Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 64
11. október 2012 FIMMTUDAGUR44
lifsstill@frettabladid.is
KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
KYNLÍF Ég sá píkuna í nýju ljósi
um daginn. Það var ekki svo að ég
hefði spennt hana upp með goggi og
stungið inn vasaljósi (þó að vissu-
lega sé það hugmynd fyrir áhuga-
sama um leggöng). Ég sá hana í
súkkulaði líki. Í öllu sínu veldi sem
smartan og girnilegan konfekt-
mola. Við það að sjá hana svona
tignarlega þá kviknaði hjá mér hug-
mynd.
Umfjöllun um píkuna er oft sú að
hún sé ljót og orðið píka sé leiðin-
legt og óþægilegt. Við sjáum aldrei
ljósmyndir af henni og vitum í
raun ekkert hvernig hún lítur út.
Ég hélt lengi vel að ég væri með
litríka diskópíku eftir að hafa lært
um fjólublá leggöng, appelsínu-
gula eggjaleiðara og grænt leg.
Svo er þetta allt bara bleikt! Því-
líkt svindl.
Píkan þarf að fara í smá
ímyndar herferð. Hún þarf að sýna
á sér fleiri hliðar og fræða landann
um mikilvægi sitt sem og skemmt-
anagildi. Við myndum byrja á því
að fá konur til að föndra píkur úr
mismunandi efnum. Þannig vinnum
við með fyrirframgefnar hugmynd-
ir. Svo kæmum við okkur vel fyrir
og myndum skoða hana. Fyrst með
spegli en svo í þrívídd. Konur gætu
rannsakað hana og snert án þess að
hafa áhyggjur af viðbrögðum henn-
ar við snertingunni. Þá gætum við
leikið okkur með formið út frá
fleiri sjónarhornum. Við mynd-
um svo fræðast saman um hvern-
ig píkan lifir og starfar. Sögulegt
samhengi hennar er einnig mikil-
vægt því það varpar ljósi á ýmsar
hliðar kynlífs, eins og af hverju
konur virðast byrja seinna að
stunda sjálfsfróun og stunda hana
sjaldnar heldur en karlar. Svo er
talað um að konur hafi minni löng-
un til kynlífs og að lausnin felist í
sjúkdómsvæðingu og pillum. Við
stelpur eigum ekki að láta bjóða
okkur upp á slíkt og ættum því taka
málin í eigin hendur.
Vissulega er þetta hluti af stærri
draumi þar sem öll þessi verk væru
dregin saman í magnað píku safnið
þar sem karlar og konur gætu
fræðst nánar um undraverkið sem
píkan er og þar með fræðst um það
sem við hinar nú þegar vitum.
Þér finnst þetta kannski algjör
óþarfi, hvern langar að leika
við píkuna í félagsskap annarra
kvenna? Staðreyndin er samt sú
að konur þekkja ekki píkuna sína,
skilja hana hvorki né sinna. Ef við
ætlum að frelsa upplifun kvenna í
kynlífi byrjum við á unaðsstaðnum.
Ég í raun sé fyrir mér að hér megi
skella saman föndri og konfektgerð
fyrir jólin. Hver er með mér?
Ímyndarherferð píkunnar
GIRNILEGUR KONFEKTMOLI
Ef við ætlum að frelsa upp-
lifun kvenna í kynlífi byrjum
við á unaðsstaðnum.
NÝJUNG Facebook-vestið „Like-A-Hug“ .
TÆKNI Nemendur MIT-háskólans
hafa hannað sérstakt vesti sem
lætur þann sem því klæðist vita
þegar vinur viðkomandi á Face-
book líkar við stöðuuppfærslu á
samskiptasíðunni. Vestið, sem er
kallað „Like-A-Hug“, blæs út líkt
og björgunarvesti þegar „lækað”
er og er tilfinningin er sögð í lík-
ingu við faðmlag.
