Fréttablaðið - 20.10.2012, Síða 6
20. október 2012 LAUGARDAGUR6
FRÉTTASKÝRING
Hvenær verða úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar ljós?
Þriðja þjóðaratkvæðagreiðslan á
lýðveldistímanum fer fram í dag.
Alls hafa Íslendingar átta sinnum
gengið að kjörborðinu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu, fyrst árið 1908 um
áfengisbann.
Fyrirkomulag kosninga og taln-
ing atkvæða er á hendi yfirkjör-
stjórna í hverju kjördæmi fyrir
sig. Talningin er óvenju flókin að
þessu sinni þar sem hver atkvæða-
seðill er í raun sexgildur. Hvern
seðil þarf því að telja sex sinnum.
Í Norðausturkjördæmi verður
sá háttur hafður á að atkvæðin á
hverjum seðli verða slegin inn í
tölvu. Búnt með 200 seðlum verða
slegin inn og samtala þeirra skráð.
Þannig vonast Páll Hlöðversson,
formaður yfirkjörstjórnar, til að
spara tíma.
„Við teljum að þetta spari vinnu
en vitum ekki enn hvort við höfum
rétt fyrir okkur, það er ekki komin
reynsla á þetta. Það hafa verið
gerðar prufur og ég held að við
munum einnig gera stikkprufur á
hinn veginn og athuga hversu
rétt þetta er.“
Með þessu fást fyrstu
tölur úr öllum spurn-
ingum samtímis.
Talningin öll gæti
hins vegar staðið
fram á sunnudag.
Katrín Theodórs-
dóttir, formaður
yfirkjörstjórnar í
Reykjavíkurkjör-
dæmi norður, segir
hins vegar að fallið
hafi verið frá þessari
aðferð, að slá atkvæðin
inn í tölvur. Þess í stað
verði hver seðill talinn sex
sinnum. Hún segir tölvuinn-
slátt hafa verið reyndan en það
hafi ekki gefið góða raun.
„Þetta gaf ekki nógu áreiðan-
lega útkomu og það kom svolítið
af villum. Mitt mat var að sú leið
væri ekki fær nema með tvítaln-
ingu og þá er ávinningurinn af
tölvuleiðinni horfinn.“
Katrín á von á að búið verði
að telja 75-80% svara við fyrstu
spurningunni um ellefu í kvöld.
Hið sama á við um Reykjavík-
urkjördæmi suður að sögn Sveins
Sveinssonar, formanns yfirkjör-
stjórnar. Allir seðlar verði taldir
sex sinnum, byrjað verði á fyrstu
spurningu og svo fari hver seðill
aftur í flokkun og talningu.
Ríkarður Másson, formaður
yfirkjörstjórnar í Norðvestur-
kjördæmi, segir ekki um annað
að ræða en að telja hvern seðil
sex sinnum. Hann á von á fyrstu
tölum upp úr miðnætti.
„Við rennum þó blint í sjó-
inn með það,“ segir Ríkarður.
Nákvæmlega sama orðalag not-
uðu þeir Sveinn og Páll.
Formennirnir eru sammála um
að standi talningin langt fram á
morgun verði talningafólkið sent
heim til að hvílast og talning hefj-
ist aftur að nýju á morgun. Því
getur orðið nokkur bið á að niður-
stöður liggi fyrir að fullu.
Ríkisútvarpið verður með auka-
fréttatíma í sjónvarpi í kvöld
vegna kosninganna og hægt er að
fylgjast með fyrstu tölum á Vísi.
kolbeinn@frettabladid.is
1. Hversu mörg hús og jarðir á
þjóðkirkjan?
2. Hvað heitir nýjasta bók
Arnaldar Indriðasonar?
3. Með hvaða knattspyrnuliði ætlar
landsliðsmarkmaðurinn Gunnleifur
Gunnleifsson að spila á næsta ári?
SVÖR:
1. 92 2. Reykjavíkurnætur 3. Breiðabliki
Renna blint í sjóinn
varðandi talninguna
Þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að stjórnarskrá fer fram í dag. Formenn yfir-
kjörstjórna segjast renna blint í sjóinn varðandi umfang talningar. Atkvæði
verða slegin inn í tölvu í einu kjördæmi. Talningu lýkur varla fyrr en á morgun.
