Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 11. október 2012 25 Fyrir rúmu ári skoraði ég opin-berlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samn- ingi þess við hið opinbera um bygg- ingu náttúrugripasafns vegna van- efnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn. Fyrir fáum árum var Náttúru- fræðistofnun flutt til umhverfis- ráðuneytis og stofnað Náttúru- minjasafn Íslands undir forræði menntamálaráðuneytis. Til mála- mynda var safninu holað niður við Túngötu og síðar í Loftskeyta- stöðinni gömlu við Suðurgötu. Nýverið var svo tilkynnt, að unnið væri að því að pakka öllu niður eina ferðina enn og setja í geymslur. Forstjóri safnsins er farinn frá, en þjóðminjaverði ætlað að standa yfir moldum þess, þó að hann hafi enga þekkingu á söfnun og varðveizlu náttúrugripa. Það kemur alls ekki á óvart, að þýzk stofnun, Senckenberg Gesellschaft für Naturforschung, sem reiddi af hendi hundruð sýna af sjávarlífverum (sjá Fréttab. 29.9.12), hefur nú krafizt þess að fá þau í hendur aftur, því að þar á bæ hafa menn augljóslega engan áhuga á því, að þau séu læst niðri í kist- um um ókomin ár. Söfnun á þessum sýnum kostaði milljónir króna. Þegar Náttúruminjasafn var stofnað 2007 og sýningarskyldu létt af Náttúrufræðistofnun voru gerð mikil mistök við lagasetningu. Hvorugri stofnuninni voru sett nægilega skýr verkefni og margt hangir í lausu lofti. Eðlilegast hefði verið, að Náttúruminjasafn fengi að dafna á eigin forsendum, en óskýr ákvæði laga um afhend- ingu muna úr gamla safni Náttúru- fræðifélagsins eru ósvinna og hafa hamlað starfsemi. Þá vakti það ekki síður furðu síðsumars 2010, að umhverfis ráðherra hafði afskipti af hvalreka norður á Skaga og lét það mál í hendur Náttúrufræðistofnun í bága við meginhugsun safnalaga. Náttúruminjasöfn um allan heim hafa rannsóknir í flokkunarfræði að megin viðfangsefni, enda fær ekkert safn þrifizt án raunveru- legra rannsókna. Það átti því að flytja allar flokkunar rannsóknir á dýrum, sveppum og plöntum yfir til Náttúruminjasafns. Ætli það sé ekki nærri lagi, að þeir séu aðeins þrír sem sinna slíkum störf- um nú á Náttúrufræði stofnun, það er í fléttufræði, sveppafræði og skordýrum. Athuganir á mosum hafa legið niðri í nærri ára- tug, en háplöntum og þörungum hefur aldrei verið sinnt að gagni. Fulltrúi stofnunarinnar í norrænu flóru verkefni, Flora Nordica, er á níræðis aldri, og sýnir það bezt að ekki er hugsað til mikilla tilþrifa í þeirri grein. Flestir líffræðing- ar á Náttúrufræðistofnun fást við umhverfisverkefni. Rannsóknir í flokkunarfræði fara að einhverju leyti fram á öðrum stofnunum, Hafrannsókna- stofnun, Veiðimálastofnun og víðar, og hefði verið kjörið að sam- eina allar slíkar rannsóknir á einn stað fyrir miðlægan gagnagrunn. Margvísleg önnur rök eru og fyrir því að flytja flokkunarfræði alla í sömu deild. Það hefði mátt ætla, að eitt af verkefnum Náttúrufræði stofnunar á sviði jarðfræði væri að gefa út jarðfræðikort. En það voru Íslenskar orkurannsóknir, sem gáfu út sérlega vandað jarðfræði- kort af Suðvesturlandi í fyrra. Það er örugglega um verulega skörun verkefna að ræða meðal stofnana hins opinbera, sem kostar skatt- borgara stórfé. Á hinn bóginn hefði verið skynsamlegt að flytja steinda- og bergfræði til Náttúru- minjasafns. Í annan stað átti undanbragða- laust við aðskilnaðinn að flytja yfir til Náttúruminjasafns alla muni og bækur, sem tilheyrðu Náttúrufræði félaginu 1947. Þetta eru hinar raunverulegu eigur Náttúruminja safns. Félagið afhenti þær ríkinu með ákveðnum skilyrð- um, og hefur hið opinbera engan rétt á að ráðstafa þeim eftir geð- þótta. Ríkis endurskoðandi komst einnig að þessari