í vor en hann fékk strax fastráðningu hjá leikhúsinu. Þrátt fyrir ungan aldur er Sigurður þó síður en svo óvanur sviðinu. Síðasta vetur stökk hann tíma- bundið inn í hlutverk fugla hræðunnar í Galdrakarlinum í Oz, auk þess sem hann fór með hlutverk í Grease í Loft- kastalanum árið 2009 og tók þátt í þremur uppfærslum Verzlunarskóla Íslands þegar hann sat þar á skólabekk. Hann tók einnig þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd skólans árið 2008 og fór þar með sigur af hólmi. Hlutverk Jims Hawkins er eitt aðal- hlutverkanna og segja má að hann leiði áhorfendur í gegnum söguna. Sigurður Þór lifir því og hrærist í sjóræningja- heimi þessa dagana. Aðspurður segist hann þó aldrei hafa dreymt um að vera sjóræningi á sínum yngri árum. „Ég hef alltaf verið voða saklaus drengur. Ég eyddi samt bróðurparti dagsins í dag í að skylmast og það var rosalega gaman,“ segir hann. Fuglinn Joshua leikur stórt hlutverk í sýningunni og segir Sigurður sam- starfið þeirra á milli ganga mjög vel. „Hann er þvílíkur fagmaður og gaman að vinna með honum,“ segir hann og telur engar líkur á öðru en að fuglinn standi sig á sviðinu. „Ég hef meiri áhyggjur af því að hann eigi eftir að stela allri athyglinni,“ segir hann og hlær. „Svo tók hann þátt í uppfærslunni norður á Akureyri líka svo hann hefur gert þetta miklu oftar en ég og kann þetta miklu betur,“ bætir hann við. Sumarið tók Sigurður í róleg heitum til að búa sig undir komandi vetur sem hann býst við að verði anna samur. „Það er smekkfullur vetur í uppsiglingu í Borgarleikhúsinu og frábært leik- ár fram undan,“ segir Sigurður Þór. Næst á dagskrá hjá honum er leik ritið Bastarðar með Vesturporti og tekur hann svo þátt í leikritinu Mýs og menn og Mary Poppins á sviði Borgarleik- hússins á þessari önn. „Svo tek ég þátt í að minnsta kosti þremur verkum eftir áramót sem eru hvert öðru betra,“ segir Sigurður spenntur. tinnaros@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og barnabarn, BIRGIR PÁLL GYLFASON Jónsgeisla 45, sem lést 25. ágúst verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 13. september kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Unicef á Íslandi. Gylfi Jónsson Hildur Hanna Ásmundsdóttir Jóhannes Már Gylfason Lára Hrund Bjargardóttir Jón H. Guðmundsson Hrafnhildur Matthíasdóttir Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN JAKOBSSON Móabarði 30, lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. september. Útförin fer fram fimmtudaginn 13. september frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.00. Nanna Jakobsdóttir Hildur Sveinbjörnsdóttir Sindri Sveinbjörnsson Hjörleifur Sveinbjörnsson og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN BERNHARD THOMPSON Næfurási 10, Reykjavík, sem lést föstudaginn 31. ágúst á deild 11 E á Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 10. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Valdís Helgadóttir Helena Vigdís Kristjánsdóttir Óskar Jónsson Hrönn Jónsdóttir Stefán Ingi Óskarsson afa- og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HEIÐAR ÞÓRÐARSON Gullengi 9, áður Lækjarhvammi 4, lést 4. september sl. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 12. september kl.13.00. Bára Aðalsteinsdóttir Þórður Heiðarsson Fjóla Borg Svavarsdóttir Sigurbjörg Heiðarsdóttir Borgar Axelsson Heiðbjört Bára, Axel Þór, Þór Ísak, Bára Freydís. