Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 28
6 • LÍFIÐ 7. SEPTEMBER 2012 Leikkona, ungamamma, þjálf- ari í Mjölni og svo margt fleira, hvernig gengur lífið? Eins og í sögu. Ég gæti ekki einu sinni haft hugmyndaflug í að búa til svona söguþráð, svo vel gengur lífið. Þú leikur skemmtilega pers- ónu í Ávaxtakörfunni sem var frumsýnd á dögunum, Evu app- elsínu. Hvernig var að leika í myndinni? Það var mjög skemmti- legt að leika í Ávaxtakörfunni, svo- lítið skrítið að leika appelsínu, en það vandist skringilega vel, maður var líka svo upptekinn við að horfa á hina leikarana í ávaxtabúningum, ég held ég hafi líka svolítið gleymt mér í mínum búningi sökum háu hælanna sem ég var í. Datt bara í Evu-appelsínu-gírinn. Okkur fannst þetta öllum mjög fynd- ið og skemmtilegt verkefni og við skemmtum okkur konunglega. Með soninn í fyrsta sinn í bíó En hvernig er tilfinningin að sjá sig á hvíta tjaldinu, venst hún einhvern tímann? Já, hún gerir það nefnilega, hún venst. Fyrst, þegar ég lék í Mýrinni, engdist ég alveg um í sætinu mér fannst það svo pínlegt, en núna þegar ég horfði á Ávaxtakörfuna var ég vissulega með smá í maganum og ég held að það fari kannski aldrei alveg en ég var alveg róleg og góð „á´ðí“ ef svo má segja. Hvað fannst syni þínum um myndina? Þetta var í fyrsta skiptið sem hann fór í bíó, hann skemmti sér mjög vel og dansaði með strax frá byrjun, hann dansaði að vísu mest við Einmana-lag Jarðarbers- ins, en það var bara krúttlegt. Tvær stórar myndir fram undan Ertu að vinna í fleiri spennandi verkefnum núna sem þú getur sagt okkur frá? Ég er í leikhúsi, ég er að sýna fjölskyldusýningu sem heitir Ævintýri Múnkhásens. Ég er þar með Gunnari Helgasyni og fleiri góðum. Við byrjuðum að sýna síðasta vetur og það gekk svo hrikalega vel að við ákváðum bara að halda því áfram. Svo er ég í grunnvinnu fyrir nokkur verkefni sem eru öll mjög spennandi og ég hlakka til að takast á við. Á plan- inu svo í vetur eru tvær myndir, önnur þeirra er Grafarþögn, sem er framhald af Mýrinni. Sú mynd hefur verið á planinu frekar lengi en sökum anna hjá sankti Baltasar Kormáki hefur henni verið ýtt áfram í tíma, en vonandi hefst það núna. Hin er svo Borgríki 2, við erum að gera allt sem við getum til að láta það verða að veruleika. Erfitt að útskýra töfrana Áttu þér eitthvert draumahlut- verk/verkefni? Nei, ekkert þann- ig, en maður sækist eftir þessum töfrum sem stundum gerast þegar maður er í hlutverki eða í einhverju stykki eða verki. Það er erfitt að útskýra en það er bara þannig, LÍFIÐ ER BARA ALLS KONAR Ágústu Evu Erlendsdóttur þarf vart að kynna en hún kynnti sig hressilega fyrir þjóðinni í hlutverki sínu sem Silvía Nótt fyrir nokkrum árum. Síðan hefur ferill þess- arar einlægu leikkonu blómstrað, söngrödd hennar hljómað víða og hún orðin móðir. Lífið hitti Ágústu Evu. ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR ALDUR? 30 STARF? Leikkona með meiru HJÚSKAPARSTAÐA? Á kærasta sem heitir Jón Viðar BÖRN? Á eins árs son sem heitir Þorleifur Óðinn Jónsson ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI5 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.