Fréttablaðið - 20.10.2012, Síða 105

Fréttablaðið - 20.10.2012, Síða 105
LAUGARDAGUR 20. október 2012 73 FÓTBOLTI Tottenham tekur á móti toppliði Chelsea á White Hart Lane í hádeginu í stórleik helgar- innar í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa verið á miklu skriði að undanförnu. Tottenham hefur unnið fjóra síðustu deildarleiki sína og Chelsea er með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir að hafa náð í 19 af 21 mögulegu stigi í fyrstu sjö umferðunum. Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá Tot- tenham í undanförnum tveimur deildarleikjum á móti Manchester United og Aston Villa en Andre Villas-Boas veðjaði frekar á að stilla Clint Dempsey upp í holunni á bak við fremsta mann í þessum tveimur leikjum. Dempsey átti þátt í marki í báðum leikjum. Gylfi var síðast í byrjunarlið- inu í deildinni á móti Queens Park Rangers en var þó tekinn út af í hálfleik í stöðunni 0-1 fyrir QPR. Tottenham vann leikinn 2-1 og Gylfi hefur síðan aðeins fengið samtals rúman hálftíma í undan- förnum tveimur leikjum. Gylfi hefur komið inn á fyrir Dempsey í báðum leikjum og valið virðist nú standa á milli þeirra. Villas-Boas, stjóri Tottenham, er þarna að mæta félaginu sem rak hann fyrir aðeins níu mánuð- um og eykur það aðeins á drama- tíkina í kringum leikinn til viðbót- ar við að vera Lundúnaslagur og leikur milli tveggja liða á miklu skriði. Þetta er annars viðburðaríkur laugardagur því öll „stóru“ liðin eru að spila í dag enda Evrópu- leikir fram undan í næstu viku. - óój Tvö heitustu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á White Hart Lane í hádeginu: Fær Gylfi aftur tækifæri í dag? TVEIR GÓÐIR Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Wayne Rooney. NORDICPHOTOS/GETTY Enski boltinn um helgina Laugardagur Tottenham-Chelsea 11.45 S2 Sport2 Fulham-Aston Villa 14.00 Liverpool-Reading 14.00 S2 Sport2 Man Utd- Stoke 14.00 S2 Sport3 Swansea-Wigan 14.00 S2 Sport6 West Brom-Man City 14.00 S2 Sport4 West Ham-Southampt. 14.00 S2 Sport5 Norwich-Arsenal 16.30 S2 Sport2 Sunnudagur Sunderland-Newcastle 12.30 S2 Sport2 QPR-Everton 15.00 S2 Sport2 Leikir Barcelona og Real Madrid verða einnig í beinni í dag. Real mætir Celta klukkan 16.00 og Deportivo La Coruna tekur á móti Barca klukkan 20. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Domino‘s- deildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurlið- ið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum. Ein af skýringunum á þessu er örugglega „fjarvera“ stórskytt- unnar Magnúsar Þórs Gunnars- sonar. Hann hefur aðeins skorað 18 stig á 93 mínútum í fyrstu þremur deildarleikjunum og hefur jafnframt klikkað á 25 af 28 þriggja stiga skotum sínum, sem þýðir 11 prósenta nýting. Magnús var sérstaklega slakur á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum 7 skotum sínum og var hvorki með stig né stoðsendingu á 31 mínútu. Ef einhver kann á takkana á Magga þá er það þjálf- arinn Sigurður Ingimundarson og nú er að sjá hvort gamli Maggi Gunn kemur í leitirnar fyrir næsta leik sem er á móti KFÍ á Ísafirði. - óój Skelfileg byrjun Keflvíkinga: Hvað er að hjá Magga Gunn? MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON Hefur aðeins skorað sex körfur í fyrstu þremur leikjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verstu byrjanir Keflavíkur í úrvalsdeild karla (Fæstir sigrar í fyrstu 3 leikjunum) 0 sigrar - 3 töp 2012-13 1 sigur - 2 töp 1983-84 1 sigur - 2 töp 1986-87 1 sigur - 2 töp 1997-98 1 sigur - 2 töp 2006-07 1 sigur - 2 töp 2010-11 facebook.com/noisirius
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.