Fréttablaðið - 20.10.2012, Side 44

Fréttablaðið - 20.10.2012, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGÚlpur & yfirhafnir LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 20124 Við val á yfirhöfn fyrir veturinn er margt sem ber að hafa í huga. Til að byrja með er gott að taka ákvörðun um hvaða notagildi f líkin á að hafa. Er þetta hvers- dagsflík eða spari? Á að nota hana í skíða- brekkunni, við útivist, vinnu eða bara til að labba á milli húsa í miðbænum? Jakki, úlpa, frakki eða kápa? Til eru margar tegundir yfir- hafna, bæði úr bómull, ull og ýmsum gerviefnum. Ullar- jakkar og frakkar eru afar hentugir, hlýir og snyrti legir fyrir skrifstofuna, pöbb- aröltið eða veisluna en þykk dúnúlpa með hettu, fóðri og öllu tilheyrandi er ef til vill betri ef ætl- unin er að moka snjó og fyrir lengri dvöl utandyra í kulda. Þynnri úlpur og jakkar eru millivegurinn og hafa hversdagslegra notagildi en þykk dúnúlpa eða ullar flík. Sportlegur þunnur jakki eða úlpa í hermannastíl eru hentugar flíkur til að nota hversdagslega. Stærð skiptir máli Ef stærðin á yfirhöfn er þannig að hægt er að fara í peysu inn undir, eykst notagildi flíkurinnar þar sem hægt er að klæða sig í hlýrri föt undir sé kalt í veðri. Þó má yfirhöfnin ekki vera þannig að hún poki og vindurinn næði upp um mittið og ofan í hálsmálið og inn á bol- svæðið. Tískubóla eða klassík? Gott er að hafa í huga tísku- strauma sem geta verið breyti- legir og að yfirhöfn sem keypt er gæti vel verið dottin úr tísku næsta vetur. Þó eru mörg snið og týpur af yf- irhöfnum sem eru klassísk og notið hafa vinsælda um áraraðir. Með það í huga er hægt að gera góð kaup á yfir höfn sem dugar um árabil, bæði hvað snertir tísku, end- ingu og notagildi. Val á yfirhöfn er vandaverk Jakki, úlpa, frakki, kápa, dúnn eða ull? Slíkum spurningum getur verið erfitt að svara, þegar veður skipast fljótt í lofti og forðast á kuldann en samt á að vera töff í tauinu. Inúítar búa á nyrstu svæðum Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna. Flestir hafa séð myndir af inúítum vel dúðuðum í föt úr skinni enda góð skjólföt for- senda þess að lifa af kuldann á þessum slóðum þegar hafst er við úti í einhvern tíma, til dæmis á veiðum. Skinnið sem inúítar nota helst er hreindýraskinn því það er bæði hlýtt og létt. Ef ekki er hægt að fá hrein- dýraskinn eru skinn af selum, ísbjörnum og jafnvel refum notuð. Áður fyrr voru skinnin saumuð saman með nálum úr beinum og þráðum úr sinum. Hönnun klæðanna er misjöfn eftir svæðum en samsetning flíkanna er sú sama alls staðar; úlpa með hettu, buxur, sokkar, stígvél og vettlingar. Fötin eru hlý og vatnsheld. Á veturna klæðist fólk tveimur lögum af fötum. Á innra laginu snýr feldurinn næst húðinni en á ytra laginu snýr skinnið út. Loft sem leikur á milli laganna heldur líkamshitanum uppi og hleypir svita út. Eitt lag dugar á sumrin. Flest fötin eru enn í dag heimagerð úr skinnum og feldum dýra sem veidd hafa verið til matar. Útlitið hefur þó breyst eitthvað í gegnum tíðina. Úlpan, amauti, er þröng með það stórri hettu að konur geta borið börn sín á bakinu undir henni og varið þau gegn veðri og vindum. Á brún hettunnar er yfirleitt loðinn kantur sem gerður er úr feldi refa eða úlfa. Glansandi hár feldsins gera það að verkum að auðvelt er að hrista snjó af hettunni. Lag og lengd hettunnar er misjöfn eftir svæðum. Stígvél, mukluk eða kamiks, sem fólk klæðist á vetrum eru einnig úr hreindýraskinni. Þau eru líka gerð úr tveimur og jafnvel þremur lögum