Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 30
30 11. október 2012 FIMMTUDAGUR Nokkrir félagar úr Aðgerða-hópi háttvirtra öryrkja hafa að undan förnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brenni- depli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatl- aðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel ein- hverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veik- inda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um mál- efni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgrein- ingin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sér- stakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroska- hömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleið- ing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skil- greiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skil greininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skil- greiningu á hreinu, því lög um mál- efni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lög- bundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort lög gjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbund- in þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjón- ustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vanda- mál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra rétt- inda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokk- ur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverj- ir eiga rétt á aðstoð réttindagæslu- manns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestir öryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveru- leikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfalla- streituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilis- haldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vanda- mál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um rétt- indi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsinga miðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfé- laga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræði legu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mik- ilvægt að þeir sem fá 75% örorku- mat fái frá upphafi skýrar og grein- argóðar upp lýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttar kjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal. Eru allir öryrkjar fatlaðir? Eitt af því sem kjósendum er ætlað að kveða upp úr með í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi um ný stjórnar- skrárdrög er hvort heimila eigi persónukjör. Það segir mikið um hugmyndalegt alræði stjórn- málaflokkanna áratugum saman á þessu sviði að ástæða þykir til að leyfa sérstaklega persónukjör. Það verður að teljast ágalli á fyrir- komulagi fulltrúalýðræðis að kjós- endum sé ekki heimilt að velja í frjálsu vali þá fulltrúa sem þeir treysta best. Fyrst þurfi að efna til flokkadrátta áður en kjósendum er treyst til að rækja hlutverk sitt. Stjórnarskrármálið og téð atkvæðagreiðsla eru til komin af þeim almenna áhuga fyrir bættu samfélagi sem kviknaði upp úr hruninu. Enn örlar á þessum áhuga, um það vitna þau mörgu nýju samtök sem ætla sér að efna til framboðs fyrir alþingiskosning- arnar næstkomandi vor. En þessi nýju öfl standa frammi fyrir vanda. Sá felst ekki í því að ný stjórnmálaöfl eigi ekki erindi, heldur í því að stjórnmálastéttin sem fyrir er hefur úthlutað sjálfri sér gríðarlegri forgjöf í baráttunni um stuðning og atkvæði kjósenda. Um er að ræða kerfislæga mis- munun á formi styrkja af opinberu fé sem veitast eingöngu þeim sem fyrir eru og 5% þröskuldar fyrir því að framboð fái fulltrúa á þing. Undir þessum kringumstæðum er borðleggjandi að fari nýju fram- boðin fram hvert fyrir sig þá tæta þau fylgi hvert af öðru, ná fæst tilskildu lágmarki og enda með að spila öllu upp í hendurnar á fjór- flokknum sem fyrir er. Slík niður- staða yrði vond og það alversta að hún væri sjálfskaparvíti. Því þessi nýju öfl eiga tromp á hendi sem getur nýst til fulls meðan enn er heill vetur til undir- búnings næstu alþingiskosninga. Ég á auðvitað við sameiginlegt framboð allra hinna nýju afla og ekki bara það heldur yrði afar hentugt að beita þar persónukjöri innan þess ramma sem nú gildandi kosningalög leyfa. Lögin þau eru hins vegar sniðin að flokka- framboðum og þar hefur persónu- kjör lítið vægi. Þó er í lögunum (82. grein) gert ráð fyrir að kjós- endur geti raðað og strikað fram- bjóðendur út á þeim lista sem þeir kjósa. Þetta gera einhverjir kjós- endur að jafnaði en sjaldnast í þeim mæli að það hafi skipt veru- legu máli. Aldrei hefur það gerst mér vitanlega að framboð hafi komið fram með yfirlýstan órað- aðan lista og hvatt kjósendur sína til að raða á listann í kjörklefanum með útstrikunum og/eða umröðun. Undirritaður hefur lengi