Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 26
26 11. október 2012 FIMMTUDAGUR Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnar- skrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallar- atriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulags Nánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skóla- hverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjör- dæmi. Skattheimta fer fram innan staðbund- inna marka og skött- um er jafnan ráð- stafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundi n mörk opinberrar þjónustu standa þessar stað- reyndir enn óhagg- aðar. Þýskaland er sam- bandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjón- usta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomu- lag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grund- velli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sam- eiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistök Hér á landi var fallið frá lands- hlutatengdu millistjórnsýslu- stigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgar- innar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins mið- læga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitar- félögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslu- stigum. Sjónarmið borgríkis Við þessar séríslensku aðstæð- ur eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinn- ungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmála- legs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðu- grundvöllur milli stjórnsýslu- fræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórn- málum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslu- stig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögur Ef tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjör- dæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar upp- byggingar stjórnmála og stjórn- sýslu í landinu. Það er einkenni- leg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sókn- arfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því. Fellum tillögu stjórnlagaráðs Samfylkingin er hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi. Því miður eru ekki allir íslenskir jafnaðarmenn félagar í Samfylk- ingunni, stuðningsmenn hennar eða kjósendur. En við í Samfylk- ingunni erum öll jafnaðarmenn, hvert með sínum hætti. Við telj- um að jöfnuður í lífskjörum og jöfn tækifæri séu heilladrýgst fyrir einstaklinga og samfélag. Við teljum að hver maður skuli vera frjáls gerða sinna og hugs- ana svo fremi hann skerðir ekki frelsi annarra og kemur fram af heilindum. Við teljum að menn- irnir beri ábyrgð hver á öðrum – játumst undir þá samábyrgð sem Frakkarnir kölluðu bræðra- lag á 18. öld – en krefjumst þess líka af hverjum og einum að hann taki ábyrgð á sjálfum sér sé hann þess megnugur. Við þökk- um frumherjum jafnaðarmanna á Íslandi fyrir að rækta þennan garð – skáldunum sem ortu kjark í alþýðu um aldamótin þar síð- ustu, fólkinu sem stofnaði verka- lýðshreyfingu og alþýðusamtök á fyrstu áratugum 20. aldar. Velferðarþjónustan – Norðurlönd Okkur finnst nánast liggja fyrir af dæmum Norðurlanda að öflug velferðarþjónusta sé burðarás þjóðarheimilis þar sem menn vinna saman jafnt að almanna- heill og eigin þroska. Við teljum markaðinn þarfan þjón í atvinnu- lífi og viðskiptum – en afleitan húsbónda. Við viljum efla mennt- ir og menningu, sem hafa gildi í sjálfu sér í sífelldri hollustu mannsins við hamingju sína, en gæða samfélagið líka innihaldi – og skapa störf! Við þökkum for- ystumönnum alþýðuflokkanna, félagsskap fólksins og framsýn- um fræði- og listamönnum fyrir mikið verk í þessum efnum alla síðustu öld. Þau hafa borið árang- ur þrátt fyrir óhjákvæmilegar villur og mistök. Græn jafnaðarstefna, kvenfrelsi Sígild jafnaðarstefna mótað- ist á árunum eftir iðnbyltingu, í karlveldisþjóðfélögum 19. aldar, í andrúmslofti óbilandi tækni- hyggju og framfarablætis. Nú eru aðrir tímar – og þeir jafnaðar- flokkar í Evrópu hafa dregist aftur úr og trénast upp sem ekki tókst að auðga jafnaðar stefnuna með því að samþætta hana kven- frelsi og umhverfisstefnu – jafn- rétti kynjanna og jöfnuði kyn- slóðanna. Þetta var sá boðskapur sem Ingibjörg Sólrún Gísla dóttir færði jafnaðarflokki okkar öðrum fremur – og við þökkum henni fyrir ásamt öðrum hetjum kvennahreyfingar innar og mörg- um einörðum baráttumönnum fyrir náttúruvernd og umhverfis- viðhorfum síðustu fjóra áratugi. Samsafnskenningin Það er misskilningur sem sumir halda fram, að í Samfylking- unni sé samankomið frekar til- viljunarkennt samsafn hinna og þessara pólitískra klúbba og áhugahópa þar sem sumir séu klassískir og aðrir frjáls lyndir, einhverjar kvenfrelsiskellingar