Á KJÖRSTAÐ Endanleg úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggja ekki fyrir fyrr en á
morgun. Utankjörfundaratkvæði eru talin síðast. Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslu í
Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ár Álitaefni Þátttaka Samþykk Andvíg
1908 Áfengisbann 73,0% 60,1% 39,9%
1916 Þegnskylduvinna 53,0% 8,2% 91,8%
1918 Setning sambandslaganna 43,8% 92,6% 7,4%
1933 Afnám áfengisbanns 45,0% 57,7% 42,3%
1944 Afnám sambandslaganna 98,6% 99,5% 0,5%
1944 Setning nýrrar stjórnarskrár 98,6% 98,5% 1,5%
2010 Ríkisábyrgð vegna Icesave 62,5% 1,8% 98,2%
2011 Ríkisábyrgð vegna Icesave 75,0% 40,2% 59,8%
Fyrri þjóðaratkvæðagreiðslur
118.833 konur
118.111 karlar
1 Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs
verði lagðar til grundvallar frum-
varpi að nýrri stjórnarskrá?
2 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði náttúruauðlindir sem ekki
eru í einkaeigu lýstar þjóðar-
eign?
3 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði ákvæði um þjóðkirkju á
Íslandi?
4 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði persónukjör í kosningum
til Alþingis heimilað í meira
mæli en nú er?
5 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði ákvæði um að atkvæði
kjósenda alls staðar að af
landinu vegi jafnt?
6 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá
verði ákvæði um að tiltekið
hlutfall kosningarbærra manna
geti krafist þess að mál fari í
þjóðaratkvæðagreiðslu?
Spurningarnar á kjörseðlinum
Á kjörskrá
eru
236.944
kjósendur
Rjúpnaveiðina
Útbúnaðinn í
færðu í Everest
20%-40% afsláttur
af öllum gönguskóm
30% afsláttur
af öllum
útivistarfatnaði
20% afsláttur af
öllum bakpokum
20% afsláttur af
Vango hitabrúsum,
4 stærðir
20% afsláttur
af snjóþrúgum
DÓMSMÁL Bæjarráð Kópavogs
gerir ekki athugasemdir við að
stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna
Kópavogsbæjar (LSK) greiði máls-
kostnað fyrrum stjórnarmanna í
sjóðnum vegna dómsmáls.
Lögmaður LSK hafði áður sagt
að tveir bæjarstarfsmenn í Kópa-
vogi, sem áður sátu í stjórn lífeyr-
issjóðsins, ættu sjálfir að greiða
1.187 þúsunda króna reikning frá
sameiginlegum lögmanni sínum.
Var það vegna dómsmáls sem
ríkið efndi til og þar sem fólkið
var sýknað. Upphæðin er mismun-
ur á þeim málskostnaði sem ríkið
var dæmt til að greiða fólkinu og
útgefnum 2,9 milljóna króna reikn-
ingi lögmanns þeirra.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu 8. október var gefin út
ákæra á hendur fimm stjórnar-
mönnum og framkvæmdastjóra
LSK vegna 330 milljóna króna
lánveitingar sjóðsins til Kópavogs-
bæjar í janúar 2009. Stjórnarfor-
maðurinn og framkvæmdastjórinn
voru sakfelldir fyrir að hafa gefið
Fjármálaeftirlitinu rangar upplýs-
ingar og dæmdir til að greiða 150
þúsund króna sekt. Hinir fjórir
stjórnarmennirnir voru sýknaðir,
þar með taldir bæjarstarfsmenn-
irnir tveir.
Lögmaður sem lífeyrissjóður-
inn fékk til að skoða málið sagði að
af lögum og sam-
þykktum yrði ekki
annað ráðið „en að
stjórnarmenn beri
sjálfir ábyrgð á
störfum og starf-
rækslu sinni í
þágu og á vegum
lífeyrissjóðsins“
og að hvorki lög
né samþykktir
geymdu „fyrir-
mæli eða vísbendingar um ábyrgð
lífeyrissjóða sem slíkra á störfum
stjórnarmanna“.
Leitað var álits bæjarráðs í mál-
inu þar sem Kópavogsbær greiðir
rekstrarkostnað sjóðs-
ins. - gar
Lögmaður segir lífeyrissjóði óskylt að greiða málskostnað stjórnarmanna sem sýknaðir voru í dómsmáli:
Bæjarráð gefur grænt ljós á málskostnað
FRÉTTABLAÐIÐ 8. OKTÓBER
Tveir starfsmenn Kópavogs
eru ósáttir við að þurfa að
borga lögmanni tæpar 1.200
þúsund krónur þrátt fyrir að
hafa verið sýknaðir í dóms-
máli vegna starfa fyrir lífeyris-
sjóð bæjarstarfsmanna.
