Fréttablaðið - 07.09.2012, Page 42

Fréttablaðið - 07.09.2012, Page 42
7. september 2012 FÖSTUDAGUR22 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. umstang, 6. slá, 8. eyrir, 9. slöngu, 11. gelt, 12. blundur, 14. einkennis, 16. tveir eins, 17. hrygning, 18. í viðbót, 20. kvað, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. gleðimerki, 3. skóli, 4. brá, 5. bar, 7. aðgætinn, 10. samhliða, 13. starfs- grein, 15. högg, 16. kóf, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómak, 6. rá, 8. aur, 9. orm, 11. gá, 12. svefn, 14. aðals, 16. kk, 17. got, 18. auk, 20. ku, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. ma, 4. augnlok, 5. krá, 7. árvakur, 10. með, 13. fag, 15. stuð, 16. kaf, 19. ká. Þetta stríð er hlægilegt Pondus! Af hverju geturðu ekki látið þessa gömlu vera? Vegna þess að HÚN byrjaði! Þetta kalda stríð er rétt að byrja. Hahaha! Skítugu hundar! Má ég ...? Taktu þennan! Hann er með könglum og smá- steinum í! Hún var á leiðinni inn í strætó en ég hitti hana beint í hnakk- ann áður en dyrnar lokuðust! I love you! Móðurhlut- verkið er ekki keppni - en af hverju finnst mér alltaf eins og einhver sé að telja stigin? Þetta var góður morgunmatur, hvað er í hádegismat? Hvar eru kortin með peningunum inn í? Gætirðu rétt mér kjötið, Jón? Sjálfsagt, herra Bangsi. Hvað kallað- irðu mig? Herra Bangsi. Það er gælunafns sem við gáfum þér þegar þú varst barn. Jamm. Og ætlar þú að kalla mig „herra Bangsa“ á meðan ég kalla þig „Jón“? Þú mátt ekki sýna á spilin þín, herra Bangsi. Að þú skulir dirfast. Nei sko! Hektor er að dingla! Komdu inn, Hektor! Kortabúð Jennýar Grunnt á súpukjötshagfræðinni Hilmar Bragi Janusson ræðir um árin hjá Össuri og óþrjótandi möguleika þekkingargeirans. Í ilmandi spor Egypta Jasmínblómið hefur leikið lykilhlutverk í langri sögu ilmvatnsgerðar. Meðal annars efnis: „Finnst skemmtilegast að gera það sem ég er skíthrædd við“ Sirkuslistamaðurinn Birta Benónýsdóttir segir frá óvenjulegu lífi í Frakklandi. Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmar 1,8 milljónir í mánaðarlaun? Dýrari bíl? Stærra hús? Lengri utanlandsferð? Fleiri jakkaföt? Ég veit það ekki, en Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, veit það. Hann var í þeirri stöðu, sem svo margir aðrir hafa verið í undanfarin ár, að vera boðin betur borguð vinna í öðru landi, Svíþjóð nánar til tekið. Þar hefði hann kannski getað hitt fyrir einhvern þeirra hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða eða annarra starfsmanna sem hafa flutt af landi brott þar sem íslensk laun dugðu ekki til framfærslu fjölskyldunnar. TIL þess kom þó ekki. Velferðarráð- herra steig fram á sjónarsviðið og hækkaði laun forstjórans. Ekki mátti minna duga en 450 þúsund króna hækk- un til að forstjórinn yrði ánægður hér í starfi. MEÐALLAUN á Íslandi árið 2011 voru 365 þúsund krónur. Rúm- lega 60 prósent launamanna voru með laun undir 350 þús- und krónum á mánuði. Vel- ferðarráðherra hækkaði laun forstjórans um vel rúmlega mánaðarlaun þessa fólks. Það er vel í lagt. FORSTJÓRINN hefur verið nokkuð í fjöl- miðlum undanfarið og yfirleitt vegna þess hve mikið hefur þurft að spara í rekstri Landspítalans. Þar hefur hann talað fyrir aðhaldi; horfa hefur þurft í hverja krónu, hvern eyri. Endurnýj- un tækja verður að bíða og þau rimpuð saman með límbandi, hagræðingarkröf- unni verður að ná. Starfsfólk verður að taka á sig aukið álag og launaskerðingu, hagræðingarkröfunni verður að ná. En ekki í launum forstjórans. Við þau má bæta ríflega 1,2 meðallaunum. Og ekki voru þau lág fyrir. HVER er ábyrgð forstjórans eftir þessa hækkun? Mun hann geta talað fyrir frekari niðurskurði á spítalanum eftir hana? Og varla var staða hans þannig að 1,8 milljónir króna dugðu ekki á mánuði fyrir framfærslu hans? Því verður ekki trúað upp á jafn grandvaran mann og for- stjórinn er. Langaði hann bara í meiri pening? Mig líka. HVAÐ getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmlega 1,8 milljón á mánuði? Ég veit það ekki, en fyrir hækk- unina, 450 þúsund krónur, getur forstjór- inn keypt 2.700 límbandsrúllur á ári. Það má líma mörg læknatæki saman með þeim. 2700 límbandsrúllur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.