Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 201212 Fyrsta jólahlaðborðið Bjarni Árnason, veitingamaður í Brauðbæ/Óðinsvéum, átti frum- kvæði að því að bjóða Íslendingum upp á jólahlaðborð hérlendis. Fyrir jólin árið 1980 auglýsti veitingastaðurinn Brauðbær danskt jólahlaðborð en fyrstu tvö árin var jólahlaðborðið einungis í boði í hádeginu. Fyrst um sinn voru það helst aðilar úr viðskipta- lífinu sem sóttu hlaðborðið. Meðal veitinga fyrstu árin má nefna nokkrar tegundir af síld sem matreiðslumenn veitingastaðarins löguðu sjálfir, danska svínakjötsrétti, eplaskífur, volga lifrakæfu, hamborgar hrygg, graflax, reyktan lax, paté og jólagraut. Það var ekki fyrr en árið 1987 sem jólahlaðborðin færðust almennt yfir á kvöldin og íslenskir réttir bættust á hlaðborðið, eins og hangikjöt, laufabrauð og fleiri íslenskir réttir. Mun færri veitingahús voru í Reykjavík á þessum árum og voru október, nóvember og desember dauður tími í greininni á þessum árum. Jólahlaðborðin áttu því sinn þátt í að bæta rekstrarumhverfi veitingahúsa á þessum árum eins og þau gera reyndar enn í dag. Við útbúum allan mat frá grunni og látum meðal annars sérreykja fyrir okkur hátíðaskinku og grafa lax. Við heit- reykjum einnig silung sjálfir og eft- irréttirnir eru allir lagaðir af okkur,“ segir Ísak Runólfsson, matreiðslu- maður og annar eigenda veislu- þjónustunnar Veislu á Seltjarnar- nesi. „Við bjóðum upp á fimm mis- munandi veislupakka; hangikjöts- veislu og kalkúnaveislu með með- læti við hæfi og svo þrjú mismun- andi jólahlaðborð upp á danska vísu, með reyktum og gröfnum laxi, hangikjöti, purusteik og fleiru. Fjöldi rétta á hlaðborðunum er frá fimm- tán og upp í 28 rétti og það stærsta er mjög veglegt,“ segir Ísak og bætir við að þjónustan sé mjög vinsæl af fyrir- tækjahópum en einnig í heimahús. „Þetta er bara svo þægilegt. Við komum með allt á staðinn og getum einnig útvegað borðbúnað ef óskað er. Svo tökum við allt til baka aftur seinna um kvöldið svo enginn þarf að vaska upp. Við þurfum ekki að vera á staðnum meðan fólk er að borða enda er það þægilegra og af- slappaðra fyrir hópana. Þá getur fólk verið með eigin drykkjarföng í sínu umhverfi og haft það notalegt og þarf ekkert að hugsa um matar- gerð né frágang. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.veislan.is. Ekkert uppvask Veisluþjónustan Veislan býður fjölbreytt og girnilegt jólahlaðborð fyrir minni og stærri hópa. Þá er einnig hægt að kaupa gjafakörfur með okkar vinsæla jólamat. Ísak Runólfsson matreiðslumeistari segir ekkert aðkeypt rata á hlaðborð Veislunnar. Allt sé unnið frá grunni. MYND/PJETUR Löng hefð er fyrir jólaveislu Hótels Holts og margir koma þangað á hverju ári. „Við erum með marga fastakúnna sem koma hingað ár eftir ár til að borða jólamatinn og komast í jóla gírinn,“ segir Friðgeir Eiríksson, yfir- matreiðslumeistari Hótels Holts. Fjögurra rétta jólamatseðill „Við bjóðum upp á glæsilegan jóla- matseðil á kvöldin sem byrjar með konfektdiski sem saman stendur af hangikjöti, graf laxi og jóla- súpunni okkar sem í ár er kanil- krydduð blómkálssúpa. Seinni forrétta diskurinn er Klaustur- bleikja með parmaskinku og rist- aðri parmesan sósu. Þá er komið að aðalréttinum en þar má velja um annaðhvort koníakslegnar kalkúna bringur eða lambahrygg sem heitir Jóla-hvað og verður ekki jólalegri. Í eftirréttunum er hægt að velja íslenskt skyr með tiramisú-stíl eða jólaköku með kryddbrauðsís.