Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 78
11. október 2012 FIMMTUDAGUR58 Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamn- ingi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómar- ann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records, sem heyrir undir Sony-samsteyp- una. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukku- legur með samninginn og segir sög- una sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sanna. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Krist- ján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskól- anum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir það biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmanna- helgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undir búið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressað- ur vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á als oddi. Hann bað Krist- ján meðal annars um að spila Bítl- ana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morn- ing áður en útgáfustjórinn stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt: „I want to carry you on my shoulders for the world to see“. Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum, þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslands- meisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannar lega hliðhollar mér í þetta sinn.“ alfrun@frettabladid.is DRYKKURINN I want to carry you on my shoulders for the world to see. L.A. REID ÚTGÁFUSTJÓRI EPIC RECORDS „Ég reikna með því að hann fari á þessu ári,“ segir fasteignasal- inn Ísak V. Jóhannsson um Kaffi- vagninn á Granda, sem hefur verið til sölu í um tvo mánuði. Vinsældir Grandasvæðisins í vesturbæ Reykjavíkur hafa auk- ist mikið upp á síðkastið og hafa margar nýjar verslanir og fyrir- tæki risið þar. Miðað við það mætti ætla að hinn gamalgróni veitingastaður, sem hefur verið í eigu Stefáns Kristjánssonar og eiginkonu hans í næstum fjörutíu ár, væri eftirsóttur á fasteigna- markaðnum. „Það er einn og einn að spá en það er frekar erfitt að fá fjár- mögnun í dag, það er eina vanda- málið,“ segir Ísak, sem starfar hjá Þingholti/Stórholti. Margir hafa viljað leigja húsnæðið en Stefán er staðráðinn í að selja. „Þetta er bara vegna aldurs sem hann er að hætta. Það þurfa bara einhverjir ungir og ferskir að taka við.“ Sjálfur fór Ísak oft á Kaffi- vagninn með pabba sínum þegar hann var lítill. „Það eiga margir góðar minningar þaðan. Svo eru það líka allir sjómennirnir sem hafa verið þarna í morgunkaffi og mat.“ - fb Örlög Kaffivagnsins eru enn óráðin KAFFIVAGNINN Ísak V. Jóhannsson reiknar með því að Kaffivagninn seljist á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓN RAGNAR JÓNSSON: ÞETTA ER ALVEG GRILLAÐ Uppgötvaður af L.A. Reid og kominn á samning hjá Sony HEILLAÐI L.A. REID Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony með því að halda einkatónleika fyrir tónlistarmógúlinn L.A. Reid á skrifstofu hans í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records, en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. Með plötusamningnum er Jón Ragnar kominn í góðan hóp með góðu fólki, en L.A. Reid á þátt í frægð og frama Rihönnu, Justins Bieber, Ushers, Avril Lavigne, Mariuh Carey, Kanye West, Pink, Toni Braxton, TLC, OutKast og Dido. L.A. Reid hefur unnið til þriggja Grammy-verðlauna. Undanfarið hefur hann vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sína í raun- veruleikaþáttunum X Factor en í ár situr hann í dómarasætinu ásamt Simon Cowell, Britney Spears og Demi Lovato. Sigur- launin í X Factor-keppninni eru plötusamningur hjá Epic Records-útgáfunni, en Jón Ragnar er einmitt mikill aðdáandi raunveruleika- þáttanna og auðvitað tón- listarmógúlsins. UPPGÖTVAÐI RIHÖNNU OG JUSTIN BIEBER L.A. REID RIHANNA JUSTIN BIEBER „Vestfirska bergvatnið er uppáhaldsdrykkurinn minn.“ Ársæll Níelsson, leikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.