líkt og yfir- hafnirnar. Fyrsta laginu má líkja við legghlífar og á þeim snýr feldurinn að húðinni, undir buxunum. Á ytra laginu snýr feldurinn út og nær alveg upp á hné. Þessi hluti stígvélsins var úr skinninu sem var á fótum hrein- dýrsins en nú er fótstykkið yfirleitt gert úr kindaskinni. Ullin snýr inn á við en sólinn er gerður úr skinni sem veitir einangrun og gott grip. Stundum er þriðja lagið notað sem er þá vatnshelt og gert úr selskinni og notað þegar veitt er snemma vetrar á brún íssins. Þegar skinnflíkurnar eru ekki í notkun eru þær geymdar í köldum skála við hlið húsanna. Ef þær eru geymdar inni þar sem hlýtt er og lágt rakastig eyði- leggjast þær fljótlega. Lífsnauðsynleg vörn Skjólgóð föt inúíta úr skinni og feldum eru forsenda þess að lifa af kuldann á norðlægum slóðum. Hreindýraskinn eru notuð auk sels- og ísbjarnarskinna. Bæði konur og menn á norðlægum slóðum klæðast fötum úr skinni og feldum dýra. N O RD IC P H O TO /G ET TY Á Íslandi er nauðsynlegt að eiga að minnsta kosti eina þykka úlpu með hettu. Hlýjar yfirhafnir þurfa ekki að vera púkó eins og sjá má. Þunnar úlpur og jakkar eru góðir hversdags og til að skjótast á milli húsa. Ef flíkin á að endast er gott að velta því fyrir sér hvort um tískubólu sé að ræða eða ekki. Í Útilífi má finna mikið úrval af úlpum og ættu allir að geta fundið sér úlpu við sitt hæfi. „Við erum með breiðar línur í f lestum merkjunum,“ segir Elín Ragna Val- björnsdóttir, verslunarstjóri Útilífs í Kringlunni. „Við erum með vand- aðar úlpur frá North-Face sem henta fyrir alls kyns veðurfar og eru bæði hlýjar og léttar, ásamt því að vera með stóru og miklu heimskauta- úlpurnar frá North Face sem allir þekkja.“ „Við erum með mikið úrval af úlpum frá Zo-On, Didriksons og Helly Hansen. Úlpurnar eru bæði fyrir börn og fullorðna og fáanlegar í mörgum sniðum og litum.“ Einnig má fá brettaúlpur fyrir dömur, herra og krakka frá Roxy og Quiksilver. „Þetta er mjög vandaður brettafatnaður sem við erum með og fötin eru bæði litrík og skemmtileg,“ segir Elín. Flestar úlpurnar sem eru í boði hjá Útilíf eru vindheldar, með öndun og mismikla vatnsvörn. Elín segir kápuúlpur vera mikið í tísku núna. „Þessar úlpur eru síðar og dömulegar. Einnig eru svokall- aðar parka-úlpur vinsælar. Það eru þessar hefðbundnu úlpur sem hafa verið í tísku undanfarin ár, þær eru með loðkraga og ná niður á mið læri. Mikið er um hermannagræna liti og dökka liti, út í grátt. Einnig rauða og rauðbleika tóna.“ „Þegar úlpa er valin þarf fyrst og fremst að athuga í hvaða að stæðum á að nota úlpuna. Á hún að vera götuúlpa eða á að fara í henni upp í fjall? Það þarf að passa að velja rétta stærð af úlpu, hún má ekki vera of stór, en gott er að geta klætt sig í peysu innan undir ef þess er þörf. Hún má heldur ekki vera of víð þannig að það blási inn undir hana. Hér í Úti- lífi erum við með úlpur sem henta í öllum aðstæðum og eru fyrir alla,“ segir Elín. Kringlukast verður í gangi alla helgina og stendur fram á mánudag. Þá verða valdar úlpur á tutt- ugu prósenta tilboðs- verði ása mt öl lum Roxy- og Quiksilver- úlpunum í Útilífi. Úlpur í miklu úrvali Útilíf býður mikið úrval af úlpum í mörgum merkjum fyrir bæði kyn og alla aldurshópa. Síðar kápuúlpur eru helst í tísku fyrir dömurnar og mikið um græna og dökka liti. Elín, verslunarstjóri í Útilífi í Kringlunni, segir úrvalið af úlpum vera mikið í Útilífi, þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. MYND/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.