Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 18
11. október 2012 FIMMTUDAGUR18 F áar kröfur hljóm- uðu eins hátt og víða í kjölfar bankahruns- ins og krafan um að við þyrftum að vita allt um það hvað hefði farið úrskeiðis. Við vildum undanbragða laust uppgjör, sann- leikann upp á borð án allra refja, og gagnsæi átti að verða helsta ein- kunnarorð „nýja Íslands“. Þessi krafa var ekki aðeins áber- andi meðal almennings heldur einnig í stjórnmálunum og því beið Alþingi ekki boðanna: Í desember 2008 var skipuð rannsóknarnefnd um bankahrunið. Nefndinni voru veittar fordæmalausar heimildir, ekki bara á íslenska vísu heldur nánast hvert sem litið var. Hún hafði aðgang að öllum upp- lýsingum innan úr föllnu bönk- unum og heimild til að nýta þær á hverja þá lund sem hún taldi henta, jafnvel þótt á þeim hvíldi hin almenna þagnarskylda og banka- leynd. Öllum var gert að hlýða kalli nefndarinnar um að mæta til skýrslutöku og refsing lögð við því að segja henni ósatt eða villa um fyrir henni. Fáheyrð eftirvænting Fyrir nefndinni fór hæstaréttar- dómarinn Páll Hreinsson, og með honum sátu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Sigríð- ur Benediktsdóttir, hagfræðing- ur við Yale-háskóla. Miklar vonir voru bundnar við starf þremenn- inganna. Nefndin átti upphaflega að skila skýrslu sinni 1. nóvember 2009, en skilin frestuðust í þrígang og það var ekki laust við að óþreyju væri farið að gæta hjá þjóðinni allri þegar skýrslan var loksins kynnt við hátíðlega athöfn í Þjóð- menningarhúsinu 12. apríl 2010. Fréttaumfjöllun dagana á undan bar óþreyjunni glögg merki. Væntan leg útgáfa skýrslunnar var aðalfréttaefnið. Sagt var frá blaðsíðufjölda hennar, þykkt og þyngd og prentkostnaði í löngu máli. Til að tryggja að ekkert læki út um efnið voru skýrslu stæðurnar geymdar á miðju prentsmiðju- gólfinu í Odda undir vökulum augum öryggisvarða helgina fyrir opinberun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti vinnuveit- endur til að gefa starfsfólki sínu ráðrúm til að horfa á blaðamanna- fund nefndarinnar og kynna sér efni skýrslunnar. Ísland allt í spennufalli Skýrslan reyndist löng. Prent- aða útgáfan var 2.382 blaðsíður í níu bindum með viðaukum. Það sem meira var: Hún stóð að mestu undir væntingum almennings, sem margir töldu að gætu aldrei orðið neitt annað en óraunhæfar. Í skýrslunni afhjúpaðist hvílík blaðra íslensku bankarnir voru orðnir löngu fyrir hrun, getu- leysi stjórnkerfisins til að eiga við ástandið, svimandi krosseigna- tengslasúpa, röð rangra pólitískra ákvarðana, oflifnaður þotuliðsins og daður stjórnmálanna við hann, einkennilegir viðskiptahættir og lögbrot sem vísað var til frekari rannsókna. Mikilvægast var líklega að engum leið eins og nokkuð hefði verið dregið undan. Og það var kannski táknrænt fyrir spennu- fall alls samfélagsins að tveimur dögum eftir útgáfuna losnaði um slíka spennu í íslensku jarðskorp- unni að eldgos hófst í Eyjafjalla- jökli. Ekki allir jafnánægðir Skýrslan var svo vinsæl að hún fór á topp metsölulista og var leik- lesin – í heild sinni – í Borgar- leikhúsinu. Það tók tímann sinn. Ekki voru samt allir jafnánægðir. Gagnrýnisraddir tóku að heyrast strax á fyrsta degi og heyrast enn. Skýrsluhöfundar voru sakaðir um ónákvæm vinnubrögð, rangfærslur, mistúlkanir og að ganga sums stað- ar of langt í að draga upp háðulega mynd af viðmælendum sínum. Raunar eiga flestir gagnrýnend- urnir það sammerkt að hafa verið