Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 1
TÆKNI Tölvu-
fyrirtækið
Google varar
við því að
fyrirhugaður
sáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna um upplýsinga-
og samskiptatækni muni vinna
gegn frjálsu og opnu interneti.
Þetta kemur fram á vef BBC.
Fyrirtækið stendur fyrir undir-
skriftasöfnun gegn sáttmálanum
á netinu.
Gert er ráð fyrir að sátt málinn
verði samþykktur í desember.
„Sumar tillögurnar heimila ríkis-
stjórnum að ritskoða löglegan
málflutning eða jafnvel að loka
fyrir aðgang að netinu,“ segir á
síðu undirskriftasöfnunarinnar.
Þá gagnrýnir Google að gert sé
ráð fyrir að fyrirtæki eins og
YouTube, Facebook og Skype
þurfi að borga gjöld fyrir að veita
þjónustu yfir landamæri. - kóp
SPORT
Ekki sér fyrir
endann á marka-
skorun Lionel
Messi hjá
Barcelona. 62
MENNING
Jón Gnarr
samsamaði
sig sjóræn-
ingjum í
æsku. 56
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22. nóvember 2012
275. tölublað 12. árgangur
SKOÐUN
Tímanum var illa
varið í að lesa blogg
um greinarnar mínar
þrjár, skrifar Sighvat-
ur Björgvinsson. 30
Peðin í stjóratafli Abramovich. 64
FRÉTTIR
NÚ SKAL ÞAÐ VERA STUTTMjög stutt, ljóst hár virðist vera að ryðja sér rúms í
Hollywood. Hárið er haft nánast rakað í hliðunum en
síðara ofan á kollinum. Miley Cyrus hefur vakið athygli
með þessa greiðslu og sömuleiðis Ellen DeGeneres,
Tilda Swinton, Jenny McCarthy og margar fleiri.
É g er einn, sjötíu og níu á hæð og hárið nær niður á rass. