Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 66

Fréttablaðið - 11.10.2012, Síða 66
11. október 2012 FIMMTUDAGUR46 46 popp@frettabladid.is Íslenska elektró sveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður- írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síð- ustu plötu þeirra Fallen Empires. „Við vorum að spila á Barfly í Cam- den fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvert lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann með- limi Sykurs ekki hafa kann- ast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. „Við höfð- um lítið heyrt um þessa hljóm- sveit en okkur skildist að hún væri mjög stór.“ Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu millj- ónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. „Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima.“ Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. „Það eru margir áhugasam- ir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjöl- farið á þessu „remixi“. Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott.“ Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinn- ar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin út á vínyl fyrir skömmu. freyr@frettabladid.is Snow Patrol bauð Sykri að „remixa” SYKRUÐ SINFÓNÍA Hljómsveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lagið The Symphony eftir Snow Patrol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SNOW PATROL SLÓ Í GEGN ÁRIÐ 2003 Snow Patrol sló í gegn með sinni þriðju plötu, Final Straw, sem kom út árið 2003. Hún seldist eins og heitar lummur í Bretlandi og samanlagt seldist hún í yfir þremur milljónum eintaka víðs vegar um heiminn. Næsta plata sveitarinnar, Eyes Open, kom út 2006. Hún hafði að geyma lagið Chasing Cars sem náði miklum vinsældum. Eyes Open fór á toppinn í Bretlandi og seldist í meira en sex milljónum eintaka um allan heim. Lady Gaga sneri öllu á hvolf á þriðjudaginn þegar hún lenti á Íslandi og tók við friðarverðlaunum Yoko Ono í Hörpunni. En hver er þessi manneskja og hvaðan kemur hún? Poppdívan Lady Gaga heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta en kallar sig Lady Gaga eftir Queen-laginu Radio Gaga, enda mikill aðdáandi Queen. Hún fæddist 28. mars 1986 í New York-borg. Hún gekk í kaþ- ólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistarnám í New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarn- ir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury úr Queen, ásamt poppurum eins og Madonnu og Michael Jackson. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Hún komst í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vin- cents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Inter- scope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popp- arinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sameiginlegan útgáfu- samning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga hóf að undirbúa eigin sóló- feril og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í framhaldinu platan The Fame. Hún samdi öll lögin á þeirri plötu, meðal annars í samstarfi við Fusari. Miklar vinsældir Just Dance opn- uðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. Á sama tíma þurrkaði hún út svo að segja alla samkeppni frá söng- konum á borð við Christinu Agui- lera og Britney Spears, bæði með nýtískulegri tónlistinni, sem þó átti rætur að rekja til popps níunda ára- tugarins, og stórfurðulegum klæða- burðinum sem vonlaust hefur verið fyrir nokkurn annan að slá út. Í dag er Lady Gaga vinsælasta söngkona heims og virðist hún ekki ætla að gefa hásætið eftir í bráð. HVER ER ÞESSI LADY GAGA? SKRAUTLEG Söngkonan Lady Gaga er þekkt fyrir skrautleg höfuðföt og frumlegan klæðaburð. NORDICPHOTOS/GETTY ÁR fyllir leikkonan Emily Deschanel í dag. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Temperance „Bones“ Brennan í þáttunum Bones. „Allt sem ég veit um andlitsfarða og pjatt lærði ég af systur minni,“ lét hún hafa eftir sér eitt sinn, en systir hennar er New Girl-leikkonan Zooey Deschanel.36 Söngkonan Adele er í óða önn þessa dagana að undirbúa fæð- ingu síns fyrsta barns. Söng- konan á von á sér á næstu vikum en er nú byrjuð að slaka á og und- irbúa heimilið fyrir barnið ásamt unnusta sínum, Simon Konecki. Adele er einnig með annað augað á vinsældalistunum. Lag hennar Skyfall kom út í síðustu viku, en lagið er titillag nýjustu James Bond-myndarinnar. Lagið hefur fengið góðar viðtökur, en það var leikarinn Daniel Craig sem vildi endilega að Adele syngi lagið. Hún hefur greint frá því að hún hafi verið hikandi við að taka verkefnið að sér enda mikil pressa sem fylgir því að syngja titillag James Bond-myndar. Lagið er það fyrsta sem Adele gefur frá sér síðan platan 21 kom út í byrjun árs 2011 og fékk frá- bærar viðtökur. Slakar á fyrir fæðinguna SPENNT Adele býr sig undir móður- hlutverkið, en hún á von á sér á næstu vikum. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.