Fréttablaðið - 20.10.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 20.10.2012, Síða 2
20. október 2012 LAUGARDAGUR2 Uppgröftur í Vestmannaeyjum SAMFÉLAGSMÁL Til eru dæmi um að fólk sæki um hæli hér á landi til þess að vinna, en snúi til síns heima ef það fær ekki undan- þágu á dvalar- og atvinnuleyfi. Þetta fólk ætlar að misnota kerf- ið, segir forstjóri Útlendinga- stofnunar. Ákveðið hefur verið að hætta að veita undanþágur á bráða- birgðaatvinnu- og dvalarleyfum til þeirra hælisleitenda sem þegar hafa sótt um hæli í öðrum ríkjum sem eiga aðild að Dyflinnarsam- komulaginu. Hælisleitendur sem eru í efnismeðferð hjá stofnun- inni fá hins vegar þetta dvalar- og atvinnuleyfi. Hópur hælisleitenda mótmælti þessum breytingum við innanrík- isráðuneytið á fimmtudag. „Við erum að snúa aftur til þess að fara eftir lögunum,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Kristín segir lögin heimila Útlendingastofnun að gefa út bráðabirgðaleyfi til hælisleitenda „að því gefnu að ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brott- vísunar, ekki leiki vafi á hver umsækjandi er, tekin hafi verið hælisskýrsla og viðkomandi sé ekki í þessum Dyflinnarfasa,“ segir Kristín. Á r ið 2 0 0 8 hafi hins vegar ver ið tek i n ákvörðun um að ýta þessum skilyrðum til hliðar vegna fjölgunar hælisleitenda, fjár- skorts og skorts á vinnuafli. Nú hefur verið ákveðið að snúa til baka. Kristín segir að mál hælisleit- enda sem falla undir Dyflinnar- samkomulagið hafi verið sett í forgang hjá stofnuninni og nú sé svo komið að afgreiðslutími sé tveir til þrír mánuðir. Umræddur hópur komi því líklega ekki til með að vera hér á landi í langan tíma og engar forsendur séu fyrir því að veita leyfi. Þá sé það ábyrgðarlaust af hálfu Útlendingastofnunar að gefa út atvinnuleyfi á einstak- linga sem ekki sé vitað hverjir séu. - þeb Forstjóri Útlendingastofnunar segir dæmi um að fólk sæki um hæli hér til þess eins að fá atvinnuleyfi: Segir ábyrgðarlaust að gefa út atvinnuleyfi KRISTÍN VÖLUNDARDÓTTIR METÁR HJÁ FERJUNNI Forsvarsmenn Herjólfs telja líklegt að farþegafjöldi muni ná 300 þúsund í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SAMGÖNGUR Farþegafjöldi Herj- ólfs hefur aldrei verið meiri. Á þriðjudag var met síðasta árs slegið, en þá höfðu alls 267.476 farþegar farið með Vestmanna- eyjaferjunni það sem af er ári, en allt árið í fyrra voru farþegar 267.448 talsins. Í tilkynningu frá Herjólfi segir að heildarfjöldi farþega muni lík- lega nálgast 300 þúsund í ár, ef fram fer sem horfir. Tvennt kemur helst til sem skýrir fjölgun farþega; annars vegar góð siglingaskilyrði í Land- eyjahöfn og hins vegar hrein fjölgun fólks sem ferðast til og frá Eyjum. - sv Alls 267.476 farþegar siglt: Nýtt fjöldamet hjá Herjólfi BRETLAND, AP Pakistanska stúlkan Malala Yousufzai er á hægum batavegi á sjúkrahúsi í Bretlandi, en þangað var hún flutt eftir að hún varð fyrir skotárás í heimabæ sínum í Pakistan. „Hún virðist skilja hluti, hún hefur stjórn á hreyf- ingum sínum, hún getur skrifað,“ segir Dave Rosser, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Birmingham. „Allt bend- ir til þess að hún átti sig á því af hverju hún er hér.“ Yousufzai er fimmtán ára gömul. Hún hefur árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna og opinber- lega gagnrýnt talibana sem um skeið fóru með völd- in í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún býr. Almenningur jafnt sem stjórnvöld í Pakistan hefur harðlega fordæmt skotárásina á hana. Hún fékk skot í höfuðið og læknar segja enn mikla óvissu ríkja um það hvort hún kemst til fullrar heilsu á ný. Að baki árásinni stóðu pakistönsk samtök sem kenna sig við talibana og hafa starfað bæði með afgönsku talibanahreyfingunni og samtökunum Al Kaída. Útilokað þykir að þessi samtök hafi notið stuðn- ings eða velvilja leyniþjónustu eða hers Pakistans, þar sem þau líta á stjórnvöld og her Pakistans sem sinn erkióvin. - gb Læknar segja að Malala Yousufzai sé á hægum batavegi eftir skotárásina: Heilastarfsemin virðist eðlileg MALALA YOUSUFZAI Læknar í Bretlandi segja enn mikla óvissu um það hvort hún kemst til fullrar heilsu á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NORÐURÁ Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, veiddi fyrsta laxinn í Norðurá síðastliðið sumar. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA VEIÐI Veiðifélag Norðurár hefur hafnað ósk Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) um lækkun á leiguverði. SVFR hefur verið með ána á leigu í 66 ár. Síðastliðið vor var tveggja ára samningur undir- ritaður en samkvæmt honum átti leigan að hækka um 20 prósent um áramótin. Eftir aflabrest í sumar vildi SVFR semja upp á nýtt en samn- ingar tókust ekki. Ákveðið var að stytta nýgerðan samning um ár og rennur hann því út eftir eitt ár. Ekki er ólíklegt að áin verði þá boðin út og fari svo segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, öruggt að félagið muni skila inn tilboði. - th Norðurá líklega boðin út: Ósk SVFR um lækkun hafnað Handtekinn hjá Eimskip Hælisleitandi var handtekinn snemma í gærmorgun á svæði Eim- skips í Sundahöfn. Talið er að mað- urinn hafi ætlað að reyna að komast um borð í flutningaskip sem fór til Bandaríkjanna í gær. Ránstilraun um miðjan dag Lögregla handtók um miðjan dag í gær mann í miðborginni sem sakaður var um að hafa reynt að ræna vegfar- anda í Hafnarstræti. Hann fór síðan inn í ólæstan bíl og gramsaði í tösku. Maðurinn, sem mun hafa verið mjög ölvaður, var færður í fangageymslu. LÖGREGLUFRÉTTIR María, skilja Danir ekki baun? „Jú, þeir skilja baun en eru bara aðeins að misskilja íslenska stúd- entsprófið.“ María Ósk Bender er flutt til Danmerkur en fær ekki að hefja meistaranám vegna þess að hún lauk ekki átján einingum í dönsku í framhaldsskóla hér heima. Menntamálaráðuneytið hér heima kannar nú hvort Danir eru að mismuna Maríu. Ráðin kosningastjóri Andrea Ólafsdóttir, sem í ár bauð sig fram til embættis forseta Íslands, hefur verið ráðin kosningastjóri Dögunar. Þá kemur fram í tilkynn- ingu frá framboðinu að Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður hafi verið ráðinn ritstjóri hjá Dögun. STJÓRNMÁL Afhending að ári Búseti hefur samið við verktakafyrir- tækið GG-Verk um byggingu 18 íbúða í Austurkór í Kópavogi. Íbúðirnar verða í þremur litlum fjölbýlishúsum. Í gær var skrifað var undir samning og fyrsta skóflustungan tekin að húsunum, en stefnt er að afhendingu fyrstu íbúðanna næsta haust. FRAMKVÆMDIR SPURNING DAGSINS AÐEINS Í DAG! LIVING COLORS LAMPI VERÐ ÁÐUR 22.900,- NÚ 9.900,- kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 Opið í dag, laugardag kl. 11-16. 57% MENNINGARMÁL „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðar- dóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagos- inu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerð- ar sem vera á miðpunktur í gos- minjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára gos- lokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru for- réttindi hjá okkur að fá að sjá jörð- ina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárs- kvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið Grafa goshús upp og byggja hvolfþak yfir Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. Gerðisbraut 10 Kraftur er nú í uppgreftri húss Gerðar G. Sigurðar- dóttur og Guðna Ólafs- sonar heitins. Til þess er tekið hversu heilleg málningin er á húsinu. þá hugsaði ég með mér; „Nú hljót- um við að deyja þarna á tröppun- um.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú stað- ið með hléum í nokkur ár. Sum- arið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dótt- ur. „Manni varð um að sjá heim- ili sitt yfirgefið eftir allan þenn- an tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“ gar@frettabladid.is MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.