8. október 2012 MÁNUDAGUR
2
UMHVERFISMÁL Stjórn Landverndar fer fram á
að Landsvirkjun stöðvi strax framkvæmdir
fyrirtækisins við Bjarnarflag þar sem fyrir-
hugað er að reisa 45 megavatta jarðvarma-
virkjun. Nauðsynlegt sé að bíða þess að
Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúru-
svæða hafi verið samþykkt á Alþingi.
Einnig fer Landvernd fram á að nýtt
umhverfismat vegna virkjunarinnar verði
unnið enda sé það sem liggur fyrir að verða tíu
ára gamalt. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formað-
ur Landverndar, segir að framkvæmdirnar
sem nú séu hafnar óafturkræfar og veki furðu
þar sem framkvæmda-, virkjana-, og rekstrar-
leyfi liggi ekki fyrir. „Það er verið að byrja
á öfugum enda. Annað er að umhverfismatið
sem fyrirtækið byggir á er tíu ára gamalt en
síðan er komin mikil reynsla á jarðvarmavirkj-
anir hér á landi. Sú reynsla er ekki öll góð.“
Landsvirkjun hefur mótmælt því að óeðli-
lega sé staðið að framkvæmdum við Bjarnar-
flag. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að um
undirbúningsframkvæmdir sé að ræða. Fyrir-
tækið hafi sótt um framkvæmdaleyfi fyrir
landmótun á stöðvarhússlóð fyrirhugaðrar
virkjunar til sveitarfélagsins nýlega og fengið.
Álfheiður Ingadóttir, formaður umhverf-
is- og samgöngunefndar, hefur boðað fulltrúa
Landsvirkjunar, Landverndar og sveitarfélags-
ins til fundar.
- shá
Landsvirkjun og Landvernd deila um framkvæmdir fyrirtækisins við Bjarnarflag:
Landvernd vill stöðva framkvæmdir
FRAMKVÆMDIR VIÐ BJARNARFLAG Landvernd telur
framkvæmdirnar unnar „í gloppu“ skipulagslaga, en því
mótmælir fyrirtækið.
MYND/LANDVERND
SPURNING DAGSINS
DÓMSMÁL Tveir starfsmenn Kópa-
vogsbæjar sem sátu í stjórn Líf-
eyrissjóðs starfsmanna Kópa-
vogs í hruninu og sýknaðir voru
af ákæru um ólöglega lánveit-
ingu úr sjóðnum til bæjarins sitja
uppi með hundruð þúsunda króna
málskostnað umfram dæmdar
málsvarnarbætur. Þeir vilja að
lífeyrissjóðurinn greiði mismun-
inn.
Stjórn Lífeyrissjóðs starfs-
manna sveitarfélaga hefur yfir-
tekið Lífeyrissjóð starfsmanna
Kópavogs og fékk mál starfs-
mannanna tveggja inn á borð til
sín. Sjóðurinn óskar nú umsagn-
ar frá bæjaryfirvöldum í Kópa-
vogi. Bæjarráð fjallaði um málið á
fimmtudag en frestaði afgreiðslu
þess. Starfsmennirnir tveir höfðu
sameiginlegan lögmann. Honum
voru dæmdar 1.732 þúsund krón-
ur úr ríkissjóði í málsvarnarlaun
en sú upphæð dugar ekki til.Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokks, var einn sex
einstaklinga sem ákærðir voru í
málinu. Ómar var stjórnarmaður
í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópa-
vogs á þeim tíma sem málið rekur
upphaf sitt til. Hann var sýknað-
ur og það sama gildir um Flosa
Eiríksson, þáverandi bæjarfull-
trúa Samfylkingar og stjórnar-
mann í sjóðnum.Hvorugur þeirra Ómars og
Flosa hefur óskað eftir sambæri-
legri fyrirgreiðslu og starfs-
mennirnir tveir. Ómar segir mál-
inu hins vegar fjarri því lokið af
sinni hálfu.„Fjármálaeftirlitið og fjármála-
ráðherrann þáverandi sviptu mig
ærunni með því ð kd
að taka mig úr stjórn sjóðs-ins. Síðan kom í ljós að ég var saklaus – eins og var vitað frá fyrstu mínútu,“ segir Ómar sem kveðst vera að athuga sína réttar-stöðu, meðal
annars með tilliti til skaðabóta.
