Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 70
11. október 2012 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is HANDBOLTI Haukar unnu auðveldan sigur, 22-27, á Aftureldingu í Mos- fellsbænum í gær. Þarna mættust liðin í efsta og neðsta sæti deildar- innar. Afturelding var eina liðið í deildinni sem hafði ekki fengið stig í deildinni fyrir leikinn og bið þess eftir stigum lengist enn. Mosfellingar urðu fyrir áfalli fyrir leik er í ljós kom að Örn Ingi Bjarkason gat ekki leikið með vegna meiðsla. Fyrir vikið vantaði hausinn í sóknarleik Aftur eldingar og hauslausu kjúklingarnir áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. Mosfellingar urðu að þjappa sér saman og það gerðu þeir, enda afar grimmir í fyrri hálfleik. Þó vant- aði talsvert upp á gæðin í sókn heimamanna. Þar lá fjögurra marka munurinn í hléi. 9-13 fyrir Hauka, sem voru þó ekki að spila neitt sérstaklega vel. Haukar féllu í þá gildru að slaka aðeins of mikið á framan af síð- ari hálfleik. Það átti að taka þetta með vinstri og það kann ekki góðri lukku að stýra. Tjörvi Þorgeirsson tók þó í taumana og leiddi Hauka út úr ógöngum og í átt að örugg- um sigri. „Við verðum að fjölga mínút- unum þar sem sóknarmenn eru á tánum og beittir. Sækja að marki en horfa ekki upp í stúku. Byrjun- in á seinni hálfleik var ekki gæfu- leg þannig að ég var ánægður að strákarnir skyldu samt klára þetta örugglega,“ sagði Aron Kristjáns- son, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég þurfti aðeins að öskra á strákana enda er þetta okkar veik- leiki að slaka aðeins of mikið á. Við erum ekki betri en svo að þurfa að spila á fullu allan tímann.“ - hbg GUNNAR GUÐMUNDSSON var í gær ráðinn þjálfari Selfoss, sem féll úr Pepsi-deild karla í haust. Tekur hann við starfinu af Loga Ólafssyni, nýráðnum þjálfara Stjörnunnar. Gunnar lét um leið af störfum hjá KSÍ, þar sem hann hefur verið þjálfari U-17 liðs karla. Þá voru þeir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson ráðnir þjálfarar Leiknis. www.lyfja.is ÍS L E N S K A/ S IA .I S/ LY F 6 12 66 09 /1 2 Lægra verð í Lyfju – Lifið heil 15% afsláttur af Vectavir og Otrivin Senn fer að kólna - vertu viðbúin. Gildir til 31. október Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Einn Gói, þrjár baunir og margfaldur Þröstur verða að heilu ævintýri Bráðskemmtileg og fyndin leiksýning fyrir alla fjölskylduna Fréttatíminn Morgunblaðið SÍÐUSTU SÝNINGAR! Tilnefnt til Grímunar 2012 sem besta barnasýningin Gói Baunagrasið og Sun 21/10 kl. 13:00 Sun 28/10 kl. 13:00 Domino‘s deild karla KFÍ - Fjölnir 67-95 (36-53) KFÍ: C. Miller-Williams 20/15 fráköst, B. Spencer 15, Mirko Virijevic 11, Pance Ilievski 7, Stefán Diegó Garcia 7, Jón Hrafn Baldvinsson 5, Guðmundur Guðmundsson 2. Fjölnir: Árni Ragnarsson 22, C. Matthews 15, Tómas H. Tómasson 13, Arnþór F. Guðmundsson 12, S. Spicer 11, Björgvin Ríkharðsson 9, Elvar Sigurðsson 5, Gunnar Ólafsson 4, Jón Sverrisson 2. Domino‘s deild kvenna Grindavík - Njarðvík 65-70 (29-31) Grindavík: Dellena Criner 19, Berglind Anna Magnúsdóttir 16, Helga Rut Hallgrímsdóttir 12. Njarðvík: Lele Hardy 28/22 fráköst, Ína Einarsd. 11. Haukar - Snæfell 59-68 (35-41) Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 17, Siarre Evans 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 17, Hildur Björg Kjartansdóttir 16, Berglind Gunnarsdóttir 14. Fjölnir - Valur 53-76 (32-30) Fjölnir: Britney Jones 29, Bergdís Ragnarsdóttir 9, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4. Valur: Alberta Auguste 20/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Guðbjörg Sverrisdóttir 14, Þórunn Bjarnadóttir 10. KR - Keflavík 54-76 (26-47) KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Patechia Hartman 9. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17, Sara Rún Hinriksdóttir 15/15 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13. ÚRSLIT Hauslausir kjúk- lingar í kofanum Hausinn vantaði í sóknarleik Aftureldingar á heima- velli sínum, Hænsnakofanum, í gær. Þrátt fyrir fínan vilja og baráttu var sigur Hauka sannfærandi. ATKVÆÐAMIKILL Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði níu mörk fyrir Hauka í gær og var óhræddur við að skjóta á markið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Afturelding - Haukar 22-27 (9-13) Mörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 6 (12), Hilmar Stefánsson 5/2 (7/2), Jóhann Jóhannsson 5 (12), Böðvar Páll Ásgeirsson 3 (10), Fannar Rúnarsson 2 (3), Þrándur Gíslason 1 (2), Varin skot: Davíð Svansson 19/1 (46/3, 41%), Hraðaupphlaup: 2 (Jóhann 2) Fiskuð víti: 2 (Þrándur 2) Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmanns- son 9/2 (19/3), Tjörvi Þorgeirsson 6 (9), Freyr Brynjars son 3 (4), Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 (4), Árni Steinn Steinþórsson 2 (3), Gylfi Gylfason 2 (3), Elías Már Halldórsson 2 (4), Gísli Jón Þórisson (1), Adam Haukur Baumruk (3), Varin skot: Giedrius Morkunas 11 (25/1, 44%), Aron Rafn Eðvarðsson 6 (14/1, 43%), Hraðaupphlaup: 6 (Stefán Rafn 2, Freyr 1, Árni Steinn 2, Gylfi 1) Fiskuð víti: 3 (Stefán Rafn 1, Tjörvi 1, Árni 1). ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.