skotspænir í skýrslunni og feng- ið þar umtalsverða ofanígjöf. Þar nægir að nefna Ólaf Ragnar Gríms- son, Geir H. Haarde, Björgólf Thor Björgólfsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Jón Ásgeir Jóhann- esson, Lýð Guðmundsson, Sigurð Einars son og Jónas Fr. Jónsson. Umbætur um allt Strax eftir að skýrslan var gerð opinber voru settar á laggirnar nefndir um allar koppagrundir sem áttu að vinna að umbótum og endurskipulagningu með ábend- ingar skýrsluhöfunda að leiðar- ljósi. Þetta átti við um einka- geirann, stjórnmálaflokkana, lífeyrissjóði, Alþingi og stjórnar- ráðið, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þingmannanefnd, undir forystu Atla Gíslasonar, lagði til að ráð- herrar yrðu dregnir fyrir lands- dóm, eins og nánar verður fjallað um síðar í þessum greinaflokki, en birti jafnframt fjölda tillagna að umbótum sem síðan hefur verið unnið eftir, bæði á Alþingi og í stjórnarráðinu. Í úttekt Fréttablaðsins í mars síðastliðn- um kom fram að málin væru mis- langt komin, sumar breytingarn- ar væru þegar lögfestar, aðrar í frumvarpsformi og unnið væri að frumvörpum um enn aðrar. Hinar rannsóknirnar dragast Fljótlega eftir hrunið tóku lífeyris- sjóðirnir Alþingi sér til fyrir- myndar og settu á fót sína eigin óháðu rannsóknarnefnd um starfs- hætti sína. Hún skilaði skýrslu sinni í febrúar síðastliðnum og helsta niðurstaðan var sú að fjár- festingar sjóðanna fyrir hrun hefðu verið óvarlegar og valdið sjóðfélögum tjóni. En rannsóknunum linnti ekki þar. Í fyrra skipaði Alþingi tvær þriggja manna rannsóknar nefndir til viðbótar. Önnur þeirra fékk það hlutverk að fara í saumana á starf- semi og innviðum sparisjóðanna í aðdraganda falls þeirra, á sama hátt og nefndin um stóru bankana þrjá gerði, og hin átti að vinna alls- herjarúttekt á starfsemi Íbúðal- ánasjóðs. Báðar nefndirnar eiga, sam- kvæmt ákvörðunum þingsins í fyrra, að vera löngu búnar að skila af sér. Íbúðalánasjóðsnefnd- in átti að skila skýrslu sinni í byrj- un mars en sú um sparisjóðina 1. júní. Ekkert bólar hins vegar á þeim enn og báðar nefndirnar hafa fengið svo til ótímabundna fresti vegna þess hve mikið stærri í snið- um rannsóknirnar hafa reynst en við var búist. Til stendur að reyna að skila báðum skýrslunum fyrir áramót. Fyrir því er engin vissa. Það er hins vegar varla til að bæta úr skák að formaður spari- sjóðanefndarinnar, Sigríður Ingvars dóttir, sagði nýverið af sér í kjölfar deilna um niðurstöð- urnar við ólöglærða samnefndar- menn sína. Nýr formaður hefur verið skipaður í hennar stað. Enn fleiri á leiðinni? Fjórum árum eftir hrunið sér enn ekki fyrir endann á rannsóknum tengdum því. Nú hefur verið lögð fram, í þriðja sinn, tillaga um rannsókn á einkavæðingu bank- anna upp úr aldamótum. Sjálf- stæðismenn hafa upp til hópa ekki verið áhugasamir um að sú tillaga nái fram að ganga. Fram- sóknarmenn hafa á hinn bóginn talið jafnbrýnt að rannsaka hina svokölluðu „nýju einkavæðingu“ bankanna eftir hrun og starfsemi skilanefnda og slitastjórna. Verði þessar nefndir skipaðar er eins víst að niðurstöðurnar liggi ekki fyrir fyrr en undir miðjan áratug. ALLIR AÐ HORFA Þjóðin settist við sjónvarpið klukkan 10.30 11. apríl 2010 og horfði á eins og hálfs tíma blaðamannafund Páls Hreinssonar og félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sannleikurinn settur í nefnd Þjóðin beið spenntari eftir rannsóknarskýrslu Alþingis en barn eftir jólunum. Hún olli fáum vonbrigðum öðrum en þeim sem þar fengu útreið og síðan hafa stjórnmálamenn verið hrifnir af af rannsóknarnefndum, skipað tvær í viðbót og íhuga enn fleiri. Stígur Helgason stigur@frettabladid.is FJÖGUR ÁR FRÁ EFNAHAGSHRUNI – ÞRIÐJA GREIN rannsóknarnefndir hafa verið settir á laggirnar af Alþingi. fulltrúar skipa hverja nefnd. ...svar þurfti rannsóknar- nefnd Alþingis að fresta útgáfu skýrslu sinnar. 