Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 33
| FÓLK | 3tíska sigurlaug Birna er 182 cm á hæð, en fyrirsætuheimurinn leitar jafnan að hávöxnum stúlkum. Þegar Elite á Ís­ landi bauð stúlkum að koma í Smáralind til prufu fyrir keppnina í byrjun septem­ ber ákvað Sigurlaug að slá til. Hún segist hafa haft áhuga á tísku þótt fyrirsætu­ störf hafi verið fjarlæg. „Ég sá þetta aug­ lýst og ákvað að fara í Smáralind. Þangað mættu um 180 stúlkur en fimmtíu af þeim fengu að fara í áframhaldandi prófanir,“ útskýrir Sigurlaug Birna. Fékk þjálFun Myndir voru teknar af stúlkunum og reyndu þær sig á tískusýningu á palli. „Eftir það var valið í rúmlega tuttugu manna hóp en síðan var stúlkunum fækk­ að niður í sautján sem var loka hópur,“ bætir hún við. Lokahópurinn sýndi á tískusýningu fyrir íslenska hönnuðinn Ellu í Smára­ lind og féll auk þess þjálfun í að koma fram. „Á lokakvöldinu 29. septem ber sýndum við föt frá Vero Moda. Keppnin var spennandi, sérstaklega á úrslita­ stundinni,“ segir Sigurlaug Birna, sem tekur þátt í Elite Model Look World í Sjanghaí í Kína í nóvember. Þar koma saman sigurvegarar frá sextíu löndum og munu stúlkurnar sem raða sér í efstu sætin hljóta samning hjá Elite World. Ekki oF ung Sigurlaug hefur skrifað undir samning hjá Elite á Íslandi sem opnar dyr að fyrir­ sætustörfum hér heima. Hún segist vissu­ lega vera ung en telur það í lagi. „Foreldr­ um mínum fannst þetta hálf ótrúlegt fyrst en ég held að þau séu farin að venjast þessu,“ segir hún. „Það fer fylgdarmaður frá Elite með mér til Kína.“ Sigurlaug vill ekki meina að hún hafi gengið með þann draum að verða fyrirsæta. „Nei, en ég á mér draum um að verða læknir. Ég er í Háteigsskóla í níunda bekk og stefni á MR eftir grunn­ skóla.“ Sigurlaug er öflugur frjálsíþrótta maður og hefur stundað hástökk og hlaup. Hún hefur stundað íþróttina í sex ár og hefur hug á að halda því áfram með íþrótta­ félaginu Ármanni. Þar að auki er hún að læra á píanó en hafði áður stundað nám á básúnu í nokkur ár. lærði að ganga á háum hælum Þegar hún er spurð hvernig það hafi verið að stíga á svið og sýna föt segir hún það hafa verið skemmtilegt. „Ég þurfti reyndar að læra að ganga á háum hælum en það hafði ég aldrei gert áður né heldur farðað mig,“ segir hún. „En ég hlakka mikið til að fara til Sjanghaí.“  n elin@365 Frjálsíþróttakona vann FyrirsætukEppni ævintýri Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir, 14 ára frjálsíþróttakona frá Reykjavík, bar sigur úr býtum þegar Elite-fyrirsætan 2012 var valin. Hennar bíður nú ferðalag til Sjanghaí. í góðu Formi Sigurlaug hefur stundað íþróttir frá því hún var barn auk þess að læra á hljóðfæri. mynd/vaLLi spEnnandi Sigurlaug Birna tekur þátt í Elite Model Look World í Sjanghaí í nóvember. 20% afsláttur af linsum og sólgleraugum í dag og um helgina Frábært úrval af skóm á ótrúlega góðu verði! Outlet-skór | fiskislóð 75 | 101 reykjavík Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 Stráka skór st. 27-35 Stelpu skór St. 27-35 aðeins kr.9.900 Herra skór st. 39-50 Herra skór st. 41–46 kr.11.900 aðeins aðeins 6.900 kr. aðeins kr.7.900 aðeins kr.6.900 Dömu skór st. 36–41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.