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA ÞÓRÓLFSDÓTTIR frá Reyðarfirði er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Kjartan Welding Ágústsson Þyri Dóra Sveinsdóttir Sigurður Ágústsson Hrafnhildur Kristinsdóttir Þórólfur Ágústsson Sigurlína Ósk Óskarsdóttir Þórunn María Welding Linda Ágústsdóttir Mark Khun Þorvaldur Skúlason barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn. Móðir okkar, ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR íþróttakennari frá Hamraendum í Borgarfirði, áður til heimilis að Hátúni 10, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 3. september. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 10. sept ember kl. 11.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Landssamtökin Geðhjálp. F.h. aðstandenda, Jón Jóel Einarsson Sigurbjörn Einarsson SIGURÐUR ÞÓR ÓSKARSSON: FYRSTA HLUTVERKIÐ EFTIR ÚTSKRIFT VONAR AÐ FUGLINN STELI EKKI ATHYGLINNI FASTRÁÐINN Sigurður Þór fékk fastráðningu hjá Borgarleikhúsinu strax eftir útskrift frá LÍ og sér fram á annasaman vetur, smekkfullan af frábærum leikritum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í tilefni af frumsýningu Gulleyjunnar stefnir Borgarleikhúsið á að breyta Reykjavík í sjóræningjaborg í sept- ember. Allir ungir sjóræningjar geta komið við í miðasölu leikhússins og fengið þar gefins stóran og glæsilegan sjóræningjafána, en leikhúsið mun gefa eitt þúsund fána. Þegar fánanum hefur verið flaggað er svo hægt að taka af honum mynd og taka þátt í leik á Facebook þar sem meðal annars er hægt að vinna miða á leiksýninguna. Björn Jörundur fer með hlutverk Langa- Jóns Silfur í leikritinu sem er leikstýrt af Sigga Sigurjóns og Þorvaldur Bjarni semur tónlistina. SJÓRÆNINGJABORGIN REYKJAVÍK Merkisatburðir 1533 Elísabet 1. Englandsdrottning fæðist. 1812 Frakkar ráðast inn í Rússland og upp hefst baráttan um Borodino. Sú barátta reyndist sú blóðugasta á ferli Napóleons hershöfðingja. Frakkar sigr- uðu þó að lokum. 1822 Brasilía lýsir yfir sjálfstæði frá Portúgölum. 1895 Fyrsti rugby-leikurinn er spilaður í Englandi. 1921 Fyrsta keppnin um Ungfrú Amer- íku er haldin í Atlanta. 1927 Fyrsta sjónvarpið sem er algjör- lega rafrænt kemur á markað. 1936 Bandaríski söngvarinn Buddy Holly fæðist. 1986 Desmond Tutu verður fyrsti svarti maðurinn sem leiðir evangelíska kirkju í Suður-Afríku. 1987 Leikkonan Evan Rachel Wood fæðist. Rapparinn og leikarinn Tupac Amaru Shakur var skotinn fjórum sinnum þennan dag og lést af sárum sínum sex dögum síðar, eða 13. september. Skot árásin átti sér stað eftir að Tupac hafði fylgst með box- bardaga Mikes Tyson og Bruce Seldon í Las Vegas. Á bar daganum hafði Tupac og fylgdarlið hans hitt fyrir meðlim úr óvinagengi sínu og barið hann til óbóta. Rannsókn leiddi í ljós að skotárásin var hefnd fyrir þá árás, en hún átti sér stað rúmum fjórum tímum eftir bardagann. Tupac ólst upp í mikilli baráttufjölskyldu og voru foreldrar hans öflugir í flokki þeldökkra, byltingar- kenndra sósíalista sem kölluðu sig Black Panther. Hann veigraði sér ekki við að taka félagsleg vandamál fyrir í textum sínum sem einkenndust þó af miklu ofbeldi og reiði. Hann náði gríðarlegum vinsældum sem tónlistar- maður og hefur selt yfir 75 milljónir platna á heims- vísu, sem gerir hann að einum mest selda tónlistar- manni heims. Hann situr í 86. sæti á lista Rolling Stone tímaritsins yfir bestu listamenn allra tíma. ÞETTA GERÐIST: 7.SEPTEMBER 1996 Tupac Shakur skotinn ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR leikkona á afmæli í dag „Ég held ég að ljóskur eigi athyglina alla jafnan og kannski þær hafi meira gaman. En ég held að þar ráði ljósa hárið ekki mestu, heldur útgeislunin.“ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.