„Það er algjörlega óásættanlegt
að vera sviptur ærunni skömmu
fyrir prófkjör Þaðá
enda var þetta fólk niðurlægt í
réttarsalnum,“ segir Ómar.Í málinu var Gunnar I. Birgis-
son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks og þáverandi bæjarstjóri,
sakfelldur í maí síðastliðnum
ásamt þáverandi framkvæmda-
stjóra lífeyrissjóðsins fyrir 330
milljóna króna lánveitingu úr
sjóðnum til Kópavogsbæjar án
lagaheimildar í janúar 2009. Þeir
voru hvor fyrir sig dæmdir til að
greiða 150 þúsund króna sekt
„Við ákvörðun refsilít
Vilja ekki sitja saklaus uppi með málskostnað
Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs, sem sýknaður var af aðild
að ólöglegri lánveitingu úr sjóðnum, segist hafa verið sviptur ærunni. Tveir aðrir
stjórnarmenn vilja að lífeyrissjóðurinn greiði það sem á vantar í málskostnað.
KÓPAVOGUR Tveir bæjarstarfsmenn sem sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna
Kópavogs sitja uppi með lögfræðikostnað þrátt fyrir sýknu í dómsmáli gegn þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Íbúi í miðborginni
brást illa við þegar þrír menn
migu utan í svefnherbergis-glugga hans í fyrrinótt. Hann
hljóp nakinn út úr íbúð sinni vopnaður því sem lögregla kallar
„frumskógarsveðju“ og rass-skellti mennina.Eftir að hafa tuktað þremenn-
ingana til fór hann aftur inn til
sín en var fljótlega handtekinn,
látinn klæða sig og færður á lög-
reglustöð þar sem honum var
gert að útskýra viðbrögð sín.Lögregla áréttar að það varði sektum að kasta af sér vatni á almannafæri.
- sh
Nakinn maður handtekinn:Rassskellti þrjá gluggamíga með sveðju
VEÐUR Krapasnjór var á Holta-
vörðuheiði í gær og hálkublettir
og éljagangur á Öxnadalsheiði.
Hálkublettir voru á Bröttu-brekku, Fróðárheiði, Vatnsskarði
og Þverárfalli. Snjóþekja var
einnig á flestum fjallvegum á
Vestfjörðum.Veðurstofan segir að þar sem
vegir á láglendi eru blautir og
sums staðar er krapi, myndast
fljótlega ísing eftir að dimmir,
einnig á láglendi.
shá
Ísing þegar dimma tekur:Færð á heiðum spilltist í gær
Verða bændur áberandi á lista lögreglu?
„Bændur munu bera sig vel, enda
um rangan áburð að ræða.“Tilkynna þarf magnkaup á áburði sam-
kvæmt nýju vopnalagafrumvarpi. Meðal-
bú á Íslandi notar hins vegar ekki undir
20 tonnum á ári. Haraldur Benediktsson
er formaður Bændasamtakanna.
PARÍS, AP Frakkar efla nú öryggis-
gæslu við bænastaði gyðinga eftir að púðurskotum var skotið
að samkunduhúsi í Argenteuil í
úthverfi Parísar á laugardags-
kvöld.
Francois Hollande, Frakklands-
forseti, hitti leiðtoga franskra
gyðinga í gær og lofaði að berjast
á móti öfgum og gyðingahatri
„af mikilli hörku“. Hann lofaði
aukinni öryggisgæslu við helga
staði gyðinga „á næstu dögum
eða klukkutímum“ í tilraun til að
koma í veg fyrir frekEi
Frakklandsforseti lofar:Vakta bænahús gyðinga í París
ÓMAR STEFÁNSSON
KOSNINGAR Freyja Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri NPA miðstöðv-
arinnar, hefur ákveðið að bjóða sig
fram á lista Bjartrar framtíðar
fyrir alþingiskosningarnar í vor.Freyja stefn-ir á að bjóða starfskrafta sína í Krag-anum, eða SV-kjördæmi, en ákvörðun um skipun á lista l iggur ekk i fyrir frá hendi stjórnar flokks-ins.Freyja segir að áhugi sinn á
stjórnmálum hafi kviknað á þeim
tíma sem hún starfaði á vett-
vangi stjórnlagaráðs, en fram til
þess tíma hafi hún mest beitt sér í
mannréttindabaráttu fatlaðs fólks.
Freyja segir það ekki hafa heill-
að að starfa fyrir fjórflokkinn.
„Björt framtíð er nýr flokkur sem
birtist mér sem vettvangur þar
sem stjórnmál eiga að vera af-
slöppuð og um leið ábyrg, áhersla
er á róttækni í mannréttinda-
málum og unnið sé að jafnvægi á
öllum sviðum samfélagsins. Það
heillar mig.“
- shá
Björt framtíð fær liðsauka:Freyja býður sig fram til þings
FREYJA
HARALDSDÓTTIR
VEISTU SVARIÐ?