Melissa Kit Chow, aðalhönnuður
samskiptaflíkurinnar, segir vestið
tilraun til að lágmarka sársauka
sem fylgir fjarbúð og skora á hólm
takmarkanir myndbandssamtala
á vefnum, eins og Skype. Sá sem
klæðist vestinu getur svo endur-
goldið greiðann með því að kreista
flíkina, sem tæmir úr henni loftið
og sendir um leið faðmlag til baka.
Enn er vestið einungis hugsað
sem verkefni og verður ekki sett í
almenna sölu.
Vesti sem
faðmar þig
Theodóra Mjöll Skúladóttir
Jack miðlar visku sinni um
hár og hárumhirðu í bók-
inni Hárið. Þar er að finna
yfir 70 uppskriftir að hár-
greiðslum en ljósmyndar-
inn Saga Sig sá um mynd-
skreytingar.
TÍSKA „Mér fannst vanta almenni-
lega bók sem kennir hár-
greiðslur og hárumhirðu
á markaðinn,“ segir
Theodóra Mjöll Skúla-
dóttir Jack, hárgreiðslu-
kona og nemi í vöru-
hönnun í Listaháskóla
Íslands, en hún á heið-
urinn að bókinni Hárið
sem er væntanleg í lok
næstu viku.
Hárið inniheldur
uppskriftir að yfir
70 hárgreiðslum, allt
frá venjulegu tagli í árshátíðar-
greiðslur. Einnig er ýtarlegur kafli
í byrjun bókarinnar þar sem öllum
spurningum um hár og hárumhirðu
er svarað.
Hugmyndin að bókinni spratt er
Theodóra var að vinna sem hár-
greiðslukona hjá Rauðhettu og
Úlfinum. „Þegar ég var að vinna
á stofunni eyddi ég alltaf miklum
tíma í að svara spurningum kúnn-
anna minna varðandi hárumhirðu
og kenndi þeim að flétta og krulla
hárið. Þá fór ég að spá af hverju
það væri ekki til bók þar sem öllum
þessum spurningum væri svarað og
gæfi einfaldar uppskriftir að flott-
um hárgreiðslum.“
Theodóra leggur áherslu á að
allar uppskriftirnar í bókinni séu
einfaldar og fyrir alla að leika eftir.
„Ég eyddi miklum tíma í að einfalda
hárgreiðslurnar svo að allir gætu
skilið og prufað sig áfram. Svo er
ég líka með nokkrar uppskriftir að
barnahárgreiðslum fyrir foreldrana
að læra.“
Theodóra fékk til liðs
við sig ungt fagfólk við
gerð bókarinnar. Ljós-
myndarinn Saga Sig sá
um að taka þær fimm
hundruð myndir sem
prýða bókina og förðun-
armeistarinn Ísak Freyr
Helgason mundaði pensl-
ana. Stúlkurnar hjá aug-
lýsingastofunni Undra-
landið sáu svo um útlit og
uppsetningu bókarinnar.
„Ég var ekkert smá hepp-
in með samstarfsfólk. Mig langaði
að fá unga og efnilega listamenn til
liðs við mig og gefa þeim um leið
tækifæri til að láta ljós sitt skína.“
Theodóra segir bókina vera
skyldueign á hvert heimili enda
mikilvægt að hugsa vel um hárið
sitt. „Ég vona að ég geti komið af
stað vitundarvakningu varðandi
hárumhirðu. Hár er svo stór part-
ur af okkur og mikilvægt að hugsa
vel um það.“ alfrun@frettabladid.is
ALLT UM HÁR Í EINNI BÓK
FYRIR ALLA AÐ LÆRA Bókin Hárið inniheldur almennan fróðleik um hárumhirðu
sem og uppskriftir að 70 hárgreiðslum sem allir geta lært en hárgreiðslukonan
Theódóra Mjöll Skúladóttir á heiðurinn að bókinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
A-VÍTAMÍN er helsta næringarefnið í sætum kartöflum, en þær eru
sérstaklega góðar fyrir þungaðar konur og konur með barn á brjósti.
Einnig stjórna þær blóðsykrinum og eru því góðar fyrir fólk með sykursýki.
Laaaaaaaaaangbestar?
Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu
frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni
áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og
kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna!