Fréttablaðið - 20.10.2012, Síða 90

Fréttablaðið - 20.10.2012, Síða 90
20. október 2012 LAUGARDAGUR58 58 menning@frettabladid.is Íransk-bandaríski baritón- söngvarinn Anooshah Gole- sorki fer með hlutverk Luna greifa í uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Trovatore, sem frumsýnd verður í Hörpu í kvöld. Golesorki er efnafræðingur að mennt en eftir viðdvöl á tilrauna- stofum og í viðskiptalífinu hefur leið hans legið um helstu óperuhús heims. Anooshah Golesorki ætlaði að sleppa æfingu þegar fundum okkar bar saman á fimmtudag. Hann var með flensu og röddin ekki upp á sitt besta. En hann er viss um að hann verði búinn að ná sér fyrir frumsýningu Íslensku óperunnar á Il Trovatore eftir Verdi í Hörpu á laugardag, þar sem hann syngur hlutverk Luna greifa. Það kemur sér vel að hann hefur sungið hlut- verkið margoft og kann það í þaula. „Þetta er krefjandi hlutverk,“ segir hann og sötrar á tei til að mýkja hálsinn. „Þetta er líka erfið ópera. Ég hef heyrt það haft eftir bæði Caruso og Toscanini að Il Trovatore sé afar auðveld í upp- setningu, svo framarlega sem maður hafi yfir að ráða fimm bestu söngvurum heims. En mér finnst Halldóri Laxness leikstjóra hafa tekist mjög vel upp í þessari upp- færslu.“ Heimurinn er sviðið Golesorki segir að sig hafi lengi langað að koma til Íslands en ekki haft tækifæri til þess fyrr en nú. „Fyrir nokkrum árum söng ég með Jóhanni Friðgeiri Valdimars- syni og það tókst með okkur góður vinskapur. Hann sagðist mundu ná mér til Íslands fyrr eða síðar og fyrir ekki svo löngu sendi hann mér tölvupóst og sagðist hafa nefnt nafn mitt við Stefán Bald- ursson óperustjóra, Hann kom okkur tveimur í samband og þann- ig atvikaðist það að ég tók að mér hlutverk Luna greifa í þessari upp- færslu.“ Golesorki á að baki afar far- sælan feril. Hann hefur sungið í helstu tónlistarhúsum heims og fram undan er þéttskipuð dagskrá. Hann segir þetta eilífa flakk hafa kosti og galla. „Þetta hefur greinileg áhrif á röddina. Stöðugar flugferðir þurrka upp slímhúðina í munni og stöðugur þeytingur á milli tíma- Efnafræðingurinn syngjandi ANOOSHAH GOLESORKI Eilífur þeytingur um allan heim tekur sinn toll af söngvurum, segir baritónsöngvarinn. Flugferðir fara ekki vel með röddina og flakk á milli tímabelta getur gert menn úrvinda. „En á móti kemur að maður fær að sjá heiminn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON belta getur gert mann úrvinda. Allt tekur þetta sinn toll. Þetta er hins vegar aðeins önnur hliðin á peningnum. Það eru tvær leiðir til að sinna þessari vinnu. Önnur er að komast á fastan samn- ing hjá óperuhúsi og syngja þar. Þessu fylgir ákveðið öryggi en á hinn bóginn sér maður ekki heim- inn og möguleikar manns á vel- gengni eru minni en þegar maður ferðast á milli óperu- húsa heimsins. Fæst óperuhús nú til dags eru með fastráðinn hóp heldur ráða söngvara fyrir hverja sýningu, eins og hér.“ Var haldið frá tónlist í æsku Bakgrunnur Golesorki er um margt óvenju- legur fyrir óperu- söngvara. Hann er fæddur í Íran en flutt- ist ungur til Banda- ríkjanna þar sem hann ólst upp. Hann stefndi aldrei á að verða söngvari og segir það hafa gerst fyrir hálf- gerða tilviljun en stefndi þess í stað á feril í efnafræði. „Margir, ef ekki flestir, í þess- um bransa byrja mjög ungir að syngja, til dæmis í kór. Því var öfugt farið með mig. Foreldrar mínir voru meðal annars tónlist- armenn en héldu mér markvisst frá því í þeirri von að ég fyndi mér „alvöru“ vinnu, sem gæfi vel í aðra hönd. Ég nam ekki tónlist fyrr en ég fór í háskóla. Þar lagði ég stund á tónsmíðar og leiklist af þeirri einföldu ástæðu að mér fannst það gaman. Efnafræðin var það sem ætlaði að leggja fyrir mig; hún var dálítið þurr en ég ætlaði mér svo sannarlega að verða vís- indamaður.“ Það var hins vegar á háskólaár- unum sem Golesorki uppgötvaði að hann gat sungið. „Kvöld eitt var ég á heimleið með vinkonu minni sem var söngkona. Ég hafði fengið mér neðan í því og byrjaði að syngja úti á götu. Hún stakk upp á að ég færi til söngkenn- ara. Ég stakk upp á að hún færi til geðlæknis. En hún hélt áfram að þrýsta á mig og það endaði á að ég fór í raddprufur fyrir uppfærslu sem átti að setja upp og ég komst inn. Athugaðu að þetta var tækni- skóli, ekki listaskóli, og ég er enn þann dag í dag sannfærður um að ástæðan fyrir því að ég komst áfram var sú að það var leitun að mönn- um sem gátu hugsað sér að syngja á sviði, ekki vegna þess að ég hafi verið sérstaklega góður.