Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2012, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 20.10.2012, Qupperneq 96
20. október 2012 LAUGARDAGUR64 Nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavík- urnætur, var fagnað á útgáfuhófi í Iðnó í gær- kvöldi. Arnaldur segir það skemmtilega tilhugsun að hverfa aftur til fyrstu ára Erlendar. Í Reykjavíkurnóttum, sem kemur út 1. nóvember, skrifar Arnaldur á nýjan leik um Erlend en í síðustu bók, Einvíginu, var kollegi hans Marion í aðalhlut- verki. „Mér fannst það svolít- ið skemmtileg tilhugsun eftir Furðustrandir að hverfa aftur til fyrstu ára Erlendar í lögg- unni og sjá hvað hann var að bralla,“ segir Arnaldur um nýju bókina. „Það sem svona leiddi mig áfram í því var að ég held að þetta sé öðruvísi nálgun á viðfangsefnið, sem maður sér ekki oft í seríum eins og þess- um.“ Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, steig í pontu í Iðnó og talaði um Arnald og bækur hans. Auglýsingaefni tengt bókinni var einnig kynnt, auk þess sem kynntur var bók- salaleikur sem verður í gangi í nóvember. Keppt verður um bestu uppstillinguna á bókinni og í verðlaun verður út að borða fyrir allt starfsliðið á Steikhús- inu fyrir allt að eitt hundrað þúsund krónur. Gítarleikarinn Arnar Pétur Stef- ánsson og harmónikkuleikarinn Margrét Arnardóttir spiluðu í hófinu tónlist frá áttunda ára- tugnum en bókin gerist á þeim tíma. - fb AFTURHVARF HJÁ ARNALDI ARNALDUR OG EGILL Höfundurinn Arnaldur Indriðason ásamt Agli Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Forlagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRYNDÍS MEÐ BAKKA Bryndís Loftsdóttir hjá Eymundsson sá um að nóg væri til af drykkjum í hófinu. Við hlið hennar eru þær Svanborg og Ninja. MÆTTU Í ÚTGÁFUHÓF Kristín María Kristinsdóttir og Birkir Sveinbjörnsson voru á meðal gesta. Í IÐNÓ Valgerður Benediktsdóttir og Haukur Olavsson tóku þátt í fögnuðinum. BROSMILDIR Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson og Grímur Björnsson brostu í myndavélina. Bíó ★★★★ ★ Sundið Leikstjórn og handrit Jón Karl Helgason. Sýnd í Bíó Paradís. Glíman við sundið Eitt af aðalsmerkjum góðrar heimildarmyndar er vel til fundið viðfangsefni. Eitthvað sem fær mann til að velta fyrir sér hvers vegna engum hafi áður dottið í hug að taka það fyrir. Í þessari annarri heimildarmynd hins margreynda kvikmyndatökumanns Jóns Karls Helgasonar ratast honum einmitt á einkar vel til fundið viðfangsefni. Ekki nóg með það heldur afrekar hann að setja það í víðara og enn áhugaverðara samhengi. Útgangspunktur myndarinnar er kapphlaup tveggja íslenskra eldhuga, nafnanna Benedikts S. Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem þeir háðu á árunum 2007 og 2008 um að verða fyrri til að afreka að verða fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsundið. Það fór ekki mikið fyrir þessu kapphlaupi á sínum tíma – í það minnsta fór það að mestu fram hjá undirrituðum – og því þeim mun betur til fundið hjá Jóni Karli að ná að festa þessa atburðarás á filmu. Hann matreiðir hana líka á einlægan og grípandi máta og tekst ekki aðeins vel upp við að endurskapa þá miklu spennu sem ríkti á meðan á sundtilraunum stóð heldur varpar hann skýru ljósi á hversu gríðarlegt þrekvirki það er að synda yfir Ermarsundið. Þar býr Jón Karl bersýnilega vel að allri reynslunni en hann hefur komið sérlega víða við, allt í senn við gerð kvikmynda, heimildarmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Inn í kapphlaupið um Ermarsundið tvinnar hann svo áhugaverð og vel við- eigandi brot úr sögu sundsins á Íslandi frá upphafi landnáms til samtímans; sviðsett og leikin innskot sem flest hver eru haganlega gerð. Á stöku stað rjúfa þau reyndar helst til of bratt og tefja meginframvinduna, einkum framan af, en þó aldrei meira en svo að myndin rígheldur frá upphafi til enda. Skarphéðinn Guðmundsson Niðurstaða: Heiðarleg, grípandi og að mestu vel gerð heimildarmynd um áhugavert og vel til fundið viðfangsefni. Tónleikar sigur vegara Busoni keppninnar Heimspíanistar í Hörpu Í Norðurljósum 22. október Miðasala á www.harpa.is Sérstakur gestur er Víkingur Heiðar Ólafsson. Hinn heimsþekkti Alfred Brendel heldur masterklassa 23.–25. október frá 10–13.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.