Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 2
11. október 2012 FIMMTUDAGUR2
DÓMSTÓLAR Þrítugur Reykvíkingur
hefur verið dæmdur í níu mánaða
fangelsi fyrir brot gegn blygðunar-
semi, brot gegn barnaverndar-
lögum og vörslu á barnaklámi.
Maðurinn braut gegn stúlku í
umdæmi lögreglunnar á Selfossi.
Sex mánuðir dómsins, sem var
kveðinn upp í Héraðsdómi Suður-
lands á þriðjudag, eru skilorðs-
bundnir.
Maðurinn var árið 2010 í net-
samskiptum við 10 ára gamla
stúlku og klæmdist við hana og
vinkonur hennar á spjallrás á net-
inu. Hann er jafnframt ákærð-
ur fyrir að hafa fengið þær til að
bera sig fyrir framan vefmyndavél
og reynt að fá þær til að sýna kyn-
færi sín. Hann þóttist vera 18 til 19
ára gamall, en var á þessum tíma
í raun 27 ára.
Ættingjar stúlknanna komust á
snoðir um samskipti hans við þær.
Í framhaldinu og að undirlagi lög-
reglu á Selfossi átti móðir einnar
þeirra í samskiptum við hann í
nafni dóttur sinnar. Þau samskipti
leiddu til þess að hann mætti til að
áreita stúlkuna, sem þá var orðin
ellefu ára, og vinkonu hennar og
„hafa við þær kynferðismök í sam-
ræmi við ráðagerð hans þar um í
samskiptum sínum við barnið,“ að
því er segir í ákæru.
Dómurinn sýknaði manninn hins
vegar af þessum ákærulið. Talið
var að ákæruvaldinu hefði ekki
tekist að sýna fram á að maður inn
hefði tekist förin að hitta telpurn-
ar á hendur án þess að fá til þess
hvatningu og frumkvæði, bæði
frá móður stúlkunnar og áður
frá rannsóknarlögreglumanni
sem annaðist rannsókn málsins.
„Verður þannig að telja […] að
Talinn hafa verið
ginntur af lögreglu
Notkun tálbeitu varð til þess að maður sem braut gegn barnungum stúlkum
náðist. Hann var á þriðjudag dæmdur í níu mánaða fangelsi. Hluti dómsins er
skilorðsbundinn. Sýknað var vegna ákæruliðar þar sem tálbeitu var beitt.
Í niðurstöðum matsgerðar sálfræðings sem fenginn var til að meta hvatir,
heilbrigðisástand og hugarfar ákærða kemur fram að hann hafi kynferðis-
lega hneigð til stúlkubarna. „Kemur fram að ákærði segist iðrast og vilji
aðstoð við að losna við hugsanir sínar. Metur matsmaður það trúlegt að
ákærði sjái eftir hegðun sinni, en jafnframt að honum finnist hugsanirnar
óþægilegar og þær valdi honum hugarangri. Ákærði hafi allan tímann verið
þess meðvitaður að athafnir hans
væru ólöglegar og siðferðilega
rangar. Réttlæting á hátt-
seminni sé ekki áberandi,“ segir í
dómnum. „Vegna mats á áhættu
á endurteknum kynferðisbrotum
kemur fram að matsmaður telji
áhættu vegna endurtekningar
brota hjá ákærða vera miðlungs
til háa. Ýmislegt teljist honum hins
vegar til tekna, hann hafi hvorki
alvarlega geðröskun né persónu-
leikaröskun, hann eigi góða vini og
fjölskyldu sem styðji við hann. Telur
matsmaður nauðsynlegt að eftirlit
verði með ákærða, hver svo sem
niðurstaða dómsmálsins verði.
Líklegt sé að refsing muni
skila árangri.“
Líklegt talið að refsing skili árangri
ákærði hafi verið ginntur til þess
að koma austur […] í þeim tilgangi
að fremja þar refsiverðan verknað
sem hann annars hefði ekki reynt
að fremja,“ segir í dómnum.
Þegar maðurinn kom á staðinn
beið hans þar hins vegar lögreglu-
maður sem gat borið kennsl á bíl
sem maðurinn var á. Hann var
síðan kallaður til yfirheyrslu.
Maðurinn neitar sök í flestum
ákæruliðum en játar þó á sig vörslu
barnakláms í fartölvu. Er honum
refsað fyrir 698 ljós myndir auk
hreyfimynda, sem alls taka rúmar
fimm klukkustundir í afspilun.
