Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 2
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Helgi, gengur þetta upp?
„Nei, þetta er náttúrulega of langt
gengið.“
Helgi Gíslason hjá Skógræktarfélaginu hefur
vakið athygli á því að gönguleiðir í Esju-
hlíðum eru farnar að hafa áhrif á lífríki þar.
VEIÐI Umhverfis- og auðlindar-
áðuneytið mun ekki framlengja
rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna
veðurs þrátt fyrir fjölmargar
óskir þess efnis.
Skotveiðifélag Íslands (Skot vís)
hafði meðal annars farið þess á leit
við umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið og samráðshóp um rjúpna-
veiðar, að veiðidögum yrði fjölg-
að. Ástæðan er
að aðeins hefur
verið hægt að
stunda veiðar í
tvo til þrjá daga
af þeim sjö sem
veiða r h a fa
verið leyfðar
hingað til vegna
óveðurs.
„Af því til-
efni vill ráðu-
neytið taka fram að höfðu sam-
ráði við Umhverfisstofnun að ekki
verða gerðar frekari breytingar á
reglum um rjúpnaveiðar á þessu
ári,“ segir á vef ráðuneytisins.
Bergþóra Njála Guðmunds-
dót t i r, upplýsi ngafu l lt r ú i
umhverfis- og auðlindaráðuneyt-
isins, segir að búið hafi verið að
ákveða þessa daga og að veður
breyti ekki þeim forsendum.
„Veður hefur alltaf haft áhrif á
rjúpnaveiðar á Íslandi,“ segir hún.
Bergþóra Njála segir að þó að
veður hafi verið slæmt á einhverj-
um stöðum á landinu sé ekki loku
fyrir það skotið að fólk hafi kom-
ist til veiða í öðrum landshlutum.
„Ef veiðitímabilið yrði fram-
lengt myndi það þýða aukið álag
á rjúpnastofninn umfram það
sem ætlað var þegar þessar regl-
ur voru settar,“ segir Bergþóra
Njála.
Elvar Árni Lund, for maður
Skotvís, er afar ósáttur við ákvörð-
un ráðuneytisins. „Þetta er óbil-
girni hjá ráðherra,“ segir hann.
„Þetta eru mikil vonbrigði því
það er ekkert tiltökumál að bæta
við nokkrum dögum við núverandi
reglugerð ráðherra og auglýsa þá,“
segir Elvar Árni.
„Afstaða Umhverfisstofnunar
er skiljanleg að því leyti að hún
vill ekki að það sé verið að hringla
með fjölda veiðidaga til þess að
eiga auðveldara með að leggja
mat á áhrif veiðanna. Núverandi
fyrirkomulag er samt ekki nema
ársgamalt og áhrif skotveiða þetta
árið verða alveg örugglega ekki
þau sömu og í fyrra þegar það
var miklu auðveldara að ganga til
veiða,“ segir Elvar Árni.
Samkvæmt reglugerð ráðu-
neytis ins eru rjúpnaveiðar leyfð-
ar níu daga á ári og eru tveir dagar
eftir af tímabilinu. Skotvís hefur
lagt til tillögur að breyttu veiði-
stjórnunarkerfi.
kristjan@frettabladid.is / sjá síðu 66
Rjúpnaveiðitímabilið
verður ekki framlengt
Umhverfisráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið þrátt fyrir fjöl-
margar óskir skotveiðimanna. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir að veður hafi
alltaf haft áhrif á veiðar á Íslandi. Óbilgirni ráðherra, segir formaður Skotvís.
RJÚPA Rjúpnaveiðar verða ekki framlengdar í ár samkvæmt ákvörðun umhverfis-
og auðlindaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ELVAR ÁRNI
LUND
ÍSRAEL Hillary Clinton og Mohamed Kamel Amr,
utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Egyptalands,
fullyrtu á blaðamannafundi síðdegis í gær að Ísra-
elar og Palestínumenn hefðu samið um vopnahlé á
Gasa.
Vopnahléið átti að hefjast strax í gærkvöld, en
fram að þeim tíma höfðu Ísraelar haldið ótrauðir
áfram að skjóta sprengjum á Gasa, og frá Gasa var
einnig skotið sprengjuflaugum yfir landamærin til
Ísraels.
Alls hafa loftárásir Ísraelshers á Gasaströnd
undan farna viku kostað meira en 140 Palestínu-
menn lífið, en sprengjuflaugar frá Gasaströnd hafa
kostað fimm Ísraela lífið.
Meðal annars varð læknir á sjúkrahúsi í Gasa-
borg fyrir því að vera kallaður til að sinna sex ára
dreng sem reyndist vera sonur hans, en sonurinn
var látinn þegar hann komst undir læknishendur.
Þá var gerð sprengjuárás á strætisvagn í Tel Aviv,
fjölmennustu borg Ísraels. Meira en tuttugu manns
særðust, en þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem
Palestínumenn gera sprengjuárás í Ísrael.
