Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 22
20. október 2012 LAUGARDAGUR22
Grandinn
breytir
um svip
Undanfarin ár hefur Grandinn í Reykja-
vík tekið miklum stakkaskiptum. Marg-
vísleg fyrirtæki og verslanir hafa sprottið
upp á svæði sem eitt sinn var lagt undir
starfsemi sem tengdist sjávarútvegi. Sig-
ríður Björg Tómasdóttir blaðamaður og
Stefán Karlson ljósmyndari tóku púlsinn
úti á Granda í fallegu haustveðri og hittu
fyrir fjölbreytilegan hóp athafnafólks.
NÝFLUTTIR „Ég beið eftir því að þetta húsnæði yrði auglýst til leigu og stökk til þegar það var gert,“ segir David Robertsson, annar
eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu, sem nýverið flutti af Hólmaslóð á Grandagarð. „Það er meira líf hér sem er gott fyrir okkur,“
segir David sem er hér með Emil Guðmundssyni, meðeiganda sínum.
FRAMHALD Á SÍÐU 24
VIL EKKI VERA ANNARS STAÐAR „Ég þekki Grandann vel og vil hvergi annars staðar vera,“ segir Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og eigandi Farmers Market. „Ég og maðurinn minn [Jóel Pálsson] festum
kaup á húsnæði fyrir verslun og vinnustofu fyrir nokkrum árum. Við fluttum okkur svo nýverið um set í stærra húsnæði og fáum mikla traffík hingað. Það hékk fólk á hurðarhúninum í morgun,“ segir
Bergþóra en ný Farmers Market verslun er við Hólmaslóð 2. „Núna höfum við líka pláss fyrir vörur annarra og svo rekum við lítið gallerí á einum veggnum,“ segir Bergþóra sem sést hér á vinnustofu sinni.
Verbúðirnar Við Grandagarð standa verbúðir í röðum. Margar hafa
fengið nýtt hlutverk en í sumum er enn starfsemi tengd sjávarútvegi.
Höfnin Við Grandagarð hefur verið höfn í Reykjavík frá upphafi 20.
aldar og þó að umhverfið hafi breyst mikið er höfnin þar enn.
Kaffið Kaffivagninn er samur við sig, þar má fá kaffisopa og með því
allan daginn sem fastakúnnarnir kunna að meta.
GAMLI TÍMINN Á GRANDANUM