Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 104

Fréttablaðið - 20.10.2012, Page 104
20. október 2012 LAUGARDAGUR72 FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið á mjög erfiðan leik fyrir höndum í dag er það sækir Úkraínu heim í umspili fyrir EM í Svíþjóð en það mót fer fram á næsta ári. Þetta er fyrri leikur liðanna. Síðari leik- urinn fer fram á Laugardalsvelli næstkomandi fimmtudag. Sigur- vegarinn í umspilinu fær farseðil á mótið og því að miklu að keppa. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að sitt lið sé klárt í slaginn. Það væsi ekki um liðið í sólinni í Úkraínu þar sem liðið býr á góðu hóteli við ströndina. „Hér hefur allt verið til fyrir- myndar. Hótelið gott, maturinn fínn sem og æfingavellirnir. Þess utan erum við ekki að glíma við nein meiðsli í hópnum og vonandi kemur ekkert óvænt upp á,“ sagði Sigurður Ragnar við Fréttablaðið í gær en liðið var þá á leið á æfingu á sjálfum keppnisvellinum. „Við rennum aðeins blint í sjó- inn gagnvart þessu liði enda ekki mætt þeim lengi. Við vitum þó að þetta er mjög sterkt lið og verk- efnið erfitt. Liðið verður að vera fljótt að læra í þessum leik hvern- ig sé best að spila. Við gætum því gert ýmsar breytingar í leikskipu- lagi meðan á leik stendur eftir því hvernig gengur hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar en hann segir sitt lið vera búið að skoða leik and- stæðinganna í þaula. Úkraínska liðinu gekk illa á heimavelli í undankeppninni en var aftur á móti að vinna útileik- ina sína. Það gæti því verið lag fyrir íslenska liðið í þessum leik. „Við leggjum þennan leik upp þannig að þetta sé bara úrslita- leikur og hugsum ekkert um seinni leikinn. Það eru allar aðstæður hér til þess að spila góðan fótbolta en við vitum ekkert hvaða aðstæður bíða okkar síðan á Íslandi,“ sagði Sigurður þannig að það verður kýlt á það í leiknum. „Þetta lið stefnir alltaf á sigur. Það hefur ekkert breyst. Við ætlum að mæta grimmar og selja okkur mjög dýrt. Það er spáð ágætu veðri og vonandi er keppnis- völlurinn góður.“ - hbg Íslenska kvennalandsliðið spilar umspilsleik gegn Úkraínu ytra í dag: Þetta lið stefnir alltaf á sigur SAMSTAÐA Allir leikmenn íslenska liðsins eru heilir heilsu og klárir í slaginn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son og Óskar Bjarni Óskarsson náðu frábærum árangri saman með handboltalandsliðið. Guð- mundur hætti eftir Ólympíuleik- ana í London en Óskar Bjarni hafði fullan hug á því að halda áfram ef hann gæti. Óskar Bjarni er aftur á móti nýtekinn við danska liðinu Viborg og það er því meira en að segja það fyrir hann að stökkva frá liðinu í landsliðsverkefni. Sérstaklega þar sem illa hefur gengið hjá liði hans í upphafi vetrar. Viborg situr í næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið leik af fyrstu sjö í vetur. Það er því verk að vinna hjá Óskari í Danmörku. „Ég verð að viðurkenna að mig langar til þess að vera í kringum þetta. Mig langar að vera með Aroni og strákunum og reyna að púsla þessu öllu saman hjá mér. Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu og því erfitt að hætta. Þetta er það skemmtilegt og gef- andi,“ sagði Óskar Bjarni við Fréttablaðið í lok ágúst er hann var að vinna í því að fá að halda áfram með landsliðið. Fari svo, eins og allt bendir til, að Óskar geti ekki verið þjálfar- anum Aroni Kristjánssyni innan handar mun reyndur kappi taka hans stöðu. Það er Gunnar Magnússon sem var í þjálfarateymi Guðmundar Guðmundssonar. Gunnar hefur verið í landsliðsþjálfarateyminu frá því árið 2003 fyrir utan þann tíma sem Viggó Sigurðsson var með liðið. Gunnar þekkir því umhverfið og strákana í liðinu vel. „Mér líst bara vel á þetta ef af verður að ég verði aðstoðarþjálf- ari. Ég hef verið í sífellt stærra hlutverki með Guðmundi og Ósk- ari. Ég er því til í þetta ef til þess kemur,“ sagði Gunnar sem hefur verið að þjálfa í Noregi síðustu ár. Hans lið er nú á toppnum í norsku B-deildinni en liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn Gunn- ars. henry@frettabladid.is Óskar á leið út Óskar Bjarni Óskarsson getur væntanlega ekki haldið áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins. Gunnar Magnússon kemur þá í hans stað. NÝTT TEYMI Á BEKKNUM Guðmundur og Óskar Bjarni unnu vel saman og náðu ein- stökum árangri. Nú taka nýir menn við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hamraborg 12 . 200 Kópavogi Sími 554 5488 – 564 1766 . sjk@sjk.is . www.sjk.is Við bjóðum Valgeir Einarsson Mäntylä velkominn í raðir sjúkraþjálfara hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs – elstu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarstofu landsins. Við önnumst bæði sértæka og alhliða sjúkraþjálfun og stillum okkur upp við hlið viðskipavinanna með einkunnarorðin “stendur með þér” að leiðarljósi. Eðli sjúkraþjálfunar er að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Í þeim efnum erum við dyggir stuðningsmenn. GÓÐAR FRÉTTIR ÚR KÓPAVOGI - stendur með þér - Valgeir Einarsson Mäntylä sjúkraþjálfari B.Sc. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS ÓMISSANDI LEIKIR FRAMUNDAN Í ENSKA BOLTANUM Everton - Liverpool 28. október Man. Utd. - Arsenal 3. nóvember Chelsea - Man. Utd. 28. október Man. City - Tottenham 11. nóvember Liverpool - Newcastle 4. nóvember Chelsea - Liverpool 11. nóvember Arsenal - Tottenham 17. nóvember Tottenham - Liverpool 28. nóvember Chelsea - Man. City 25. nóvember TOTTENHAM - CHELSEA Í BEINNI Á LAUGARDAG KL. 11.30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.