Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 11. október 2012 23 Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleika- tímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhaggan- legum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grund- vallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangs- efni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhuga- málum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskipta- aðili Íslands, en þrír fjórðung- ar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávar útveg og málefni norður- slóða, sem gegna stöðugt mikil- vægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátt- takandi í rannsóknum sem fjár- magnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinema- áætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahags- legum, pólitískum eða náttúru- legum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sann- færa ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúru- legum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykil atriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að tak- ast á við þessar áskoranir í sam- einingu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslend- inga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur til- lit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóð- inni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012. Svo margt sameiginlegt Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurn- ingar sem lagðar verða fyrir þjóð- ina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnar- skrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort til- lögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Spurningin er í heild þannig: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frum- varpi að nýrri stjórnarskrá?“ Spurningin er nokkuð opin, væntanlega vísvitandi. Fyrir ligg- ur að þingnefnd sú sem fjallar um málið er að láta hóp lögfræðinga yfirfara tillögur stjórnlagaráðs. Ekki til að breyta þeim efnislega, heldur til að lagfæra hugsanlega fræðilega hnökra. Jafnframt verð- ur að ætla að þingnefndin muni bregðast við svörum þjóðarinnar við sundurgreindu spurningunum fimm. Komi ótvírætt í ljós að þjóð- in vilji hafa einhver af þeim atrið- um sem um er spurt á annan veg en stjórnlagaráð leggur til, hlýtur þingnefndin að breyta frumvarp- inu eins og það kom frá ráðinu til samræmis. Grundvallarspurningin er því hvort leggja skuli tillögur stjórn- lagaráðs fyrir þingið sem frum- varp að nýrri stjórnarskrá eftir lagatæknilegar lagfæringar og breytingar í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er ein- ungis ráðgefandi fyrir þá nefnd þingsins sem mun að lokum leggja frumvarpið fyrir þingið. Síðan tekur við umræða og afgreiðsla á þinginu sjálfu. Þingið gæti átt til að breyta frumvarpinu enn frekar – en vonandi aðeins til bóta! Þjóð- in er því ekki að taka afstöðu til endanlegrar gerðar stjórnarskrár á þessu stigi. Vonandi gefst henni tækifæri til þess á lokastigi. Þjóð- aratkvæðagreiðslan 20. október er engu að síður afar mikilvæg- ur áfangi að því marki að fá lýð- veldinu endurbætta og heilstæða stjórnarskrá. Rök fyrir JÁ við spurningunni Þjóðin hefur búið við bráðabirgða- stjórnarskrá allan lýðveldis- tímann. Nú er tækifæri til að setja okkur tryggan íslenskan sam- félagssáttmála. Það er allsendis óvíst hvort annað tækifæri gefst næstu áratugina. Í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs eru m.a. eftirfar- andi nýmæli: ■ Ákvæði um mannréttindi efld. ■ Náttúruvernd gert hærra undir höfði en áður. ■ Auðlindir skilgreindar sem þjóðareign og kveðið á um afnota- greiðslur. ■ Jafn atkvæðisréttur allra og persónukjör. ■ Staða Alþingis styrkt andspænis framkvæmdarvaldinu. ■ Ítarleg ný ákvæði um beint lýð- ræði. ■ Stjórnarskráin vernduð með skipun eftirlitsnefndar, Lögréttu. ■ Ákvæði um forseta Íslands gerð skýr og honum falið aðhaldshlut- verk. ■ Þingræðið treyst, m.a. með því að Alþingi kjósi forsætisráðherra. ■ Ákvæði til að tryggja óháð val á dómurum. ■ Sveitarfélögunum lyft á stall í sérstökum kafla. ■ Tryggt að ekki verði af inn- göngu í Evrópusambandið nema þjóðin ákveði það sjálf. ■ Þjóðin staðfesti framvegis stjórnarskrárbreytingar. Rök fyrir NEI við spurningunni Úrtöluraddir heyrast: ■ „Ekki núna heldur seinna“ segja sumir. Svo hefur verið talað í nær sjötíu ár. Tilraunir hafa verið gerðar til semja nýja stjórnar- skrá – en án árangurs. Einmitt nú gefst kjósendum kostur á að tjá hug sinn og stuðla að gagngerum umbótum á stjórnarskránni. ■ „Það er verið að bylta stjórnar- skránni“ er sagt. Þetta eru ýkjur. Það eru tiltölulega fá atriði sem breytast umtalsvert, en lykil- atriði að vísu. En einmitt um flest þeirra verður spurt í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. ■ „Gamla stjórnarskráin olli ekki kreppunni“ er líka sagt. Hún var e.t.v. ekki bein örsök en með því herta aðhaldi að valdinu sem lagt er til í stjórnarskrár frumvarpinu er það gert ólíklegra að þvílík ósköp af mannavöldum hendi okkur aftur. ■ Heyrist hefur að það hafi ekki verið „rétta“ fólkið sem sat í stjórnlagaráði. Hverjir völdust til verksins má ekki skipta máli heldur innihaldið í því sem lagt er til. Kjósendur dæmi af verkunum, ekki höfundunum. Aukin heldur kom fjöldi annarra en stjórnlaga- ráðsmanna að málinu, svo sem stjórnlaganefnd, sérfræðingar stjórnlagaráðs og fyrri stjórnar- skrárnefndir, en ekki síst þúsund- mannafundur þjóðarinnar haustið 2010. ■ „Frumvarp stjórnlagaráðs er gallað“ segja einstaka fræðing- ar, en nefna þó sjaldnast bita- stæð dæmi. Vitaskuld getur gott lengi batnað. Verið er að yfir- fara lögfræðina í frumvarpinu og þjóðin mun kveða upp úr um nokkur álitamál í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Síðan geta þingmenn, velviljaðir málinu, bætt um betur þegar frumvarpið hefur verið lagt fram. Fullyrða má að aldrei hafi jafn vel verið staðið að endur- bótum á stjórnarskránni og nú. Ályktun Valið stendur aðeins um tvennt: Stjórnarskrá sem byggð er á frumvarpi stjórnlagaráðs eða nú- gildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944. Vilji kjósendur koma í veg fyrir að málinu verði drepið á dreif og að stjórnarskrár- umbætur verði að engu eiga þeir að flykkjast á kjörstað og gjalda stjórnarskrárfrumvarpinu jáyrði sitt. Verði þátttaka 20. október góð og afstaða kjósenda af gerandi hlýtur þingið að taka mark á niður stöðunum og greiða götu nýrrar stjórnarskrár sem getur tekið gildi 17. júní 2013. Höfundur þessa pistils bendir á að nú gefst einstætt tæki- færi til að stuðla að bættum stjórnar háttum og mælir því eindregið með jáyrði við grundvallar spurningunni um stjórnarskrár frumvarpið. Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Ný stjórnarskrá Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Vilji kjósendur koma í veg fyrir að málinu verði drepið á dreif og að stjórnarskrár- umbættur verði að engu eiga þeir að flykkjast á kjörstað og gjalda stjórnarskrár- frumvarpinu jáyrði sitt. Evrópumál Stefan Füle stækkunarstjóri ESB Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Ís- lendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar NÝJUNG á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram- leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING LAUGARDAG KL. 11:00-15:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.