Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 48
7. september 2012 FÖSTUDAGUR28 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Ísland mætir í kvöld Nor- egi í fyrstu umferð undankeppni HM 2014. Þetta verður fyrsti móts- leikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck og mun hann freista þess að verða fyrsti þjálfari íslenska landsliðsins í 22 ár sem vinnur fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni stórmóts. Ísland hefur tapað sex slíkum leikjum í röð – eftir frægt 1-1 jafnt- efli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands fyrir fjórtán árum. En nú eru nýir tímar. Nýr lands- liðsþjálfari og nýr fyrirliði sem fer fyrir ungum og efnilegum hópi leik- manna sem eiga að færa íslenska landsliðið á annan og betri stall en það hefur verið á undanfarin ár. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið andlit íslenskrar knattspyrnu gagnvart umheiminum í rúman áratug en nú hafa leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson tekið við keflinu. Kol- beinn verður reyndar frá í kvöld vegna axlarmeiðsla og missir vænt- anlega einnig af leiknum gegn Kýp- verjum ytra í næstu viku. Slæmt að missa Kolbein „Fjarvera Kolbeins mun ekki breyta okkar leik í grunnatrið- um. Við fáum nú annan leikmann í liðið og þurfum að aðlaga okkar leik samkvæmt því en það mun ekki breyta öllu fyrir okkur,“ sagði Lager bäck á blaðamannafundi í gær en játaði því auðvitað að hann saknaði manns sem hefði skorað átta mörk í fyrstu ellefu landsleikj- unum sínum. „Hann hlýtur að teljast í heims- klassa með slíkar tölur á bak við sig,“ sagði hann. „Auðvitað myndi ég vilja hafa hann í liðinu.“ Gylfi gerir aðra betri í kringum sig Vegna fjarveru Kolbeins er ekki útilokað að Gylfi muni spila sem framherji í kvöld, eins og hann gerði með góðum árangri í vináttu- landsleiknum gegn Svartfjalla- landi. Hann hefur einnig spilað á kantinum sem og miðjunni undir stjórn Lagerbäck. „Venjulega færi ég ekki mína leikmenn á milli staða eins og hefur gerst í tilfelli Gylfa. En hann er klár strákur og hann skilur mína afstöðu. Auðvitað væri það samt betra ef leikmenn fengju sínar stöður og kynntust þeim sem best,“ sagði Lagerbäck. Hann vill að Gylfi nýtist liðinu sem best, sama í hvaða stöðu hann er. „Gylfi er sérstakur leikmaður. Hann er mikill liðsmaður og gerir aðra betri í kringum sig. Miðað við þá hæfileika sem hann býr yfir ætti hann að gera meira upp á eigin spýtur. Nú þegar Kolbeinn er ekki með get ég notað Gylfa á annan máta en ég hefði gert væri Kolbeinn leikfær. Þess vegna hef ég notað hann í nokkrum stöðum. Hann hefur staðið sig mjög vel í öllum þeim hlutverkum. Ekki hægt að krefjast sigurs Lagerbäck ætlar ekki að krefjast sigurs í leiknum í kvöld. „Það er ekki hægt að krefjast neins í knatt- spyrnu. Það er hægt að leggja mikla vinnu á sig og vona að leikmenn- irnir standi sig vel. Við stefnum á sigur og ég er viss um að leikmenn- irnir séu sammála því.“ Hann segist skilja vel að fólk geri kröfur til liðsins og vilji jákvæð úrslit. „Þau skilaboð sem ég legg til leikmanna er að með því að und- irbúa sig eins vel og kostur er og með því að leggja allt sitt á borðið er hægt að vinna öll lið. Það hefur margsýnt sig,“ segir hann og bætir við: „Ef okkur tekst að gera það 7-8 sinnum í þessum riðli munum við fara á HM. Það er vel mögulegt að Ísland komist á stórmót eins og hefur sýnt sig með árangri U-17 og U-21 landsliðum Íslands, sem bæði hafa komist í úrslitakeppni Evrópu- móts.“ 22 ára bið á enda í kvöld? Síðasti sigur Íslands í fyrsta heima- leik í undankeppni stórmóts var gegn Albaníu þann 30. maí árið 1990. Leikurinn endaði 2-0 með mörkum Arnórs Guðjohnsen og Atla Eðvaldssonar. Þjálfari liðs- ins var Svíinn Bo Johannsson, síð- asti erlendi landsliðsþjálfari okkar á undan Lagerbäck, sem er einn- ig Svíi. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18.45. eirikur@frettabladid.is 9116 DAGAR eru liðnir síðan íslenska karlalandsliðið vann sigur á Noregi eða síðan Atli Eðvaldsson skoraði eina markið í leik liðanna í Ósló 23. september 1987. Pétur Ormslev hafði tryggt Íslandi 2-1 sigur á Norðmönnum á Laugardalsvellinum aðeins fjórtán dögum áður. Tveir sigrar á hálfum mánuði en síðan hafa þjóðirnar mæst sjö sinnum á tæpum 25 árum, Norðmenn hafa unnið þrisvar og fjórir leikir endað með jafntefli. Moa Abdellaoue hefur tryggt Norðmönnum sigur í síðustu tveimur leikjum. Fjarvera Kolbeins mun ekki breyta okkar leik í grunnatriðum. LARS LAGERBÄCK LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÍSLANDS Gylfi er sérstakur leikmaður Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með vegna meiðsla en Lars Lagerbäck og lærsveinar hans ætla sér sigur gegn Norðmönnum. Ný kynslóð landsliðsmanna hefur rutt sér til rúms. LEGGUR LÍNURNAR Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Gylfi Þór Sigurðsson ræðast við. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Aron Einar Gunnarsson neitar því ekki að það verði sérstök stund fyrir sig að leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll í sínum fyrsta mótsleik sem fyrir- liði. „Það er smá stress sem fylgir því en ég er stoltur af þessu. Þetta verður gaman og vonandi náum við þremur stigum sem skiptir auðvitað mestu máli,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær. Margir ungir leikmenn hafa komið inn í landsliðið á síðustu árum og nú verður þessi nýja kyn- slóð í aðalhlutverki í undankeppn- inni sem er að hefjast. „Við finnum ekki fyrir aukinni pressu á okkur. Við finnum fyrst og fremst fyrir auknum áhuga eins og sýndi sig þegar rúmlega sjö þúsund áhorfendur komu á leikinn gegn Færeyjum. Það hefur verið meiri jákvæðni í garð landsliðsins og er það frábært,” sagði hann. „Auðvitað finnum við fyrir því að það eru gerðar kröfur til okkar en það er bara hluti af þessu. Við erum ákveðnir í að sýna okkar rétta andlit og gera eitthvað gott með íslenska landsliðinu. Það ríkir mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þennan fyrsta leik,“ bætti fyrir- liðinn við. - esá Aron Einar Gunnarsson verður landsliðsfyrirliði í sínum fyrsta mótsleik í kvöld: Finnum fyrir auknum áhuga ARON EINAR Hlustar hér á fyrirmæli Lagerbäck á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, þjálf- ari íslenska landsliðsins, stýrði sænska landsliðinu í níu ár, fyrst með Tommy Söderberg frá 2000 til 2004 og svo einn frá 2004 til 2009. Svíar unnu 57 af 131 leik undir hans stjórn en tókst þó ekki að vinna Norðmenn í þau fjögur skipti sem þjóðirnar mættust á þessum tíma. Svíar og Norð- menn gerðu tvisv- ar jafntefli þegar Lars Lagerbäck o g To m my Söderberg voru saman með liðið (1-1 árið 2000 og 0-0 árið 2002) og sænska liðið tapaði síðan báðum leikjum sínum á móti Norðmönnum eftir að Lars var tekinn einn við liðinu (0-3 árið 2004 og 2-3 árið 2005). Allir þessir leikir voru vináttuleikir og tveir þeirra voru spilaðir á hlutlausum velli. Lagerbäck mætti Norð- mönnum síðast í vináttu- landsleik í Solna 8. júní 2005 og unnu Norðmenn þá 3-2 sigur. Svíar komust í 1-0 á 16. mínútu en Norð- menn lögðu gruninn að sigrinum með því að skora þrjú mörk á aðeins fimm mínút- um eftir um klukku- tímaleik. John Arne Riise, Thorstein Helstad og Steffen Iversen skoruðu mörk Noregs í leikn- um. - óój Lagerbäck stýrði Svíum fjórum sinnum á móti Noregi: Vann aldrei Noreg LARS LAGERBÄCK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.