Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.10.2012, Blaðsíða 22
22 11. október 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Nokkrir einstaklingar hafa að undan-förnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúk- dóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið“ það að verða geðfötluð.“ Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you‘re busy making other plans.“ – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað.“ – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vor- kunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til sam- félags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skatt- skyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi“ að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferð- arráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að mann- gildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannrétt- inda. Barátta ÖBÍ gengur út á það. Valkostur að vera öryrki? Samfélags- mál Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver ein- staklingur sé mikilvægur og skuli njóta mann- réttinda. Hvað með launahækkun? Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, vill að skoðað verði hvort breyta eigi reglum þannig að leikskólakennarar geti útskrifast eftir þriggja ára nám. Ástæðan er hrun í aðsókn í námið, en eftir að það var lengt í fimm ár minnkaði hún um 77 prósent. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra hefur viðrað sömu hugmyndir; að hægt sé að útskrifast fyrr með einhvers konar hlutapróf sem gefi þó réttindi. Þetta er gott og blessað, þótt vissulega sé það heldur snautleg staðreynd að draga þurfi úr námskröfum. En er ekki svarið við þessum vanda ósköp einfalt? Þarf ekki bara að hækka launin? Ekki ríkisins Þar er þó ekki við þingmenn eða ráðherra að sakast, þar sem laun leikskólakennara eru greidd af sveitarfélögum. Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að lág laun þeirra eru hluti af kúltúr þar sem umönnunarstörf eru ekki hátt metin. Allir, einnig þingmenn og ráðherrar, geta lagt sín lóð á vogarskálarnar til að breyta því. Er ohf. fullreynt? Ríkisútvarpið er opinbert hlutafélag, svokallað ohf. Um það gilda skrýtnar reglur þar sem enginn virðist bera ábyrgð á niðurskurði, framlögum eða jafnvel efni. Nú er komin út skýrsla fyrir annað ohf. fyrirtæki, Orkuveitu Reykjavíkur. Skemmst er frá því að segja að sú samþætting opinbers og einkarekstrar sem þar er reynd fær algjöra falleinkunn. Er ekki kominn tími til að viðurkenna að tilraunin mistókst? Hafið hlutina annaðhvort í hefð- bundnum opinberum rekstri eða einkavæðið. kolbeinn@frettabladid.is M eginniðurstöður úttektarnefndar á rekstri Orku- veitu Reykjavíkur koma ekki stórlega á óvart; þær staðfesta margt sem áður var vitað. Þær setja hins vegar ýmsa þætti málsins í skýrara ljós. Skýrsla nefndarinnar opinberar yfirgengilegt rugl í rekstri þessa stóra og mikilvæga fyrirtækis, sem er þeim mun dapurlegra í ljósi þess hversu miklir hagsmunir almennings eru í húfi. Ruglið hófst í tíð Reykjavíkurlistans, þegar menn misstu gjörsamlega sjónar á grundvallarhlutverki Orkuveitunnar, fóru að leggja fé í misglæfraleg ævintýri, allt frá umfangsmiklum fjarskiptarekstri sem hefur aldrei borið sig til spennandi risa- rækjueldis. Á sama tíma keypti OR upp önnur veitufyrirtæki um allar jarðir og nú upplýsist að það gerðist oft og iðulega án þess að það væri borið undir stjórn fyrir- tækisins fyrir fram. Það sem úttektarnefndin upp- lýsir um skort á fyrirhyggju í rekstrinum, skort á arðsemismati við fjárfestingar, skeytingarleysi um gengisvarnir sem hefur síðan komið herfilega niður á fjárhag OR og fleira af því tagi vekur raunar mikla furðu. Það er með ólíkindum að þetta stóra fyrirtæki í eigu almennings skuli hafa verið rekið með þessum hætti. Vegna þess að eigendur og stjórn Orkuveitunnar vissu ekki hvar átti að draga mörkin um hlutverk hennar var eftirlit þeirra með gjörðum stjórnenda hins vegar í molum. Það bætti síðan gráu ofan á svart hvað sumum stjórnarmönnum fannst augljóslega gaman og fullnægjandi fyrir valdagirndina að vera í stórbisniss með peninga skattgreiðenda. Lýsingarnar á bruðlinu í kringum byggingu nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins eru ævintýri líkastar og verður að draga í efa að peningum skattgreiðenda hafi oft verið eytt í meiri vitleysu. REI-málið er svo kórónan á ruglinu, sem hafði víðtækar afleið- ingar fyrir borgarmálapólitíkina í Reykjavík og traust almennings á fólkinu sem þar hefur haldið um stjórnartaumana. Af því máli ekki sízt ættu menn að læra að pólitík og áhættu- og samkeppnis- rekstur eru skelfileg og baneitruð blanda. Eins og úttektarnefndin bendir svo kurteislega á varð stjórn OR „vettvangur pólitískra átaka í borgarstjórn Reykjavíkur“. Það þýddi að ekki var reynt að ná samstöðu um ákvarðanir; stjórnmála- menn fluttu með sér umræðuhefðina úr borgarstjórnarsalnum og skiptust á hnyttnum bókunum á stjórnarfundum í stað þess að reyna að reka fyrirtækið skynsamlega. Í raun gerði þetta stjórnina hlægilega út á við og inn á við valdalitla gagnvart forstjóra sem vissi betur hvað hann vildi en pólitíkusarnir. Úttektarnefndin segir veigamikil rök hníga að því að stjórn Orkuveitunnar sé eingöngu skipuð öðrum en kjörnum fulltrúum, það er að segja fólki sem hefur reynslu og þekkingu á málefnum fyrirtækisins og rekstri almennt. Sveitarstjórnarmenn eigi hins vegar að einbeita sér að því að tryggja hagsmuni íbúanna og skil- greina hlutverk þeirra fyrirtækja sem sveitarfélagið rekur. Þetta er góð tillaga og ástæða til að hrinda henni í framkvæmd sem fyrst. Hvaða lærdóm á að draga af svartri skýrslu um Orkuveitu Reykjavíkur? Út með pólitíkina Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.