Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 58
11. október 2012 FIMMTUDAGUR38 HÖFUNDARKVÖLD Michel Houellebecq, les úr verkum sínum í kvöld. Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq ræðir skáldskap sinn á höfundarkvöldi honum til heiðurs á Kaffi Sólon í kvöld. Houellebecq, sem er einn þekktasti en jafnframt umdeild- asti rithöfundur Frakklands, er staddur hér á landi til að kynna bók sína Kortið og landið sem kom nýlega út í íslenskri þýð- ingu Friðriks Rafnssonar. Á höf- undarkvöldinu kynnir Friðrik Houellebecq stuttlega og ræðir svo við skáldið á frönsku en Torfi Tuliníus mun túlka jafnóðum. Friðrik og Houellebecq lesa jafnframt upp úr bókinni og Hall- grímur Helgason les þýðingar sínar á ljóðum skáldsins en í lokin verður boðið upp á spurn- ingar úr sal. Dagskráin hefst klukkan 20. Viðtal við Michel Houellebecq birtist í Frétta- blaðinu á næstu dögum. Houellebecq ræðir skáld- skap sinn Tímaskekkja nefnist fyrsta verkefni Nemendaleikhúss LHÍ í vetur og eru það nemendur á 3. ári í leikaranámi sem sýna. Þau hafa einnig samið verkið í sameiningu undir leiðsögn Unu Þorleifsdóttur. Verkið er hug- leiðing um samskipti og sambönd kynjanna og hafa nemendur unnið að því síðustu sex vikur. Áhersla námskeiðsins hefur verið á vinnu með ólíkar samsetningar og sköp- unaraðferðir við gerð leiksýninga, á ferli slíkrar vinnu og síðan vinnu við samsetningu og úrvinnslu efnis. Nemendaleikhúsið er nú með öðru sniði en verið hefur í kjölfar breytinga á námi við leiklistar- og dansdeild LHÍ. Eftir sem áður er þó markmið Nemendaleikhússins að nemendur kynnist rekstri leik- húss og hafi tækifæri til þess að opna dyrnar og mæta áhorfendum. Áhorfendum verður í vetur boðið að sjá valin verkefni 3. árs nema leiklistar- og dansdeildar auk fullbúinna lokasýninga nemenda af öllum brautum deildarinnar. - fsb Tímaskekkja í Nemenda- leikhúsi Listaháskólans SÝNA TÍMASKEKKJU Nemendur á 3. ári í leikaranámi veturinn 2012-2013: Arnar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst Backman, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Hildur Berglind Arndal, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Þorleifur Einarsson og Þór Birgisson. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, mynd- listarmaður og safnakennari hjá Listasafni Reykjavíkur, leið- beinir börnum í listasmiðjunni „Málað á ferð“ á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum sex til tíu ára í fylgd með fullorðnum. Þar verður unnið með hugtakið abstrakt og ýmis skemmtileg verkefni unnin þar sem áhersla er lögð á tjáningu, hreyfingu, liti, form og línur. Smiðjan er sett upp í tengslum við sýninguna Ljóðheimar en þar er að finna listaverk eftir um 30 listamenn sem lögðu drög að frjálsri eða ljóðrænni abstrakt- list á Íslandi þar sem áhersla var lögð á sjálfsprottna og einstak- lingsbundna tjáningu. Dagskráin hefst klukkan 14. Abstrakt fyrir börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.