Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.09.2012, Qupperneq 22
KYNNING − AUGLÝSINGEndurmenntun FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 20122 Við bjóðum upp á endurmennt- un fyrir þá sem þurfa ekki á fullri grunnmenntun að halda en þurfa að fríska upp á þekkinguna,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skóla- stjóri Björgunarskóla Slysavarna- félagsins Landsbjargar. „Endurmenntun er afskap- lega nauðsynleg fyrir okkur. Æf- ingar eru þó í raun mesta endur- menntun björgunarsveitamanna. Þar æfa menn sig reglulega fyrir ákveðna þætti sem eru nauðsyn- legir. Mikil áhersla er lögð á að æfa sig við eins raunverulegar aðstæð- ur og hægt er. Hin raunverulega endurmenntun fer fram þar, þegar menn vinna saman að settu mark- miði. Það er gerð sú krafa að fólk viðhaldi þekkingu sinni með því að mæta á endur menntunarnámskeið og taka þátt í æfingum. Einnig þarf að stand ast lokapróf eða ákveð- ið námsmat. Mesta pressan á fólk kemur hins vegar frá björgunar- sveitarmönnunum sjálfum. Fólk þarf að geta treyst því að náunginn við hliðina sé hæfur og sé tilbúinn þegar á þarf að halda,“ segir Dag- bjartur. Björgunarskólinn býður upp á námskeið um allt sem snýr að björg- unarmálum. „Námi björgunarsveit- armanna er skipt í þrjú grunnnám- skeið. Margar björgunarsveitir gera þá kröfu á sitt fólk að það hafi lokið fyrsta grunnnámskeiði áður en það fer í björgunaraðgerðir. Á öðru nám- skeiðinu byrjar fólk sína sérhæfingu sem getur verið á hvaða sviði sem er. Þegar fólk hefur lokið þriðja nám- skeiðinu er það orðið sérfræðingar á ákveðnu sviði. Við bjóðum svo upp á endurmenntun í grunnnáminu og fagnáminu. Endurmenntunin er þá upprifjun á því sem fólk hefur lært á hinum námskeiðunum og ef eitt- hvað nýtt hefur bæst við.“ Æfingar besta endurmenntunin Björgunarsveitarmenn eru á meðal þeirra sem þurfa sífellt á endurmenntun að halda. Björgunarskóli Slysavarnarfélagsins Landsbjargar býður upp á námskeið í endurmenntun fyrir björgunarsveitarmenn. Endurmenntun björgunarsveitarmanna er þeim afar nauðsynleg. Kynntu þér málið á STYRKIR til endurmenntunar fyrir alla sem starfa við fullorðinsfræðslu NÁMSKEIÐ RÁÐSTEFNUR NÁMSHEIMSÓKNIR Næsti umsóknarfrestur er 17. september 2012 FULLORÐINSFRÆÐSLA GRUNDTVIG Kynntu þér málið á www.comenius.is COMENIUS FYRIR LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLASTIGIÐ STYRKIR til endurmenntunar kennara: Næsti umsóknarfrestur er 17. september 2012 NÁMSKEIÐ RÁÐSTEFNUR NÁMSHEIMSÓKNIR Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Nánari upplýsingar á www.vmv.hi.is Námskeið kennd í október - nóvember - Inngangur að stjórnun - Rekstrarhagfræði I - Utanríkisverslun - Tjáning og samskipti - Vörumerkjastjórnun - Stærðfræði B Námskeið kennd í nóvember - desember - Inngangur að fjárhagsbókhaldi - Þjóðhagfræði I - Stjórnun og skipulagsheildir - Markaðsrannsóknir - Einstaklingsskattaréttur Viðskiptafræði með vinnu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.