verið áhugasamur um persónukjör og litið svo á að það geti verið lykill- inn að bættri stjórnmálamenningu hér á landi. Hjarðhegðun í kringum flokksforystur er að mínum dómi vont atferli, til þess fallið að leiða menn og málefni í ógöngur. Munum hrunið og aðdraganda þess. Stefnuskrár eru ekki aðal atriðið – stjórnmálastéttin hefur þróað hæfni til að fara á svig við allt slíkt – heldur trúverðugleiki þess fólks sem velst inn á fulltrúa samkomur í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil sem kjósandi geta valið það fólk sem ég treysti, því flokkum treysti ég ekki. Hér er einnig hollt að hafa í huga samanburð á vinnu brögðum, annars vegar Alþingis, sem kjör- ið er á grunni flokka, og hins vegar Stjórnlagaráðs, sem kosið var persónukjöri. Alþingi nýtur hvorki mikils trausts né virðingar landsmanna enda virðast flokka- drættir, óvinavæðing og málþóf helst einkenna þar starfshætti. Stjórnlagaráðið virtist starfa á öllu heilnæmari hátt, í átt að sameigin- legri niðurstöðu sem nú kemur til umfjöllunar hjá kjósendum. Nýju öflin sem horfa til alþingis- kosninga vorið 2013, hvaða nafni sem þau nefnast, Samstaða, Dögun, Björt framtíð, Hægri grænir, Húmanistar og hugsanlega fleiri, þurfa að steypa sér saman á einn framboðsvettvang. Annars eiga þau enga raunhæfa möguleika og það sem er öllu alvarlegra, þá er lítil von fyrir okkur, hina fjöl- mörgu kjósendur sem vilja sjá raunverulegar breytingar. Til að nýta möguleika sína til fulls þurfa þau svo að bjóða fram óraðaða lista sem kjósendur hafa verið hvattir eindregið til að raða og stroka út samkvæmt eigin dómgreind og sannfæringu. Þetta er einfalt og á færi allra kjósenda. Að sjálfsögðu halda viðkom- andi samtök áfram að starfa og gera grein fyrir sér, stefnu málum sínum og sínu fólki. Sameigin- legt framboð þarf ekki að hafa neina samræmda stefnu, fram- bjóðendurnir bera uppi stefnumál sín og sinna stjórnmálasamtaka. Tilgangur slíks framboðs er að koma á framfæri fram bjóðendum og veita þeim raunhæfa mögu- leika við aðstæður sem gömlu flokkarnir hafa mótað í sína þágu. En til að þetta virki þarf að nýta veturinn vel og ekki er eftir neinu að bíða. Tækifæri til persónukjörs 2013 Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álfta- ness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfs- nefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitar- stjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitar- félaganna tveggja. Nefndin sam- þykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitar- félaganna kemur mun Garða- bær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garða- bæ. Þetta þýðir að skuldir í sam- einuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samn- ingaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skatt- lagningu og þjónustu í sam- einuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykil- tölur sem taka mið af sam- einingu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hag- ræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álft- nesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niður- greiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvars- prósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljón- ir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvars- tekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitar stjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000- 49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveit- arstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á full- trúum í sveitarstjórn sam- einaðs sveitar félags fyrr en við sveitarstjórnar kosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi full- trúa í sveitarstjórn við kosn- ingar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrar- hagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræð- is í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfull- trúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heild- stæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjör- stað til að tjá hug ykkar til sam- einingar. Sameining Garðabæjar og Álftaness Samfélagsmál Helga Björk Grétudóttir f.h. Aðgerðahóps háttvirtra öryrkja Ef fyllsta jafn- réttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólks eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns... Stjórnmál Björn Guðbrandur Jónsson framkvæmdastjóri Sveitarstjórnar- mál María Grétarsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ xpect W hen You pör, og segir fr á því h vernig s utverkið blasir v ið þeim . Það sk iptir eng u hv ar meðg önguráð , eða ljó smynda ri sem e r reiðub úin að f e leiða ba rn - ekk ert þeirr a er rei ðubúið fyrir þa ð sem e r framun dan. D DVD VERÐ AÐEINS KR Kræsingar & kostakjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.