Maðurinn hefur ekki gerst sekur
um refsiverðan verknað áður, og
frá refsingu hans dregst þriggja
daga gæsluvarðhald sumarið 2010.
Stúlkunni sem maðurinn braut
gegn þarf hann að greiða 200 þús-
und krónur í miskabætur.
olikr@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Keppt verður í svokölluð
hundadragi í Krýsuvík á laugar-
daginn. Keppnin felst í því að
hundar draga manneskju á reið-
hjóli, samkvæmt lýsingu for-
manns Reykjavíkurdeildar Drag-
hundasports Iceland í erindi til
bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.
Skipulags- og byggingar-
fulltrúi Hafnarfjarðar segist
taka jákvætt í að veita leyfi fyrir
hundadraginu þar sem lögregla
og Krýsuvíkursamtökin hafi
verið upplýst um viðburðinn.
- gar
Nýjung á Krýsuvíkursvæðinu:
Hundar keppa í
reiðhjóladrætti
BORGARMÁL Fjórar götur í
Reykjavík hafa fengið ný heiti
og í gærmorgun var Bríetartún
merkt, en svo heitir nú austur-
hluti Skúlagötu frá Snorra-
braut að Höfðatúni. Höfðatún
heitir framvegis Katrínartún.
Skúla tún hefur fengið heit-
ið Þórunnar tún og Sætún ber
nafnið Guðrúnartún.
Skilti með eldri götuheitum
verða áfram til 2014 þannig að
vegfarendur hafa rúman tíma til
að venjast nýjum nöfnum.
Göturnar er nefndar eftir
fyrstu konunum sem tóku sæti í
borgarstjórn Reykjavíkur árið
1908. - shá
Fjórar götur nefndar upp á nýtt:
Götunöfn fyrir
heiðurskonur
BREYTINGAR Fjórar götur verða nefndar
eftir merkiskonum í sögu Reykjavíkur.
MYND/REYKJAVÍKURBORG
EFNAHAGSMÁL Hörð gagnrýni á
vinnubrögð stjórnarflokkanna
kom fram á fundi miðstjórnar
Alþýðusambands Íslands í gær.
Var þar sérstaklega vísað í
ummæli Álfheiðar Ingadóttur,
þingmanns VG, á Alþingi í fyrra-
dag um framkvæmdir í Bjarnar-
flagi.
„Þar kom fram að þegjandi
samkomulag ríkti um að ríkis-
fyrirtæki héldu að sér höndum í
virkjanamálum meðan ramma-
áætlun hefði ekki verið afgreidd
á Alþingi,“ segir í tilkynningu
frá ASÍ. Enn fremur segir að það
sé ólíðandi að ríkisstjórn krefjist
þess af æðstu embættismönnum
og forstöðumönnum stofnana að
þeir starfi ekki samkvæmt gild-
andi lögum. Það þýði í raun verk-
stopp og að meiriháttar fjárfest-
ingar hafi verið settar á ís. Slíkt
sé ábyrgðarleysi í ljósi þess mikla
atvinnuleysis sem hér ríki. - th
ASÍ gagnrýnir ríkisstjórnina:
Ólíðandi verk-
stopp á tímum
atvinnuleysis
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi í gær þrjá Pólverja
til þriggja ára fangelsisvistar fyrir
að flytja hingað samtals tæp níu
kíló af amfetamíni í vor.
Mennirnir þrír, Cyprian Eugen-
iusz Karolewski, Grzegorz Szacil-
owski og Jaroslaw Lubomirow
Kalecew, eru allir frá sama smá-
bænum í Póllandi. Þeir komu til
Íslands í apríl, hver með tæp þrjú
kíló af amfetamíni falin í sjampó-
brúsum í farangri sínum. Þeir
voru handteknir í kjölfarið.
Mennirnir játuðu sök að hluta
en neituðu því að hafa vitað hvað
væri í töskunum og neituðu því
enn fremur að hafa staðið saman
að smyglinu.
Um síðarnefnda atriðið var
helst deilt fyrir dómi. Saksóknar-
inn reyndi að færa rök fyrir því
að mennirnir hlytu að tengjast og
hafa unnið saman í málinu.
Dómurinn telur þetta hins vegar
ekki á nokkurn hátt sannað og sak-
fellir þá því bara hvern og einn
fyrir innflutning á tæpum þrem-
ur kílóum.