“ Þjónað til borðs Eins og sjá má af þessu býður Hótel Holt ekki upp á hefð bundið jólahlaðborð. Friðgeiri f innst ekki passa að fólk standi í röð inni á veitingastaðnum. „Við höfum valið að fara þessa leið, að þjóna fólki til borðs og láta það ekki standa í röð heldur á það að geta setið við borðið og notið matar- ins og stundarinnar. Við höfum líka þennan hátt á í hádeginu en þá bjóðum við upp á þriggja rétta jólaveislu þar sem eitt fast verð er í boði og gestir geta valið þrjá rétti af matseðli. Við höfum ný- lega breytt hádegismatseðlin- um hjá okkur og erum nú með brasserie-stemningu í hádeginu og verða jólin hjá okkur líka í þess- um brasserie-búningi.“ Sérbruggaður bjór Aðspurður um hvað brasser- ie merki segir Friðgeir orðið vera franskt og þýða brugghús og að upprunalega sé það til komið vegna þess að bjór var bruggaður á staðn- um frekar en að vera keyptur inn. „Í ljósi sögunnar bjóðum við upp á sérbruggaðan bjór frá Kalda. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á hádegisseðlinum okkar því á honum eru tuttugu franskir, klass- ískir réttir í stað átta áður og einn- ig þriggja rétta matseðill vikunnar.“ Lambakjötið vinsælla en áður Jólamatseðill Hótels Holts er nýr á hverju ári. „Við erum alltaf með ákveðið hráefni sem er sameigin- legt á öllum jólamatseðlum, til dæmis kalkún og purusteik, en réttirnir eru framreiddir á ólíkan máta á hverju ári. Við erum núna með lambahrygg í fyrsta skipti á jólamatseðlinum. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að lambakjötið er orðið dýrt og fólk leyfir sér síður að kaupa lambasteik um helgar. Lambakjötið hefur verið miklu vin- sælla upp á síðkastið en það hefur verið í langan tíma.“ Auk jóla- matseðilsins verður hefðbundinn matseðill veitingastaðarins í boði. Líkur á leynigesti Gestir Hótels Holts gætu átt von á góðu því líkur eru á að leyni- söngvari troði upp í einhverjum jólaveislum þar. „Það verður ekki gefið upp hver þetta er en hann gæti læðst hér inn á barinn hjá okkur og þá verður það óvænt ánægja fyrir gesti staðarins. Annars er nóg fyrir flesta að koma hingað til okkar og borða jólamatinn okkar til að kom- ast í jólaskapið,“ segir Friðgeir. Jólakvöldið á Hótel Holti með fjögurra rétta hátíðarmatseðli kostar 7.900 krónur og verðið fyrir þriggja rétta jólaveislu í hádeginu er 4.900. Lambakjöt og leynigestur á Holtinu Jólaveisla Hótels Holts byrjar hinn 16. nóvember næstkomandi. Boðið verður upp á fjögurra rétta hátíðlegan jólamatseðil á kvöldin og þriggja rétta jólaveislu í hádeginu. Nýlega var tekið upp á því að fjölga réttum og bjóða upp á brasserie-stemningu í hádeginu. Andrúmsloftið í glæsilegum sal Holtsins kemur gestum jólaveislunnar í hátíðarskap.Friðgeir Eiríksson matreiðslumeistari býður upp á gómsætan hátíðarmatseðil í jólaveislu Hótels Holts. M Y N D /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.