Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 80
20. október 2012 LAUGARDAGUR48
timamot@frettabladid.is
„Við unglingarnir höfum mjög mik-
inn metnað fyrir Vinavikunni, erum
öll saman að skipuleggja viðburði
vikunnar. Stefán Már Gunnlaugs-
son, presturinn okkar, hefur hjálp-
að okkur með hugmyndirnar, en við
framkvæmum þær svo,“ segir Sverrir
Hrafn Friðriksson, nemandi í 10. bekk
í Vopnafjarðarskóla. Unglingar í æsku-
lýðsstarfi Vopnafjarðarkirkju hafa sett
mikinn svip á bæinn í vikunni. Þeir
hafa, nú þriðja árið í röð, staðið fyrir
Vinaviku í bænum. Vikan hófst síð-
astliðinn sunnudag með Vinabíói og á
hverjum degi í vikunni hafa unglingar
í bænum staðið fyrir skemmtilegum
uppákomum. Sverrir Hrafn segir vik-
una hafa gengið mjög vel.
„Við höfum gert margt mjög
skemmtilegt í vikunni. Á mánudag
vöknuðum við eldsnemma, klukkan
sjö, og gengum um bæinn og settum
fallega orðsendingu á dyrahúna hjá
fólki í bænum. Við stóðum fyrir Vina-
skrúðgöngu á fimmtudag og feng-
um marga bæjarbúa til að taka þátt í
henni, enda vorum við reyndar búin að
vekja mikla athygli á henni með því að
fara um bæinn í traktorsvögnum fyrr
í vikunni,“ segir Sverrir Hrafn.
Vopnfirsk ungmenni hafa í Vinavik-
unni einnig bankað upp á hjá íbúum
bæjarins og boðist til að aðstoða þá við
húsverkin. „Það er mjög vinsælt að fá
okkur til þess að þrífa glugga og sópa
stéttir.“ Í gær buðu ungmennin svo upp
á knús og fóru létt með það. „Við erum
ekkert feimin við að vera vinaleg og
ekkert að hugsa um hvort við séum
kjánaleg. Það eru allir svo ánægðir
með okkur og maður verður auðvitað
svo miklu vinalegri þegar maður tekur
þátt í Vinavikunni.“
Sverrir Hrafn hefur tekið þátt í
Vinavikunni í þau þrjú ár sem hún
hefur verið haldin en nemendur í
8., 9., og 10. bekk standa að vikunni.
Markmið unglinganna er að safna sér
fyrir ferð á landsmót æskulýðsfélaga
á Egilsstöðum. „Söfnunin gengur mjög
vel, en við erum ekkert að hugsa um
hana öllum stundum, heldur erum bara
að njóta lífsins í Vinavikunni.“
Á morgun er lokadagur vikunnar og
ein aðaluppákoman, Kærleiksmara-
þonið. „Þá bjóðum við í kaffi og kökur
í safnaðarheimilinu að lokinni messu,
og svo er pitsuveisla og flugeldasýning
líka,“ segir Sverrir Hrafn að lokum.
sigridur@frettabladid.is
VINAVIKA Á VOPNAFIRÐI: UNGLINGAR SETJA SVIP SINN Á BÆINN
Kærleiksmaraþon og knús
GRÆN OG VÆN Unglingarnir á Vopnafirði hafa málað bæinn grænan í vikunni íklædd grænu. Einnig skreyttu þau með grænum borðum, gáfu
grænar blöðrur og fóru í fyrirtæki og stofnanir og heilsuðu upp á gesti og gangandi.
UM BÆINN Í GLEÐI OG SÖNG Vopnfirskir unglingar á ferð um bæinn á miðvikudag þegar græni
liturinn var allsráðandi.
SNOOP DOGG, bandarískur rappari á stórafmæli í dag.
„Það er of auðvelt fyrir börn að komast í slæman félagsskap og byrja að neyta eiturlyfja.
Við verðum að gera það jafn auðvelt fyrir börn að mennta sig og stunda íþróttir.“
40
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
STEFÁN STEFÁNSSON
fyrrv. framhaldsskólakennari,
Hlíðarhúsum 3, Reykjavík,
lést á Landakoti sunnudaginn 14. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 22. október kl. 13.00. Þeim
sem vildu minnast hans er bent á Orgelsjóð Grafarvogskirkju.
Sefán Bogi Stefánsson Kristín Jóhannesdóttir
Karólína Sigfríð Stefánsdóttir Þórður Björgvinsson
Elín Pálsdóttir Vigfús Þór Árnason
afa- og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
DAVÍÐ GUÐLAUGSSON
fyrrv. skipstjóri,
Hagaflöt 9, Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 25. október kl. 14.00. Blóm og kransar
vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Sjúkrahús Akraness.
Guðm. Rúnar Davíðsson Margrét Sigurðardóttir
Sigurður Grétar Davíðsson Hólmfríður D. Guðmundsdóttir
Harpa Hrönn Davíðsdóttir Búi Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts
GÍSLÍNU MARGRÉTAR
ÓSKARSDÓTTUR
Dvergagili 30, Akureyri.
Tryggvi Valsteinsson og fjölskylda.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát
og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
HALLGRÍMS V. MARINÓSSONAR
Hellisgötu 1, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Karitas – heimahjúkrunar og starfsfólki
krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir
alúð og virðingu í veikindum hans. Einnig þökkum við vinum og
vandamönnum sem veitt hafa stuðning og kærleika.
Arndís K. Sigurbjörnsdóttir
Margrét Hallgrímsdóttir
Sigurbjörg Hallgrímsdóttir Kristján Jónsson
Kristín Hallgrímsdóttir Birgir Björnsson
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR Þ. BJARNAR
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
16. september sl. Sérstakar þakkir færum
við starfsfólki 1. hæðar Sóltúns fyrir einstaka
umönnun.
Sigrún I. Sigurðardóttir Skarphéðinn Þórisson
Ingibjörg Sigurðardóttir Kristján Jóhannsson
Dóra Sigurðardóttir Birgir Þórarinsson
Egill Þór Sigurðsson Sigrún Edda Jónsdóttir
Anna Laufey Sigurðardóttir Birgir Þórisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra
VALGEIRS G. VILHJÁLMSSONAR
Árskógum 8, Reykjavík.
Starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar
fær sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og
hlýhug.
Anna Dagrún Magnúsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Kolbrún Gunnlaugsdóttir
Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir Pálmar Guðmundsson
Gunnlaugur K. Gunnlaugsson Guðríður Ágústsdóttir
og fjölskyldur.
Eiginkona mín,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki fimmtudaginn 18. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Rögnvaldur Gíslason