454 2.382 0 milljónir kostaði skýrslugerðin íslenska ríkið. Mestur peningurinn fór í starfsmenn nefndar- innar en prentkostnaðurinn var líka ærinn og hljóp á mörgum tugum milljóna. blaðsíður voru í prentaðri útgáfu skýrslunnar. Þá voru þúsund blaðsíður af ítarefni til við- bótar sem birtust eingöngu á vefnum. manns gengust við ábyrgð á því hvernig fór. „Það gekkst enginn þeirra við ábyrgð,“ sagði Páll Hreinsson um þá 147 sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni. Ekki nóg að setja á laggirnar rannsóknir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem hefur með höndum skipun rannsóknarnefndanna, segir að þingið hafi brugðist við þeim kröfum sem settar voru fram um úrbætur í skýrslu þingmannanefndarinnar, sem fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis. „Við hér í þinginu höfum reynt að verða við flestöllum þeim atriðum sem bent var á í skýrslunni að mættu betur fara. Þingsköpum hefur til dæmis aldrei verið breytt eins mikið og frá hruni,“ segir Ásta Ragnheiður. Hún nefnir starf vinnuhóps um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu, sem var settur á laggirnar sumarið 2008 – fyrir bankahrun. Í hópnum sátu Bryndís Hlöðversdóttir, Andri Árnason og Ragnhildur Helgadóttir. Hann skilaði niðurstöðum sínum í september 2009 og lagði til fjölda breytinga. „Rannsóknarnefnd Alþingis tók svo undir þau atriði og við höfum komið þeim flestum í framkvæmd,“ segir Ásta. Meðal breytinganna sem gerðar hafa verið nefnir Ásta lög um rannsóknar nefndir og stofnun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Hennar tilvist er farin að skila sér verulega,“ segir hún. Þá tiltekur hún breytta nefndarskipan til að hún endurspegli ekki skipulag stjórnarráðsins heldur vinnuálag þingsins, sem var hugsað til að skerpa á þrískiptingu ríkis- valdsins. Þá hafi verið bætt í þingsköpin ákvæðum um opna nefndarfundi, beinar útsendingar af þeim og sérstaka fundi með fjölmiðlum. „Ný lög um umboðsmann Alþingis og Ríkisendurskoðun eru í undirbúningi, en lög um ráðherraábyrgð og landsdóm hafa af eðlilegum ástæðum beðið. Ég á von á að nú getum við hafið þá endurskoðun.“ Síðan hafa verið skipaðar tvær rannsóknarnefndir á grundvelli nýju laganna og rætt hefur verið um að skipa fleiri. Við setningu Alþingis í september vék Ásta að þessu og sagði mikilvægt að menn spyrðu sig hvort starf slíkra nefnda stæði undir væntingum og skilaði raunverulegum árangri fyrir samfélagið. Þær væru kostnaðarsamar og ekki bót allra meina. „Ég legg ríka áherslu á, að það er ekki nóg að setja bara á laggirnar rannsóknir – það verður líka að fylgja þeim eftir,“ segir Ásta um þetta. Nefndirnar tvær, um sparisjóðakerfið og Íbúðalánasjóð, áttu báðar að skila af sér fyrir mörgum mánuðum en þær eru enn að störfum og ekki er ljóst hve langt er í að þær skili. „Ég tel reyndar að þeim hafi verið markaður of skammur tími,“ segir Ásta. „En hef áhyggjur af því að þeim miði ekki betur, meðal annars vegna þess að þetta er kostnaðarsamt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.