- gb
Egyptar og Bandaríkjamenn hafa reynt að þrýsta á Ísraela og Hamas:
Samið um vopnahlé á Gasa
SPRENGING Í TEL AVIV Meira en tuttugu manns særðust,
þar af tveir alvarlega, þegar sprengja sprakk í strætisvagni í
Tel Aviv í gær. NORDICPHOTOS/AFP
GÓÐGERÐARMÁL Rauði krossinn
dreifir nú sínu árlega jólakorta-
hefti inn um bréfalúgur lands-
manna. Alls fá tæplega 120 þús-
und heimili í landinu heftið í ár,
eða öll sem taka við fjölpósti.
Hagnaður Rauða krossins
vegna jólamiðanna á árunum
2007 til 2011 var alls 42 milljónir
króna og rennur allur ágóðinn til
innanlandsverkefna.
Heftið inniheldur fjölda merki-
miða, jólafrímerkja og jólakort,
en gíróseðill að upphæð 1.250
krónur fylgir með pakkanum og
er fólki frjálst að greiða hann.
Þessi hefð hefur tíðkast hjá
Rauða krossinum síðan árið 1996
og hefur gengið vel, að sögn upp-
lýsingafulltrúa samtakanna, Sól-
veigar Ólafsdóttur.
Miðarnir séu vissulega dýrir
í framleiðslu, en dreifingin skili
sér samt sem áður alltaf í gróða.
Hagnaður Rauða krossins á síð-
asta ári var 3,4 milljónir króna.
Sólveig segir efnahagshrunið
hafa haft áhrif á kostnað sam-
takanna við framleiðslu heftisins,
en landsmenn hafi ekki látið sitt
eftir liggja, enda hafi hagnaður-
inn aukist um 1,4 milljónir króna
á milli áranna 2007 og 2008.
Framleiðslu- og dreifing-
arkostnaður hafi þó hækkað
umtalsvert síðan árið 2007.
„Þetta er dýrt í framleiðslu, en
við værum ekki að þessu nema
við værum í gróða,“ segir hún.
„Við höfum velt því fyrir okkur
hvort við ættum að fara út í hefð-
bundna jólakortasölu, en þetta
fyrirkomulag virðist henta fólki
betur.“
- sv
Rauði krossinn dreifir um 120 þúsundum jólahefta til allra landsmanna:
Hafa safnað 42 milljónum króna fyrir frí kort
MYND JÓLAHEFTISINS Í ÁR Myrra
Leifsdóttir er listakonan á bak við
myndina sem prýðir jólahefti Rauða
Krossins 2012.
FÉLAGSMÁL Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær
að gamalli spennistöð við Austurbæjarskóla sem Orkuveitan nýtti síð-
ast sem geymslu yrði breytt í félags- og menningarmiðstöð fyrir börn
og unglinga og aðra íbúa hverfisins.
„Í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert
ráð fyrir að 20 milljónum króna verði varið til þessa verkefnis. Skóla-
og frístundaráð telur þá fjárveitingu skynsamlega sem fyrsta skrefið
við endurbyggingu spennistöðvarinnar svo draumurinn um félags- og
menningarmiðstöð fyrir börn og unglinga í 101 geti orðið að veru-
leika,“ segir í bókun ráðsins, sem áætlar að framkvæmdir hefjist á
næsta ári. - gar
Uppfylla langþráðan draum:
Krakkar verða í spennistöðinni
GEYMSLAN Orkuveitan farin og börnin bíða.
REYKJAVÍK
Samræmi jólaskreytingar
Stjórn Faxaflóahafna hefur synjað
ósk Miðborgarinnar okkar og Jóla-
hóps Reykjavíkurborgar um stuðning
við jólahald og jólaskreytingar í mið-
borginni. Hafnarstjórinn á hins vegar
að ræða við borgina um samræmdar
jólaskreytingar.
SIGLUFJÖRÐUR
Gisting í Svartadauða
Valgeir T. Sigurðsson hyggst opna
nýjan gististað á Siglufirði undir
nafninu Black Death Menningar-
hús. Staðurinn er í Tjarnargötu 16
og þar á að vera gisting í íbúðum
án veitinga. Valgeir er eigandi Black
Death vörumerkisins og framleiðir
bjór undir því nafni.
GRIKKLAND, AP „Grikkir hafa gert
það sem þeir þurftu að gera og
það sem þeir hafa skuldbundið
sig til,“ sagði Antonis Samaras,
forsætisráðherra Grikklands,
þegar ljóst var í fyrrinótt að tólf
klukkustunda fundur fjármála-
ráðherra evruríkjanna skilaði
ekki samkomulagi um framhald
fjárhagsaðstoðar til Grikklands.
Samaras krefst þess að evruríkin
útvegi Grikkjum sem fyrst næstu
útborgun úr neyðarsjóðum ESB.
Ráðherrar evruríkjanna ætla að
hittast á mánudaginn, en Grikkir
eiga á hættu að verða gjaldþrota
fái þeir ekki frekari aðstoð. - gb
Grikkir ósáttir við fund:
Vilja meiri fjár-
muni án tafar
SPURNING DAGSINS
„Fremstur
norrænna
sakamálahöfunda.“
THE TIMES