Fréttablaðið - 20.10.2012, Side 46

Fréttablaðið - 20.10.2012, Side 46
FÓLK| eyrum eða þar til foreldrar mínir skildu. Eftir það bjó ég með mömmu hér og þar en fór vestur til pabba í öllum fríum. Þegar grunnskólagangan var hálfnuð flutti ég svo alfarinn í sveitina og kláraði skólaskylduna þar,“ útskýrir Ásmundur sem enn býr í Dölunum en leigir kjallara- íbúð í Vesturbænum þar sem hann dvelur í miðri viku. „Þingmannsstörfin eru svipuð því og að vera úti á sjó. Kona mín og dætur prófuðu að búa hjá mér í höfuðstaðnum í fyrravetur en líkaði ekki veran fyrir sunnan. Við ákváðum því að skólaganga eldri stelpunnar hæfist í sveitinni,“ segir Ásmundur sem oftast fer heim á Lamb- eyrar um helgar. SVEITIN TOGAR „Sveitin togar alltaf enda hvergi betra að vera. Í sveitinni ríkir kyrrð og nálægð við náttúruna. Þar er allt hreinna og heil- brigðara. Þar gefst líka meiri tími til að vera saman og samfélag við fólk verður þéttara og nánara.“ Ásmundur segir vinnuvikurnar á þinginu of þéttbókaðar til að tími gefist fyrir heimþrá. „Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar og missi af daglegri tilveru dætra minna. Því bera helgarfríin dálítinn keim af pabbahelgum en það er hluti af því að búa í sveit en vinna í borg,“ segir Ásmundur. Í helgarfríum gefst honum einnig tími til að næra bóndann í sjálfum sér. „Þá fer ég í fjárhúsgallann og gúmmískó, fæ skít undir neglurnar og sigg í lófa. Það er mér jafn mikil nauðsyn og að fara í smalamennsku til fjalla.“ UPPRUNINN MIKILVÆGUR Ásmundur segir ekki hafa verið á stefnuskránni að verða stjórnmálamaður. „Ég hef alltaf haft áhuga á nærsamfélaginu og á mér brenna málefni sem snúa að landsbyggðinni. Því leiddi eitt af öðru og ég endaði á þingi. Þar hef ég þó ekki hugsað mér að vera til eilífðarnóns, eða til þess eins að geta titlað mig alþingismann, en mig klæjar í fingurna að láta gott af mér leiða.“ Ásmundur lifir stoltur eftir þeirri kenningu að minnast uppruna síns, sögu og menningu. „Slíkur hugsunarháttur skiptir Íslendinga miklu um leið og þeir þurfa að vera opnir fyrir nýjungum og framtíðinni. Uppruninn er það sem gerir okkur að Íslendingum og að vera meðvituð um það gerir okkur sterkari og öflugri sem þjóð. Mér finnst örstutt síðan ég var barn og tíminn líður svo sannarlega hratt. Þegar maður er barn langar mann að verða stór en þegar maður er orðinn fullorðinn áttar maður sig á hversu frábært og áhyggjulaust líf það er að vera barn. Við megum því aldrei taka okkur svo hátíðlega að gleyma barninu innra með okkur. Ég lifi eftir því mottói.“ ■ thordis@365.is LÍFSGLEÐI „Þegar maður er barn langar mann að verða stór, en þegar maður er orðinn fullorðinn áttar maður sig á hversu frábært og áhyggjulaust líf það er að vera barn.“ ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU Þau Snorri Jónsson og Judith Orlis-hausen hafa hannað nýja íslenska herraskólínu úr laxaroði undir vöru- merkinu RE 101. Fyrirtækið hefur selt skólínu sína á Ítalíu um nokkurt skeið með góðum árangri. „Skórnir eru gerðir algjör- lega úr roði. Það er tilvalið að nota roðið með öðru en erfiðara að gera heila skó úr því. Það fer mikið roð í þá og það er mikil vinna fyrir skósmiðinn að púsla bútunum saman. Það var því svolítið erfitt að fá framleiðendur til að gera þá,“ segir Snorri, hönnuður og meðeigandi RE 101. Skórnir eru úr laxaroði frá Sjávar- leðri á Sauðárkróki og eru handsaumaðir samkvæmt gamalli hefð í litlu upplagi af fjölskyldufyrirtækjum á Ítalíu og Portú- gal, en RE 101 hefur valið þessa aðila af kostgæfni. „Það er stefna fyrirtækisins að skila framúrskarandi hönnun og gæðum, en bera samt fulla virðingu fyrir fólki og umhverfi. Þess vegna voru evrópsk fjölskyldufyrirtæki valin fram yfir verk- smiðjur í Asíu og þetta sérstaka íslenska hráefni, laxaleður. Þessi áhersla á sjálf- bærni í iðnaði er að aukast og fólk er farið að hugsa meira um umhverfið, menn, dýr og jarðveg. Því finnst gaman að vita að varan sé unnin úr aukaafurð úr mat- vælaframleiðslu sem annars yrði hent en í staðinn verður úr henni lúxusvara.“ Snorri segir gæðin í íslenska roðinu vera mjög mikil og ekki sambærileg ann- ars staðar. „Ég hef sjálfur gengið í svona skóm og er með eitt tveggja ára par sem hefur verið notað við íslenskar aðstæður sem ég sýni kaupendum. Þeir líta mjög vel út og liturinn og áferðin situr mjög föst í roðinu.“ Nýja vetrarlínan fyrir veturinn 2013- 2014 var að koma í hús hjá RE 101 nú á dögunum. „Við erum tímanlega í þessu af því að skórnir taka tíma í framleiðslu. Sú lína er áætluð í sölu næsta haust en línan sem er í verslununum núna er mjög klassísk og við munum ekki skipta út heilum línum á hverju ári. Þessir skór verða því áfram í sölu.“ Nýju íslensku herraskórnir verða fyrst um sinn eingöngu fáanlegir á tveimur stöðum á landinu, í Kraum og í Duty free fashion á Keflavíkurflugvelli. Skóframleiðsla er ekki það eina sem þau Snorri og Judith eru að dunda sér við því þau reka einnig fyrirtækið Reykjavík Distillery sem framleiðir nokkrar tegundir af víni. Flöskur fyrir- tækisins hlutu á dögunum alþjóðleg hönnunarverðlaun og verða samstarfs- félagarnir, Snorri og Judith, í Berlín nú um helgina en þar fer fram opnunarhá- tíð sýningar á þeim vörum sem fengu verðlaun. „Verðlaunin eru mikil alþjóð- leg viðurkenning á okkar hönnun sem við erum mjög stolt af.“ ■ lilja.bjork@365.is SKÓR ÚR LAXAROÐI HANDSAUMAÐIR HERRASKÓR Tískufyrirtækið RE 101 framleiðir íslenska herraskólínu úr laxaroði. Skórnir eru unnir úr roði sem annars yrði hent. RE 101 Hönnunarteymið Snorri og Judith ásamt Höllu Bogadóttur í Kraum sem er þeirra hægri hönd í skósölunni. MYND/ANTON Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt teppi á stigaganginn – nú er tækifærið !!!! Eitt verð - niðurkomið kr. 5.790 m2 Verðdæmi: 70 fermetra stigahús með 8 íbúðum Heildarverð 405.300 kr Vsk af vinnu 39.825 kr pr. íbúð aðeins 45.684 kr Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðar lausu BÓKHALD, ÁRSREIKNINGAGERÐ, SKATTARÁÐGJÖF. HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is B ra nd en bu rg Við skutlum Júlíu heim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.