innan um græna öfgaliðið sem togast á við virkjunarsinna og byggðajálka. Flokkurinn endur- speglar vissulega fjölbreyti- leikann í íslensku samfélagi, eftir starfsstéttum, kynslóðum, menntadeildum, héruðum. Sem betur fer. En við eigum okkur öll sameiginlegan grunn – jafnaðar- stefnuna. Sjálfsmynd Þess vegna er óþarfi að hafa mikl- ar áhyggjur af sjálfsmynd Sam- fylkingarmanna eða kjölfestunni í pólitík þeirra frá degi til dags. Sjálfsagt er að leiðrétta kúrsinn eftir stórsjó og brim á siglingunni. Við skulum muna að stefna og verk samsteypustjórnar í stjórn- arráðinu eða sveitarfélögunum markast að sjálfsögðu af málamiðl- unum og forgangsröðun þeirra afla sem að henni standa, og af fjöl- mörgum fleiri þáttum. Jafnaðar- stefnan – og nauðsynleg umræða í hópi jafnaðar manna – veitir góða yfirsýn og skýra sjálfsmynd. Formannsefni Fram undan er formannskjör. Þau sem nú hafa verið nefnd sem hugsanlegir formenn gætu hvert og eitt sinnt því starfi með prýði, og líklega verður ekki mikill mál- efnalegur munur á formanns- efnunum. Fyrir mína parta ætla ég þó að hlusta grannt eftir þessu tvennu: Grænar áherslur Ég vil vita hvar þau standa í umhverfis- og náttúruverndar- málum, og hvert þau vilja stefna í atvinnumálum. Nú eru að verða straumhvörf. Eðlilegt er að segja skilið við fortíðardrauma um stóriðjuuppbyggingu í sovéskum stíl, með öllum sínum umhverfis- fórnum, og byggja markvisst upp grænt hagkerfi. Upp úr hruninu erum við að komast með hjálp náttúrugæða af landi og hafi, en því má ekki gleyma að veru- legur hluti af verðmætasköpun dagsins sprettur af okkar eigin hyggjuviti. Hugverkageirinn er ört vaxandi hluti atvinnulífsins og forsvarsmenn hans hafa bent stjórnvöldum á að nokkur helstu fyrirtæki hans þurfi tækni- menntað fólk þúsundum saman á næstu árum. Samstarfskostir Samfylkingin, flokkur jafnaðar- manna, er stofnuð til að vera höfuð afl í íslenskum stjórn- málum. Hún er mið-vinstri- flokkur, og á að bjóða til sam- starfs öðrum flokkum og hreyfingum til vinstri og fyrir miðju, fólki sem leggur áherslu á jöfnuð og frjálslyndi hvað sem líður afstöðu þess í einstökum átakamálum. Stjórn með hægri- mönnum er ekki eðlilegur kost- ur fyrir Samfylkinguna, enda hafa slíkar tilraunir gefist illa. Samstarf við hægriflokka tel ég því aðeins koma til greina að um mikilvæga þjóðarhagsmuni sé að ræða, svo sem inngöngu í Evrópu sambandið, eða þá brýn- ar umbætur innanlands sem ekki yrði komið á með öðrum hætti. Önnur spurningin er um sam- félagsstrategíu, hin um pólitíska taktík. Báðar mikilvægar. Samfylkingin og jafnaðarstefnan Nú fer að viðra vel til göngunn-ar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign for- eldra eða annarra ættingja verð- ur skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herð- um þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verð- ur þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðs hópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfir- lýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðs- mönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóða- lotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirni Ein stærsta hindrunin sem stend- ur í vegi fyrir þeim sanngirnisúr- bótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyris- sjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stór- an hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóð- irnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfell- ingum skulda almennings? Hlut- deild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endur- skipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljan- leg afstaða. Fæstir lífeyris sjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðing- um til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyris- sjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðir En fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þús- undir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkis stjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli með- höndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahags- muni almennings í huga. Seinfarin ganga lánsveðshópsins Ný stjórnarskrá Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Við þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgar- búar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki... Fjármál Sverrir Bollason verkfræðingur Stjórnmál Mörður Árnason alþingismaður Stjórn með hægrimönnum er ekki eðli- legur kostur fyrir Samfylkinguna, enda hafa slíkar tilraunir gefist illa. Samstarf við hægriflokka tel ég því aðeins koma til greina að um mikilvæga þjóðarhagsmuni sé að ræða...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.