niðurstöðu í áliti sínu. Málefni Náttúruminjasafns eru nú komin í hnút, sem erfitt verð- ur að greiða úr. Samskipti á milli þess og Náttúrufræðistofnunar hafa verið stirð, ef dæma má af blaðafregnum þar um. Þá er alltaf hætta á, að stjórnmálamenn reyni að leysa mál með því að hygla öðrum og kæmi engum á óvart, að reynt verði að finna einhverjar lausnir til málamynda og lappa upp á bágan fjárhag annarra með því að leigja aðstöðu til bráðabirgða eins og jafnan áður. Þannig starfa pólitíkusar. Stjórn Hins íslenzka náttúru- fræðifélags getur ekki lengur skellt skollaeyrum við ófremdarástandi í málum Náttúruminjasafns. Henni ber að fá samninginn frá 1947 dæmdan ógildan vegna vanefnda og endurheimta allar eigur sínar að nýju. Það verður að leita nýrra leiða. Grasasafn Stefáns Stefáns- sonar, Helga Jónssonar og fleiri, dýrasafn frá Bjarna Sæmundssyni og fjöldi annarra sýna hafa legið vanrækt í fjölda ára og hætt við að þessi söfn liggi undir skemmdum, ef sumt er ekki þegar ónýtt. Í raun eru þetta þjóðargersemar, ígildi mikilla listaverka. Að pakka Náttúruminjasafni Íslands enn einu sinni niður lýsir fullkominni uppgjöf, óvisku og forsmán í garð þessa málefnis af hálfu menntamálaráðherra. Grotnandi safn í kössum Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðs son, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða stytt- ingu náms í þrjú ár“. Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystu fólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildar endurskoðun á lögum um skólastigin og mennt- un kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kenn- ara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafn- fætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breyt- ingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitar félaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækk- un yrði á nemendum við kennara- brautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemend- um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leik- skólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mik- ilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskóla kennara. Mennt- un kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfs- aðstæður. Kennarinn er háskóla- menntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðar innar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkj- ast í kennaranám. Kennaramenntun á Íslandi – Stöndum með kennurum Náttúruminjar Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur og fv. formaður HÍN Menntamál Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ Björg Bjarnadóttir varaformaður KÍ landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi til enda á landsbankinn.is. jl .i s Líf 1 Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eir af söfnunartíma. 10,7% 11,8% 8,9% Líf 2 Hentar þeim sem eiga meira en 5 ár eir af starfsævi. 10,6% 11,2% 8,4% Líf 3 Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eir af söfnunartíma. 10,9% 11,5% 7,5% Líf 4 Hentar þeim sem eiga skamman tíma eir af söfnunartíma. 11,7% 12,5% - Samtrygging Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi- langa sameign og séreignarsparnað. 7,3% 8,0% 9,1% 1 ár* 3 ár* 10 ár* Verðtryggð Verðtryggð Lífeyrisbók 6,9% 8,1% 11,3% Óverðtryggð Óverðtryggð Lífeyrisbók 3,7% 4,6% 9,0% Gengisbundinn Erlend verðbréf 6,3% 2,6% 8,1% Lífeyrisbók Landsbankans Fjárvörslureikningur Landsbankans Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ávöxtun í fortíð gefur ekki endilega vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is. * Meðaltal árlegrar nafnávöxtunar til 30.08.2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.