Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 56
11. október 2012 FIMMTUDAGUR36 36 menning@frettabladid.is STUDIO STAFN í Ingólfsstræti heldur áfram kynningu á myndlist Gunnars S. Magnússonar með opnun sýningar á kolateikningum og málverkum hans á morgun kl. 17. Á síðasta ári sýndi Studio Stafn geómetríur eftir Gunnar S. og nú er komið að öðrum hluta þessara sýninga. Frummælendur: Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc. Að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa Arnbjörg K. Konráðsdóttir, kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi, bowentæknir og heilari. Hugleiðsla og jógaiðkun til lífs í jafnvægi Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Dip.phyt. Lic.ac Viðbrögð líkamanns við tilfinningalegu áreiti Anna Ottesen, sjúkraþjálfari B.Sc. Heilsan í öngstræti – hvað er til ráða? Sveinn Guðmundsson, doktorsnemi í mannfræði við HÍ Læknar, hjúkrunarfræðingar og heildræn heilsa Bridget Ýr McEvoy, verkefnisstjóri í hjúkrun á HNLFÍ Gjörhygli og slökun Fundarstjóri: Haraldur Erlendsson yfirlæknir á HNLFÍ Fyrirspurnir og pallborðsumræður - Hollar veitingar í hléi Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 12. október 2012 Berum ábyrgð á eigin heilsu Heildræn nálgun til heilbrigðis Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings í Hvammi, Grand Hótel, föstudaginn 12. október 2012 kl. 13:00 – 17:00 Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir Sveinn Guðmundsson Arnbjörg K. Konráðsdóttir Anna Ottesen Bridget Ýr McEvoy Haraldur Erlendsson - Er blanda af hefðbundinni meðferð og viðbótarmeðferð viðurkennd? - Er hugur og líkami órjúfanleg heild? - Tölum við um sjúkdóma fremur en heilbrigði? - Að leita jafnvægis - er það leið til heilbrigðis? - Geta tilfinningar valdið sjúkdómum? - Hvaða úrræði eru í boði? Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 2.000. Frítt fyrir félagsmenn Leikritið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld. „Þetta er mjög flott verk frá hendi höfundar, leikandi létt en hefur um leið marga fleti og býður upp á margar tengingar við íslensk- an samtíma,“ segir Harpa Arnar- dóttir, leikstjóri Jónsmessunætur, nýs leikrits eftir Hávar Sigurjóns- son sem frumsýnt verður í Kassan- um í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Verkinu lýsir Harpa sem kol- svartri kómedíu um íslenska fjöl- skyldu sem kemur saman í sumar- bústað til að fagna gullbrúðkaupi elstu kynslóðarinnar. Í verkinu er sögð saga fjölskyldunnar, sem endurspeglar sam félagið sem hún hefur lifað í. Fjölskyldufaðirinn vill endur skrifa sögu fjölskyldunnar og í uppsiglingu eru átök um völd og eignir og uppgjör á milli einstak- linganna er óumflýjanlegt. „Þarna leysast úr læðingi fjöl- skyldubönd sem eru bæði ógnvæn- leg og meinfyndin og brúðkaups- afmælið, sem átti að verða létt og skemmtilegt, endar í allsherjar rússíbanareið.“ Fjölskyldan í verkinu endur- speglar um margt íslenskt sam- félag í dag. „Þess vegna eru ný íslensk leikverk svo mikilvæg,“ segir Harpa. „Þau eru sprottin úr okkar sam- tíma og segja svo margt um ástandið í dag. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að leik- skáldum.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Harpa leik stýrir verki í Þjóð- leikhúsinu. „Ég er fyrst og fremst leik- kona en hef leikstýrt inn á milli í gegnum tíðina og hef sífellt meira gaman af því.“ Hún er hæstánægð með leikhópinn, sem og aðra sem að verkinu koma. „Þetta eru stórkostlegir lista- menn og algjörlega frábært að fá að vinna í svona stórum listrænum faðmi. Vinnuferlið er mjög opið og allir taka virkan þátt í sköpun- inni. Mér þykir sjálfri mjög gott að vinna í opnu, skapandi og dýna- mísku ferli.“ bergsteinn@frettabladid.is Gullbrúðkaup endar í til- finningalegri rússíbanareið GULLBRÚÐKAUP Jónsmessunótt er kolsvört kómedía þar sem segir frá afdrifaríku gullbrúðkaupi, þar sem fjölskyldufaðirinn reynir að endurskrifa fjölskyldusöguna með þeim afleiðingum að upp úr sýður. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HARPA ARNARDÓTTIR JÓNSMESSUNÓTT Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Arnar Jónsson, Þorsteinn Bachmann, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljóts- dóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Kristína Berman. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tónlist: Vala Gestsdóttir. Leikstjóri: Harpa Arnardóttir. www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN Tómið nefnist myndlistar sýning sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga á laugardag. Undir- titillinn er „Horfin verk Kristins Péturssonar“ en þar verður sjónum beint að þeim verkum sem Kristinn (1896-1981) vann að síðustu ævi- árin. Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafn ASÍ en sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. „Kristinn skildi eftir sig töluvert magn verka,“ segir Markús. „Mörg eru varðveitt á Listasafni ASÍ en öðrum var hent á haugana. Ég er að leika mér að skoða þau verk sem var hent í ljósi þeirra verka sem varðveittust. Ég notast þá helst við skissur, dagbækur og örfáar ljós- myndir í þessum verkum sem eru horfin. Þetta voru mest þrívíð verk, skúlptúrar og innsetningar, en líka nokkrar teikningar og málverk sem gefa hugmynd um hversu framúr- stefnulegar hugmyndir hann var að fást við undir það síðasta.” Markús segir að ævistarf Krist- ins skiptist í þrennt. Hann hafi byrjað í landslagsmyndum, þróast yfir í súrrealískari verk áður en hann tók að fást við innsetningar og staðbundna list. „Þetta voru hug- tök sem enginn var að pæla í hér á landi á þeim tíma og má geta sér til að hann hafi verið að kallast bein- línis á við strauma og stefnur út í heimi.“ Kristinn hélt sína síðustu sýningu árið 1956 og Markús segir að af dagbókarbrotum megi ráða að honum hafi fundist hann útskúfað- ur. „En það má velta fyrir sér hvort hann hafi sjálfur átt þar hlut að máli. Hann virðist hins vegar fyrst og fremst hafa verið upp á kant við jafnaldra sína og maður fær á til- finninguna að ef hann hefði komist í samband við yngri kynslóðir, til dæmis SÚM-arana, hefði hann smellpassað við þann díalóg. Auk verka Kristins taka fjórir listamenn af yngri kynslóðinni þátt í sýningunni; Hildigunnur Birgis- dóttir, Huginn Þór Arason, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Unnar Örn. Þau sýna verk sem sett eru fram sem eins konar athugasemdir við þungamiðju sýningarinnar. Horfin verk Kristins Péturssonar til sýnis MARKÚS BAK VIÐ STRIGA Sýningarstjórinn mundar eitt af verkum Kristins Péturssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.