Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 10
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Ingimar Sigurðsson, forstöðumaður www.volkswagen.is Volkswagen Passat eigendur eru ánægðir með metanið Volkswagen Passat EcoFuel, bíll ársins 2012 Sparnaður og lúxus fara einstaklega vel saman í Highline útfærslunni Eigendur Passat EcoFuel taka þátt í því að minnka losun koltvísýrings í andrúmsloftið, spara dýrmætann gjaldeyri með því að nota íslenskan orkugjafa og lækka eldsneytis- kostnaðinn um nær helming. Passat TSI EcoFuel kostar frá 3.990.000 kr. Meðaleyðsla 6,8 l /100 km bensín, 6,6 m3 4,3 kg/100 km metan m.v. blandaðan akstur. mv. Volkswagen Passat TSI Eco Fuel og óverðtryggðan bílasamning með gullvildarkjörum frá Ergo til 84 mánaða og 25% útborgun. Hlutfallstala kostnaðar 10,30%. 49.426 kr. á mánuði Tugir hunsa ný lög 1 Tugir mannréttindasamtaka og annarra óháðra félagasamtaka í Rússlandi hunsa nýja löggjöf um starfsemi þeirra, sem tók gildi í gær. Samkvæmt nýju lögunum þurfa samtök sem þiggja stuðningsfé frá út- löndum að skrá sig sem erlenda útsendara í Rússlandi. Þar með eru stjórnvöld, að mati þessara samtaka, að grafa undan trúverðugleika þeirra meðal lands- manna. Þau samtök sem ekki fara að lögunum mega búast við sektum og gætu að auki misst starfsleyfi sitt. Létust í ruslagámi 2 Fimm drengir á aldrinum 9 til 13 ára, sem fundust látnir í ruslagámi í bænum Bije í sunnanverðu Kína á mánudag, höfðu ekki sést heima hjá sér í tíu daga þegar leit var hafin. Þeir höfðu leitað skjóls í gámnum og kveikt eld til að hlýja sér, en létust af kolsýringseitrun. Málið hefur vakið mikla athygli í kínverskum fjölmiðlum og hrint af stað umræðu um lélega félagsþjónustu sem fátækum fjölskyldum býðst í landinu. Sex embættismenn hafa verið reknir, þar á meðal tveir skólastjórar. Hryðjuverkamaður líflátinn 3Mohammed Ajmal Kasab, eini vígamaðurinn sem lifði af hryðjuverka-árásirnar á Múmbaí árið 2008, var í gær tekinn af lífi, rúmlega hálfu öðru ári eftir að hann hlaut dauðadóm. Hann var í hópi pakistanskra byssumanna sem réðust á hótel, menningar- miðstöð, veitingahús og lestarstöð í borginni með þeim afleiðingum að 166 manns létu lífið. Við réttarhöldin yfir Kasab kom fram að pakistönsku hryðjuverkasamtökin Lashkar e Taiba hefðu staðið á bak við árásirnar. Kveikt í ruslahaugum 4 Íbúar í spænska bænum Jerez kveiktu í gær í fjölmörgum yfirfullum ruslagámum og haugum af ruslapokum sem safnast hafa saman víða um borg meðan sorphirðumenn hafa verið í verkfalli. Slökkviliðið þurfti að slökkva í að minnsta kosti 85 eldum, aðallega í út- hverfum bæjarins, sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mikil reiði er meðal bæjarbúa með ástandið og sums staðar þurftu slökkvi- liðsmenn lögreglufylgd til að tryggja öryggi þeirra. 1 4 23 HEIMURINN FÓLK „Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman,“ segir Gísli Lín- dal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjöl- skylduna í kirkjugarðinum í Garða- holti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkju- garðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir fram- an og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp,“ útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það,“ segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason stað- festir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í fern- ingi,“ segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona.“ Þórunn Björgvinsdóttir kirkju- haldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótar- leiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skil- ið hvernig var frá þessu gengið,“ segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggj- ast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann.“ gar@frettabladid.is Hjón í eina gröf eftir mistök í kirkjugarði Bræður segja að ókunnug kona hafi fyrir mistök verið jörðuð hjá móður þeirra í fráteknum grafreit fjölskyldunnar í Görðum. Eldri bróðirinn er ósáttur en sá yngri fellst á að hvíla í einni gröf með eiginkonu sinni að jarðvist þeirra lokinni. HLIÐ VIÐ HLIÐ Móðir Gísla er grafin í duftkirkjugarðinum í Garðaholti og ætlar Gísli að hvíla að lokum við hlið hennar. Bróðir Gísla og mágkona verða síðan í einni gröf honum við hlið en ekki fyrir framan eins og Gísli segir að hafi verið frágengið fyrir níu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., dótturfélag fast- eignafélagsins Regins, af 1,3 milljarða króna kröfu þrotabús Norðurturnsins. Norðurturninn er félag sem var stofnað utan um byggingu 15 hæða turns við Smáralind. Turninn hefur setið hálfkláraður á vesturenda Smáralindar frá því á árinu 2008 en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort turninn verður kláraður eða hann rifinn. Þrotabú Norðurturnsins stefndi Smáralind ehf. þar sem Norðurturninn taldi að síðarnefnda félagið hefði undirgengist skuldbindingu um að leggja til fjármuni til framkvæmdanna. Smáralind ehf. hafnaði þeirri kröfu á þeirri forsendu að engar samþykktir fyndust í gögnum félagsins fyrir þátttöku í byggingarkostnað- inum. Féllst Héraðsdómur á röksemdir Smáralindar. Eins og áður sagði er Smáralind ehf. dótturfélag fasteignafélagsins Regins. Þegar Reginn var skráður á markað síðastliðið vor gaf Landsbankinn út svo- kallaða skaðleysisyfirlýsingu vegna dómsmálsins. Þar með hefði kostnaður vegna þess fallið á Lands- bankann hefði Héraðsdómur fallist á kröfur Norður- turnsins. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. - mþl Landsbankinn losnar undan 1,3 milljarða kröfu vegna Norðurturnsins: Kröfu Norðurturnsins hafnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.