Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að kynna
vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Jónína María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is, s 512 5432
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is s. 512-5427
■ KVENLEGT
Það er nauðsynlegt að gefa
sér tíma fyrir naglasnyrtingu
nú þegar vetur gengur í garð.
Um tíma voru ljósar neglur
vinsælastar en nú skulu þær
vera áberandi. Eld-
rauðar neglur eru
hámóðins en einnig
má nota aðra liti
eins og fjólublátt,
grænt og svart.
Fallega rauðar
neglur eru kven-
legar og smart.
Ekki sakar að hafa
rauðan varalit í
stíl. Myndin er af
nýjasta naglalakk-
inu frá Lancôme.
RAUÐAR
NEGLUR
Ég er að taka fyrirtækið í gegn, skipta
um nafn og markaðssetja það enn frekar
í Danmörku,“ segir Sigrún Baldursdóttir
fatahönnuður, en hún stofnaði árið
2006 fyrirtæki í kringum eigin hönnun á
fatnaði fyrir nýbakaðar mæður. Fyrir-
tækið hét áður Lykkjufall en heitir nú
Matrem.
„Orðið lykkjufall vafðist fyrir kaupend-
um erlendis og því ákvað ég að breyta
til. Matrem er beygingarmynd af latneska
orðinu Mater, sem þýðir móðir. Mér
fannst nafnið hljóma fallega og höfða vel
til vörunnar sem einblínir á nýbakaðar
mæður,“ segir Sigrún, en flíkurnar eru
sérhannaðar fyrir brjóstagjöf.
„Ég er einnig að gera fyrirtækið „grænt
og sjálfbært“ og nota íslenska ull í kápur
og peysur sem eru framleiddar á Íslandi.
Þá verða vörur frá mér framleiddar undir
Gots-merki, það þýðir að vörurnar eru
úr lífrænu efni og að vel sé hugsað um
vinnuaflið við framleiðsluna,“ útskýrir
Sigrún, en Gots-vörurnar verða einungis
seldar á heimasíðunni, www.matremde-
sign.com. Síðan er í smíðum en fljótlega
verður hægt að panta gegnum hana.
Verslunin Purl og persille selur
vörur Sigrúnar í Danmörku
og verslun in Mor og meg í
Noregi.
Sigrún segir flutningana
til Danmerkur leggjast vel í
sig og fjölskylduna, en þau
hafa komið sér vel fyrir í
Hvidovre, rétt fyrir utan
Kaupmannahöfn. Fyrir-
tækjareksturinn er þó
ekki það eina sem Sigrún
hefur prjónunum, því
hún skellti sér einnig í
meistaranám.
„Ég er í alþjóða-
viðskiptum og markaðs-
fræði í CBS, skiptinámi
frá Háskóla Íslands,
þannig að það er nóg
að gera.“
LYKKJUFALL VERÐ-
UR AÐ MATREM
ÍSLENSK HÖNNUN Sigrún Baldursdóttir fatahönnuður er flutt til Danmerkur
til að fylgja hönnun sinni á fatnaði fyrir nýbakaðar mæður eftir á erlendan
markað. Fyrirtæki Sigrúnar hét áður Lykkjufall en hefur fengið nýtt nafn.
ÍSLENSK ULL Káp-
urnar frá Matrem eru
framleiddar á Íslandi.
MYND/MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
SIGRÚN
BALDURSDÓTTIR
50% afsláttur
af völdum vörum
• Kjólar
• Skokkar
• Mussur
• Toppar
• Pils
• Allar peysur
á 5.000 kr.
Við erum á Facebook
LAGERHREINSUN
FRÁ SPÁNI OG ÍTALÍU
Náttföt, nærföt, sængurgjafir í úrvali
JÓLAFÖTIN STREYMA INN
stærðir 50 - 166 cm
Laugavegi 53 • s. 552 3737
Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17
VERTU VINUR Á FACEBOOK
NÝ SENDING
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Stærðir 40 – 58
Full búð af
flottum fötu
m
fyrir flottar
konur
NÁMSKEIÐ
Heklaðar jólabjöllur
17. október kl. 19-22
Skráning í síma 511-3388
Lepicol Plús örvar
meltinguna
Lepicol heldur
hægðunum í jafnvægi
Inniheldur Psyllium husk trefjar ásamt mjólkursýrugerlum.
Lepicol Plús inniheldur einnig meltingarenzym. Fæst í öllum
apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Lepicol
- fyrir meltinguna
með Smutty Smiff föstudagskvöld kl. 22
Glymskrattinn