“ Varð ómeðvitað söngvari Þarna fékk Golesorki söngbakteríuna, sem stigmagnaðist næstu árin. Hann fór í söng- nám meðfram vinnu og söng í fyrsta sinn sem atvinnusöngvari á sviði árið 1988. Samt stóð ekki til af hans hálfu að verða söngvari. „Aldeilis ekki, ég ætlaði að gera allt annað. Eftir nokkur ár á til- raunastofunni sneri ég mér að fjár- málageiranum. Árið 1991 flutti ég til Evrópu og fór að vinna fyrir svissneskan kaupsýslumann, auk þess að taka að mér eitt og eitt sönghlutverk. Það vatt upp á sig og árið 1993 áttaði ég mig á því að söngurinn var farinn að skipa það stóran sess að ég hafði ekki tíma fyrir hina vinnuna. Ég var orðinn atvinnusöngvari í fullu starfi án þess að gera mér grein fyrir því. Sjálfsagt hef ég alltaf stefnt í þessa átt, meðvitað eða ómeðvitað. En þarna tók ég ákvörðun um að ein- beita mér alfarið að söngnum. Og hér er ég í dag.“ bergsteinn@frettabladid.is TILKOMUMIKIL FERILSKRÁ Anooshah Golesorki er fæddur í Íran og bjó þar til átta ára aldurs, en fluttist þá til Suður-Kaliforníu, þar sem hann ólst upp. Hann lauk BA-gráðu í tón- smíðum, auk B.S. og M.S.-gráðu í efnafræði, frá University of San Diego og San Diego State University. Golesorki hefur sungið í mörgum þekktustu tónlistarhúsum heims, til dæmis Metropolitan-óperunni í New York, San Francisco-óperunni, Carnegie Hall, þjóðaróperunni í Vínarborg, Teatro Real í Madrid, Deutsche Oper í Berlín, óperunni í Hamborg og Royal Albert Hall í London, svo fátt eitt sé nefnt. Kvöld eitt var ég heimleið með vin- konu minni sem var söngkona. Ég hafði fengið mér neðan í því og byrjaði að syngja úti á götu. Hún stakk upp á að ég færi til söngkenn- ara. Ég stakk upp á að hún færi til geðlæknis. Bækur ★★★ ★★ Það var ekki ég Kristof Magnusson Mál og menning Hver stal kökunni …? Kristof Magnusson er óþekkt nafn í íslenskum bókmenntaheimi, enda Það var ekki ég bara hans önnur bók, en hann ætti ekki að verða það mikið lengur. Viðfangsefni hans í Það var ekki ég ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga, þótt sögusviðið sé Chicago og nágrenni Hamborgar í Þýskalandi. Undirtitill sögunnar gæti nefnilega sem best verið: Hvernig tæma á banka innan frá, nokkuð sem hinum almenna Íslendingi hefur lengi leikið forvitni á að komast að hvernig er gert. Aðalpersónur sögunnar eru þrjár, verðbréfamiðlarinn Jasper, heimsþekkti rithöfundurinn Henry og hinn þýski þýðandi bóka hins síðarnefnda, Meike. Þau skiptast á um að segja sögu sína í fyrstu persónu og þótt þau hafi aldrei hist í upphafi sögu fléttast leiðir þeirra og líf saman í gegnum aldeilis ótrúlega snjalla og skemmtilega fléttu sem kemur lesanda hvað eftir annað til að skella upp úr. Undirtónninn er þó grafalvarlegur því öll eru þau í alvar- legum krísum og tilraunir þeirra til að losa sig út úr þeim gera bara illt verra. En þrátt fyrir aumlegar aðstæður þeirra og endalaust klúður vekja þau sam- líðan lesandans og hann fylgist spenntur með hvernig þau grafa sig dýpra og dýpra í snjóskafla eigin mistaka. Þau eru líka öll sérlega vel skrifaðar persónur og hvert þeirra hefur sína sérstöku rödd, nokkuð sem oft er ekki raunin í margradda skáldsögum. Sagan er kannski ekki sérstaklega trúverðug, erfitt að trúa því að einn lágt settur miðlari geti sett allt hagkerfi hins vestræna heims í uppnám og að metsöluhöfundur geti bara horfið af yfirborði jarðar án þess að nokkur láti sig það neinu varða, svo dæmi séu nefnd, en höfundur er svo slyngur sögumaður að lesandinn kaupir plottið frá fyrstu síðu og hrífst með í hringiðunni. Stíllinn er svo kapítuli út af fyrir sig. Leikandi léttur og ísmeygilegur, vottar hvergi fyrir uppskafningi né áreynslu og textinn rennur eins og rjómi í sérlega lipurlegri þýðingu Bjarna Jónssonar. Hrein unun að lesa svona vel unninn texta. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Ískrandi skemmtileg og listilega stíluð saga með vel skrifuðum persónum og fléttu sem ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga. HEIMKOMA Sýningin hópsins KnitKnot, Heimkoma, verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands í dag klukkan þrjú. Hópurinn, sem er sameyki listamanna og dagskrárgerðar- manna frá Danmörku, Svíþjóð, Úrúgvæ og Íslandi, fæst við að fanga horfinn veruleika og prjóna úr honum sögur en á Heimkomu eru sagðar hljóðfrásagnir af eyðibýlum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.