Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 22 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Jólahlaðborð 11. október 2012 239. tölublað 12. árgangur Gagnrýna aðbúnað Sjúklingar á geðdeild segja ólíðandi að misveikt fólk deili herbergi. fréttaskýring 12 JÓLAHLAÐBORÐFIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2012 TÍSKUSÝNING Á SATT M-Design kynnir nýja hönnun á morgun kl. 17.00 á Satt á Reykjavík Natura hótelinu. Fatnaðurinn er gerður úr íslenskri ull en einnig eru fylgihlutir eins og húfur, vettlingar, legghlífar, treflar og sjöl. Margrét Árnadóttir stendur að baki M-Design. M ikið er um að vera í Heilsuborg þessa dagana í tilefni afmælisins. Á sjálfan afmælisdaginn, hinn 10. október, voru starfsmenn klæddir í bleikt og með bleikar kórónur. „Bleiki liturinn var allsráðandi hér hjá okkur, jafnt á skrifstofunni sem og í leikfimissölunum, en meginástæðan var að vekja athygli á góðum málstað Krabbameinsfélagsins. Fjöldinn allur af viðskiptavinum okkar tók þátt í gleðinni með okkur,“ sagði Hildur Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsuborgar. OPIÐ HÚS Heilsuborg verður með opið hús næst-komandi laugardag þar sem mánaðarkort í heilsurækt verður á afmælistilboði á þrjú þúsund krónur. „Við búumst við því að margir leggi leið sína til okkar í Heilsu-borg á laugardaginn. Segja má að þetta sé einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa lengið ætlað sér að byrja í Heilsuborg. Nú er tíminn til að setja sjálfan sig og sína heilsu í forgang. Einnig bendum við fyrirhyggjusömum á að kortið er tilvalin jólagjöf enda ekki oft hægt að fá kort í heilsurækt með yfir sjötíu prósenta af-slætti. Frí ráðgjöf verður í boði varðandi hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl “ BLEIKIR DAGAR Í HEILSUBORG HEILSUBORG KYNNIR Heilsuræktarstöðin Heilsuborg fagnaði þriggja ára af-mæli sínu í gær. Ýmislegt verður gert til að halda upp á áfangann. fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum, þessi hér til hliðar á kr. 9.550,- BIKINI - TANKINI Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Latex Nitril Vinyl BLEIKIR BORGARAR Starfsfólk Heilsuborgar klæddist bleiku í tilefni þriggja ára afmælis heilsuræktarstöv- arinnar sem var í gær. MYND/ANTON Peysudagar 20% afsláttur! Þýskar gæðapeysur í fallegum litum og ótal gerðum. PRESSA HEFST EFTIR 3 DAGA Fyndin, snjöll og fáguð Netheimar taka við sér Hljómsveitin Sykur endurhljóðblandar lag með Bretunum í Snow Patrol. tónlist 46 Síðasta tækifærið Logi Geirsson gerir lokatilraun til þess að spila handbolta. sport 52 TÓNLIST „Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tæki- færi sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. Reid er eitt af stóru nöfnunum í tónlistarbransanum vestanhafs og hefur, sem útgáfustjóri og lagahöfundur, átt þátt í frægð og frama tónlistarfólks á borð við Rihönnu, Justin Bieber, Usher, Avril Lavigne, Mariuh Carey, Kanye West og Pink. L.A. Reid heillaðst eftir að hafa hlýtt á Jón flytja lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning á skrifstofu tón- listarmógúlsins í Sony-bygging- unni í New York. - áp / sjá síðu 58 Heillaði L.A. Reid: Jón Jónsson semur við Sony STJÓRNMÁL Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingis- kosningunum í vor. Róbert vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að tilkynna um áform sín í dag. Róbert skipaði þriðja sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar og er áttundi þingmaður kjördæmisins. Þá var hann varaþingmaður fyrir flokkinn á síðasta kjörtímabili. Hann er annar varaformaður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Róbert hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram í Reykjavík í vor og samkvæmt heimildum blaðsins breyta flokkaskiptin engu þar um. - kóp Róbert Marshall býður fram í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð í kosningunum í vor: Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar RÓBERT MARSHALL L.A. REID STJÓRNSÝSLA Of miklar fjárfesting- ar, arðgreiðslur á lánum og tregða til að hækka gjaldskrár eru orsök slæmrar fjárhagsstöðu Orkuveita Reykjavíkur (OR) á árunum 2002 til 2010. Þá nemur uppsafnað gengis- tap OR 100,9 milljörðum króna og tap fyrirtækisins vegna fjárfest- inga í hlutabréfum 8,3 milljörðum króna. Skuldir OR jukust úr 17,7 í 224,4 milljarða króna á tímabilinu. Þetta eru helstu niðurstöður úttektarnefndar um starfsemi OR sem skilaði af sér tæplega 600 blaðsíðna skýrslu um rekstur og stjórnun fyrirtækisins í gær. Skuldir og tap OR eru á ábyrgð íbúa Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, eigenda OR. Nefndin telur veigamikil rök hníga að því að stjórn OR verði ekki lengur skipuð fulltrúum eig- enda sinna heldur fólki sem hefur „reynslu og/eða þekkingu á mál- efnasviðum fyrirtækisins og rekstri“. Umræðuhefð stjórnmála- manna í stjórninni hafi veikt stöðu hennar gagnvart forstjóra og gefið honum of mikið svigrúm til sjálf- stæðra ákvarðana. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykja- vík, tekur undir þetta. „Þar sem þetta er svo yfirgripsmikill og flókinn rekstur tel ég algerlega nauðsynlegt að til stjórnarstarfa veljist fólk sem hefur þekkingu, reynslu eða að minnsta kosti áhuga.“ Í sama streng tekur Dagur B. Eggertsson, formaður borgar- ráðs, sem sat meðal annars í stjórn OR. Spurður hvort hann telji sig bera ábyrgð á því hvernig stjórn OR var háttað svarar Dagur: „Já, ég held að við verðum öll að taka ábyrgð á þeirri stjórnmálamenningu sem verið er að lýsa í skýrslunni og ein- kennist af miklum átökum.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, vonast til að borgarstjórn nýti vinnuna til að minnka umsvif fyrir tækisins. Sátt verði að vera um að OR sinni grunnþjónustu við almenning og engu öðru. Hún er ekki sannfærð um að rétt sé að fagaðilum sé falið að sitja í stjórn OR. „Það er eitthvað sem verður að ræða. Það sem mér finnst mikil- vægast núna er að tryggja að það geti ekki gerst aftur að stjórn- endur fyrirtækisins vinni ekki í samræmi við vilja kjörinna full- trúa. Skýrslan er ekki bara ádeila á stjórnmálamenn heldur líka stjórnendur fyrirtækisins.“ - þsj, bþh / sjá síðu 8 og 10. Áfellisdómur yfir Orkuveitu Orkuveita Reykjavíkur fór of geyst í fjárfestingar og eigendur tóku út mikinn arð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um starfsemina. Pólitíkusar eiga ekki að vera í stjórn OR. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum 16,3 milljarða króna í arð á úttektartímabilinu. Færa má rök fyrir því að þær greiðslur hafi verið fjármagnaðar með erlendum lánum. Milljarða arðgreiðsla Við eigum afmæli Frábær afmælistilboð í dag! Sjá bls. 14-17 TALSVERÐ RIGNING sunnan og austan til í fyrstu en annars víða rigning með köflum. Strekkingur norðaustanlands fram eftir degi en annars fremur hægur vindur. VEÐUR 4 8 8 9 86 ÖRYGGI SÆFARENDA Þessir vösku menn kynntu sér öryggisbúnað fyrir sjómenn á Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskóla sjómanna í gær. „Þessa dagana erum við með fimm daga grunnnámskeið sem sjómenn allra stærri skipa verða að taka,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri. „Þetta eru nemendur af hinum og þessum skipum. Dagskráin er fjölbreytt en á föstudaginn verður til dæmis æfing með þyrlu Gæslunnar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.