Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 4

Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 4
20. október 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 19.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,8171 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,71 124,31 198,72 199,68 161,40 162,30 21,635 21,761 21,913 22,043 18,867 18,977 1,5606 1,5698 190,79 191,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is FRÉTTASKÝRING Hvers virði er Gagnaveitan? Orkuveita Reykjavíkur fjárfesti fyrir 11,8 milljarða króna í dóttur- félagi sínu, Gagnaveitunni, fram til ársloka 2011. Gagnaveitan skuldar OR 6,6 milljarða króna í erlendri mynt og hefur tapað 3,2 milljörðum króna frá árinu 2003. Þetta má lesa úr úttektarskýrslu um starfsemi OR og ársreikningum OR og Gagnaveitunnar. Stjórn OR samþykkti að selja 49 prósenta hlut í fyrirtækinu í gær. Alls óljóst er þó hversu miklu það mun skila OR í kassann. Lægsta arðsemi allra Gagnaveitan var stofnuð í byrjun árs 2007 þó að uppbygging og rekst- ur hennar hafi hafist mörgum árum áður undir nafninu Lína.Net. Fyrir- tækið býður heimilum og fyrirtækj- um upp á aðgang að ljósleiðarakerfi sem það hefur lagt með ærnum til- kostnaði. Meðalarðsemi OR í heild hefur verið 3% en arðsemi Gagnaveit- unnar 0,5%, sem er sú lægsta í einstökum rekstrareiningum OR. Glitnir mat Gagnaveituna á sjö milljarða króna síðast þegar til stóð að selja fyrirtækið árið 2007. Landsbankinn taldi hins vegar að virði fyrirtækisins yrði 28 millj- arðar króna árið 2011. Í úttektarskýrslunni er haft eftir Hauki Leóssyni, sem var stjórnar- formaður OR á þessum tíma, að þá hafi „öll þessi vitleysa [verið] í gangi hjá bönkunum. Það kostaði stórfé að fara með þetta í mat. Ekki milljónir, heldur tugi milljóna. […] Þær voru alveg út úr kortinu, þess- ar áætlanir.“ Nú síðast var virði Gagnaveit- unnar bókfært á 4,7 milljarða króna Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að unnið hafi verið með tiltekið verðmat á Gagnaveitunni meðfram „Planinu“ svokallaða. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvert það var. „Við erum ekki búnir að stíga nein skref í formlegu söluferli. Það á eftir að skoða fyrirtækið, gera einhvers konar sölulýsingu og verðmeta það. Í þess- ari heimild sem við fáum til að selja eru væntanlega einhverjar skorður. Verðmat hlýtur að taka mið af þeim forsendum sem fylgja.“ Bjarni segir slíkar skorður til dæmis vera að seldur verði 49 prósenta hlutur, eða minnihluti í Gagnaveitunni. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, treystir sér ekki til að segja hvenær salan geti farið fram, þó ætti það að liggja fyrir öðru hvorum megin við áramót. „Ég hugsa að allir langtímafjárfestar á borð við lífeyrissjóði og aðra sem hafa áhuga á traustu innviðafyrirtæki og öruggum tekjum muni hafa áhuga,“ segir Dagur. Vill ekki gefa upp verðmat STJÓRNSÝSLA Úttekt sem hol- lenska, sænska og norska ríkis- endurskoðunin eru að vinna á Ríkisendurskoðun verður hraðað og skilað til Ríkisendurskoðunar og Alþingis sem allra fyrst. Þetta er samkomulag Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, og Sveins Arasonar ríkisendur- skoðanda. Í tilkynningu frá Alþingi segir að þetta sé gert til að tryggja að trúnaðartraust ríki á milli þing- manna og Ríkisendurskoðunar. Meðal annars verður farið yfir mál tengd skýrslu um innleið- ingu nýs tölvukerfis ríkisins, en dráttur á henni hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. - kóp Úttekt á Ríkisendurskoðun: Rannsókn á stofnun hraðað milljarðar króna, þar af 6,6 millj- arðar króna við OR og 1,5 millj- arðar við viðskiptabanka. Þessar skuldir, samtals upp á 8,1 milljarð króna, voru á gjalddaga í maí síð- astliðnum. Gjalddagi þeirra var hins vegar framlengdur. Skuldin við OR er í erlendri mynt og sveiflast því með genginu. Viðskiptavinir Gagnaveitunnar eru hins vegar íslensk heimili og fyrirtæki sem greiða fyrir veitta þjónustu í krónum. Því eru tekjur í krónum en fyrirtækið skuldar í erlendri mynt. thordur@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 19° 19° 16° 20° 19° 16° 16° 22° 15° 20° 19° 28° 7° 16° 20° 12° Á MORGUN 3-8 m/s. