Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 54
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Caput-hópurinn fagnar lokum 25. og upphafi þess 26. með þrenn- um tónleikum í Kaldalóni. Fyrstu tónleikarnir eru tileinkaðir tón- skáldinu Þorkatli Sigurbjörns- syni og fara þeir fram næsta sunnudag klukkan fimm. „Þorkell hefur verið lærimeist- ari flestra íslenskra tónlistar- manna, til dæmis má öruggt teljast að allir meðlimir Caput- hópsins hafi sótt tíma hjá honum. Það var því löngu kominn tími til að Caput héldi heila tónleika með verkum hans,“ segir í frétta- tilkynningu frá hópnum sem valdi í samráði við Þorkel verk sem hafa mjög sja lda n eða aldrei heyrst hér á landi. Þar á meðal ve r ð a þ r j ú verk sem hann samdi fyr ir Þóru Johan sen, semballeikara í Amsterdam, nú flutt á tónleikum á Íslandi í fyrsta sinn. Elsta verkið á tón- leikunum, Oft vex leikur af litlu, var skrifað fyrir Gunnar Kvar- an og Gísla Magnússon fyrir um það bil hálfri öld og hefur lík- lega ekki verið flutt hér í áratugi. Sönglögin við ljóð Jóns úr Vör um þorpið hafa sárasjaldan heyrst sem og Þrjú andlit úr látbragðs- leik. Þá hafa Níu samhverfar rissur fyrir altflautu aldrei verið leiknar hér á tónleikum. Hvera- fuglarnir eru mest flutta verk þessara tónsmíða en verkið var skrifað fyrir Hafliða Hallgríms- son og Pétur Jónasson og frum- flutt í Edinborg 1984 og oftsinnis síðar með Caput. Sjaldheyrð verk eft ir lærimeistara fl estra tónlistarmanna Caput-hópurinn fl ytur verk eft ir Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Kaldalónssal Hörpu á sunnudag. ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON Þorkell Sigurbjörnsson (f. 1938) lærði við Tónlistarskólann í Reykjavík með píanóleik sem aðalgrein. Að loknu prófi hér heima fór Þorkell til Bandaríkjanna og stundaði þar nám við Hamline-háskólann í Minnesota og meistaranám við Illinois-háskóla í Champaign-Urbana. Hann var for- maður Tónskáldafélags Íslands á árunum 1983–88 og um skeið formaður Bandalags íslenskra listamanna. Hann starfaði um árabil með Musica Nova og kenndi tónfræði og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. er eitt kunnasta og afkastamesta tónskáld Íslands. Þekktastur er hann fyrir sálmalög sín, en meðal annarra verka á löngum ferli eru hljómsveitarverk, óratóría, barnaóperur, rafverk, konsertar fyrir flautu, fiðlu, selló og kontrabassa, þrír strengjakvartettar og kammerópera. Þorkell hlaut heiðursdoktorsnafnbót frá Hamline-háskólanum 1999 og er félagi í Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni. Þorkell Sigurbjörnsson HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2012 Félagsvist 20.00 Félagsvist Rangæinga og Skaftfellinga verður haldin í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og gott með kaffinu. Leikrit 20.00 Artik sýnir einleikinn Hinn full- komni jafningi eftir Felix Bergsson í Norðurpólnum við Gróttu. Málþing 16.30 Örráðstefna um lungnakrabba- mein verður haldin í Skógarhlíð 8. Þar koma fram læknar sem og einstaklingar sem greinst hafa með lungnakrabba- mein, en það er annað algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum. Áhersla verður lögð á að snemmgrein- ing skiptir sköpum. Tónlist 20.00 Kammerkór Reykjavíkur og karla- kórsinn Stefnir halda tónleika í Dóm- kirkjunni. Stjórnandi er Julian Hewlett. Zbigniew Zuchowicz leikur á orgel og píanó. Einsöngur: Árni Gunnarsson, Heiðrún K. Guðvarðardóttir, Kristín R. Sigurðardóttir, Ólafur Geir Sverrisson og Vilborg Helgadóttir. 20.30 Kvartett Sigurðar Flosasona kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Norræna húsinu. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Auður Guðjohnsen flytur þekkta jazzslagara ásamt hljómsveit á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 500. 22.00 Sara Blandon, Eðvarð Lárusson og Magnús Einarsson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Listamannaspjall 17.00 Laura Luck verður með lista- mannaspjall í Listasafni Árnesinga. Spjallið fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar 12.05 Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í stofu 106 í Odda. Mun hún fjalla um þýðingu sína á Perceval eða Sögunni af gralnum eftir Chrétien de Troyes. 20.00 Steinar Ingi Farestveit og Stefán Pálsson deila vitneskju sinni um bók- stafinn ð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Gísli B. Björnsson hönn- uður mun einnig segja frá ólíkum kenn- ingum um teiknun ð-sins í gegnum árin. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Opið laugard. kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.