Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 74
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SPORT VEIÐI | 66
Hlutverk svæðaráðanna
Samkvæmt tillögu Skotvís verð-
ur hlutverk svæðaráða „að gæta
að velferð veiðistofna á Íslandi og
tryggja framtíð veiða og nýtingu
veiðistofna á skynsamlegan og
sjálfbæran hátt.“
Svæðisráðin skuli samræma til-
lögur sínar á landsvísu, en einnig
að taka tillit til aðstæðna í hverj-
um landshluta og á hverju svæði
fyrir sig.
„Svæðisráði ber að móta sér
skoðun á veiðum allra tegunda
sem finnast innan þeirra svæðis.
Komi eitthvað óvænt upp á, t.d.
viðkomubrestur, ógn við varplönd,
sjúkdómar, mikil aukning í stofni
og svo framvegis, skal funda hið
fyrsta og gera tillögur að aðgerð-
um, sé talið að slíkt sé raunhæft
og til þess fallið að tryggja vel-
ferð veiðistofnanna og/eða annarra
stofna sem svæðisráðin ber ábyrgð
á,“ segir í tillögunum.
Griðlönd veiðistofna
Skotvís leggur til að Umhverfis-
stofnun, eftir atvikum, geri tillög-
ur að breytingum á reglugerð og
lögum og sendi til ráðuneytisins
sem ber að bregðast við sem fyrst.
Þá skuli svæðisráð koma með
tillögur að griðlöndum fyrir veiði-
stofna í þeim tilgangi að tryggja
veiðistofnum örugg varplönd og
búsvæði árið um kring.
Tillögur svæðisráða skuli eiga
við allt landið: þjóðgarða, þjóð-
lendur, friðlýst svæði, fólksvanga,
ríkis jarðir, einkajarðir, eyjur,
kletta og sker.
Svæðisráð skuli koma með til-
lögur að veiðitímabili, sem getur
verið eftir atvikum misjafnt á
milli landshluta og jafnvel á milli
ára ef miklar breytingar eru á veð-
urfari. kristjan@frettabladid.is
Í tillögum Skotvís, sem bera nafnið
Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi,
segir að veiðistjórnun á Íslandi sé
á hrakhólum og hafi verið síðan að
embætti veiðistjóra var lagt niður
árið 2003. Umhverfisráðuneytið og
stofnanir þess hafi tekið við mála-
flokknum en hlutverkaskipting
orðið svo óskýr að það hafi komið
niður á veiðistjórnun.
Tillögurnar hafa ekki verið lagð-
ar fyrir aðalfund Skotvís en hafa
verið ræddar innan stjórnarinnar
í að verða ár.
„Við teljum að það sé fyrst og
fremst þörf á breytingum og setj-
um fram þessar byltingarkenndu
hugmyndir í von um að þær veki
menn til umhugsunar svo hægt sé
að ná almennari sátt um fyrirkomu-
lag veiðistjórnunar á Íslandi,“ segir
Elvar Árni Lund, formaður Skot vís.
Elvar Árni segir skotveiðimenn
gera sér grein fyrir því að erfitt
geti verið að koma svo byltingar-
kenndum hugmyndum í gegn. „En
við teljum þetta vel framkvæman-
legt ef menn taka þessu með opnum
hug innan ráðuneytisins,“ segir
Elvar Árni.
Nýtt skipulag
Tillögur Skotvís eru ansi rót tækar
og er meðal annars lagt til að
Íslandi verði skipt upp í 6-8 veiði-
svæði. Svæðisráði verði komið á
laggirnar fyrir hvert svæði sem
fái síðan það hlutverk að „móta
stefnu um veiðistjórnun og nýtingu
veiðistofna og fylgja henni eftir á
hverju svæði,“ eins og segir í til-
lögunum. Samráð skuli haft á milli
svæða, eftir því sem þurfa þykir, og
svæðisráð hafi heimild til að kalla
til liðs við sig sérfræðinga á sviði
vistfræði, veiðistjórnunar, náttúru-
verndar, umhverfisverndar, beitar-
stýringar, dýralækninga, veður-
fars og svo framvegis – og jafnvel
erlenda sérfræðinga á þessum svið-
um.
Stefna til tuttugu ára
Skotvís leggur til að á fyrsta fundi
svæðisráðanna verði mótuð veiði-
stjórnunarstefna á Íslandi til fimm,
tíu og tuttugu ára. Umhverfisstofn-
un taki við tillögum fulltrúanna og
í samráði við sérfræðinga stofnun-
arinnar verði „unnin heildarstefnu-
mótun fyrir veiðar á Íslandi. Ráð-
herra staðfestir stefnumótunina og
er ábyrgur fyrir því að svæðisráð-
in og Umhverfisstofnun fái nauð-
synlegt fjármagn af fjárlögum Al-
þingis til að fylgja henni eftir“.
Þá segir í tillögunum að ráð-
herra „geti ekki breytt tillögum og
stefnumótun en aftur á móti getur
ráðherra farið fram á að einstök
atriði verði endurskoðuð innan ráð-
anna“.
Við teljum þetta
vel framkvæmanlegt
ef menn taka þessu
með opnum hug
innan ráðuneytisins.
Elvar Árni Lund, formaður Skotvís
Skotveiðimenn (Skotvís)
Refa- og minkaveiðimenn (Bjarmaland)
Landeigendur (Félag landeigenda)
Dýravernd (Dýraverndarráð)
Hlunnindabændur (Félag hlunnindaveiðimanna, eggja- og háfaveiði-
menn)
Vistfræðingur/líffræðingur/fuglafræðingur (Náttúrustofur og Nátt-
úrufræðistofnun þar sem Náttúrustofur eru ekki fyrir hendi, t.d. fyrir
miðhálendið)
Vistfræðingur/trjáfræðingur/grasafræðingur (Skógræktin þar sem
mikið er um skóga og Landgræðslan á svæðum þar sem starfsemi hennar
er umfangsmikil)
Fulltrúi sveitarstjórna (Landshlutasamtök sveitarfélaga)
Fulltrúi ríkisins (tilnefndur af ríkisstjórn (fulltrúi ríkisins komi fram fyrir
hönd þess varðandi þjóðlendur, þjóðgarða, ríkisjarðir, jarðir í eigu ríkis-
stofnana og -fyrirtækja)
Fulltrúar svæðisráða
Vilja bylta veiðistjórnunarkerfinu
Skotveiðifélag Íslands leggur til róttækar breytingar á veiðistjórnunarkerfinu í nýjum tillögum. Landinu verði skipt upp í 6-8 veiði-
svæði og fyrir hvert svæði verði komið á svæðisráði sem faí það hlutverk að móta stefnu um veiðistjórnun og nýtingu veiðistofna.
ELVAR ÁRNI LUND Formaður Skotvís vonast til að með tillögunum náist almenn sátt um veiðistjórnunarkerfið. MYND/ÚR SAFNI
➜ Veiðisvæðin
Samkvæmt tillögum Skotvís yrði landinu skipt upp í 6-8 svæði.
Sjá tillögur Skotvís í heild sinni á visir.is
SÉRSTAKI
R
GESTIR
Dísa Jakob
s
Kristjana S
tefáns
Krummi Bjö
rgvins
Góa og Fjarðarkaup
kynna með stolti
Við komum með jólin til þín
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
54
75
8
Miðasala á Miði.is og í síma 540 9800
www.jolagestir.is
Þökkum frábærar viðtökur!
Miðasala á aukatónleika
í fullum gangi