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 2 2 -1 0 3 3 3 3 3 6 7 10 7 5 2 2 2 3 2 7 6 3 3 3 4 2 2 -1 0 2 3 3 SÓLRÍKT EN KALT Tilvalið veður til útivistar um allt land alla helgina en það verður yfi r- leitt stillt og bjart en áfram nokkuð svalt í veðri. Víðast hvar næturfrost einkum inn til landsins. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FJÁRMÁL Bönkunum er ekkert að vanbúnaði að hefja sem fyrst endurútreikning gengislána í sam- ræmi við dóm Hæstaréttar í vik- unni. Þetta sagði Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og við- skiptanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í tilkynn- ingum frá Arion banka og Landsbanka sem bárust í gær segir að enn séu nokkur álitaefni sem þurfi að útkljá áður en endurútreikningur geti hafist. Arion sagði þó að dómurinn breyti engu um lánasafn bankans, enda hafi þegar verið tekið tillit til dóms frá í febrúar með 13,8 milljarða króna niðurfærslu lána- safnsins. - þj Helgi Hjörvar um lánadóm: Endurútreikn- ingar byrji strax HELGI HJÖRVAR 2,5 milljarðar er eigið fé Gagnaveitunnar um síðustu áramót. 3,2 milljarðar er sú upp- hæð sem Gagnaveit- an hefur tapað frá árinu 2003. milljarðar er velta Gagnaveitunnar á síðasta ári.1,2 11,8 milljarðar er sú upphæð sem OR setti inn í Gagnaveituna fram til loka árs 2010. í hálfsársuppgjöri OR. Samkvæmt því er virði þess hlutar sem á að selja rúmlega 2,3 milljarðar króna. Í „Planinu“, aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR, er áætl- að að eignasala skili 5,1 milljarði króna á árinu 2013. Þar á meðal er hluturinn í Gagnaveitunni. Sú sala á þó einungis að skila hluta þessarar upphæðar og því ljóst að stjórnend- ur OR meta eignarhlutinn á minna en 5,1 milljarð króna. Skuldir í erlendri mynt Rekstur Gagnaveitunnar var í plús árin 2003 til 2010, sem nam 378 milljónum, ef ekki er horft til vaxtakostnaðar af lánum. Hann nam hins vegar 3,8 milljörðum á tímabilinu, aðallega vegna stöðu krónunnar. Til viðbótar nam tap af rekstrinum 380 milljónum í fyrra, og því um 3,2 milljörðum í heild frá 2003. Skuldir fyrirtækisins voru 8,3 milljarðar er skuld Gagnaveitunnar við OR um síðustu áramót. 6,6 7milljarðar er virði Gagnaveitunnar árið 2007 samkvæmt verðmati Glitnis. 28 milljarðar var áætlað virði Gagnaveitunnar árið 2011 samkvæmt verðmati Landsbankans frá 2007. 4,7 milljarðar er bókfært virði Gagnaveitunnar um mitt þetta ár. Lítil arðsemi af fjárfestingu Orkuveitan hefur sett um tólf milljarða í Gagnaveituna. Rekstur hennar skilar litlum arði. Allar skuldir eru í er- lendri mynt en tekjur í krónum. Söluverð á helmingshlut í Gagnaveitunni verður ekki í samræmi við fjárfestingu. EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Leiðtogar Evrópusambands- ins náðu ekki samkomulagi um að bankabanda- lag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til. Hins vegar ákváðu þeir að fyrir áramótin yrðu þeir búnir að semja um regluverk nýja banka- bandalagsins, sem taki síðan til starfa einhvern tímann á næsta ári. Með bankabandalaginu fylgir sá möguleiki að stöðugleikasjóður ESB komi bönkum aðildarríkj- anna til hjálpar, en Spánverjar og fleiri evruríki bíða spennt eftir þeirri lausn á sínum fjárhags- vanda. „Markmiðið er mjög einfalt: Við viljum rjúfa tengslin milli stjórnar – og stundum óstjórnar – bankanna og afleiðinga hennar fyrir fjárlög ríkjanna,“ sagði Elio di Rupo, forsætisráðherra Hollands. Enn eru afar skiptar skoðanir um útfærsluna, en leiðtogarnir búa sig nú undir langa og stranga helgi seint í nóvember þegar næsti leiðtogafundur verður haldinn. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagðist hins vegar ánægður með að andrúmsloft- ið hefði breyst. Nú hefðu Grikkir fengið fullvissu fyrir því að þurfa ekki að yfirgefa evrusvæðið. Grikkir hafa þó ekki enn tryggt sér það viðbót- arframlag frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þeir þurfa að fá fyrir 16. nóvember. Þann dag tæmist ríkissjóður Grikklands, fáist ekki frekari aðstoð. - gb Leiðtogar Evrópusambandsins stefna að því að smíða reglur um sameiginlegt bankaeftirlit fyrir árslok: Ágreiningur áfram um útfærsluna AÐ FUNDARHÖLDUM LOKNUM Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að loknum blaðamanna- fundi í Brussel. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.