Mennirnir eru allir dæmdir
til að greiða tvo þriðju af einnar
milljónar málsvarnarlaunum verj-
enda sinna sjálfir, en þriðjungur –
samtals ein milljón – lendir á ríkis-
sjóði. - sh
Þrír Pólverjar í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla níu kílóum af amfetamíni:
Ekki sekir um sameiginlegt smygl
MIÐUR SÍN Mennirnir sögðust allir fyrir
dómi sjá mjög eftir ferðinni til Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
PAKISTAN, AP Skotárás talibana á skólastúlkur í Swat-
dalnum í Pakistan hefur vakið hörð viðbrögð. Efnt
hefur verið til mótmælafunda og mörgum skólum
var lokað í mótmælaskyni í gær.
Þá hefur æðsti herforingi landsins, Ashfaq Parvez
Kayani, sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem
hann fordæmir árásina. Sjaldgæft er að her lands-
ins sendi frá sér yfirlýsingar af þessu tagi.
„Með því að ráðast á Malala sýna hryðjuverka-
mennirnir að þeir hafa ekki áttað sig á því að hún er
ekki aðeins einstaklingur, heldur tákn um hugrekki
og von sem sýnir fram á gildi þeirra miklu fórna
sem íbúar í Swat-dalnum og víðar í ríkinu hafa fært
með því að losa dalinn úr höndum hryðjuverka-
manna,“ sagði Kayani herforingi.
Árásin var gerð á skólabíl fyrir utan skóla í
bænum Mingora á þriðjudag. Talibani réðst inn í
bílinn og skaut á tvær stúlkur.
Önnur þeirra er Malala Yousoufzai, fjórtán ára
stúlka sem þekkt er fyrir ótrauða baráttu sína fyrir
skólagöngu stúlkna og gegn kúgun talibana.
Læknar sögðu vel hafa tekist til við að fjarlægja
byssukúlu úr hálsi hennar, en stúlkurnar eru báðar
á sjúkrahúsi og báðum er hugað líf. - gb
SPURNING DAGSINS
Dala Feta fyrir þá
sem gera kröfur
ms.is
Logi, eru komnir einhverjir
stjörnustælar í þig?
„Nei, en maður er kannski með
stjörnublik í augum.“
Logi Ólafsson var í vikunni ráðinn þjálfari
Stjörnunnar í Garðabæ.
Æðsti herforingi Pakistans fordæmir skotárás talibana á skólastúlkur:
Árásin vekur hörð viðbrögð
MÓTMÆLI Í ISLAMABAD Talibönum voru ekki vandaðar
kveðjurnar víða í Pakistan í gær. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Sextán ára stúlku
var nauðgað á Selfossi aðfara-
nótt sunnudags. Lögreglan hand-
tók 36 ára mann í Reykjavík á
þriðjudag og yfirheyrði, en hann
var látinn laus um kvöldið eftir
húsleit á heimili hans.
Stúlkan kom út af dansleik á
skemmtistaðnum Hvíta húsinu
undir lok hans. Maður kom að
henni og leiddi hana aftur fyrir
húsið þar sem hann nauðgaði
henni. Lögreglan biður alla þá
sem hugsanlega hafa orðið vitni
að aðdraganda málsins að hafa
samband í síma 480-1010. - kóp
Nauðgun á Selfossi:
16 ára stúlku
var nauðgað
LÖGREGLA Tveir karlar og ein kona,
sem voru handtekin og úrskurðuð
í gæsluvarðhald í tengslum við
aðgerðir lögreglu gegn vélhjóla-
genginu Outlaws í síðustu viku,
eru laus úr haldi samkvæmt til-
kynningu frá lögreglunni. Þar
segir einnig að rannsókn málsins
haldi þó áfram og miði ágætlega.
Þremenningarnir voru hand-
teknir vegna gruns um að þeir
hefðu skipulagt árásir á heimili
lögregluþjóna, en húsleitir fóru
fram í síðustu viku og voru þær
einhverjar umfangsmestu aðgerð-
ir lögreglunnar hér á landi. Fólkið
er grunað um að hafa lagt á ráðin
um að fara inn á heimili lögreglu-
manna og beita þá, sem og fjöl-
skyldur þeirra, ofbeldi.
Aðgerðir vegna Outlaws:
Allir eru nú
lausir úr haldi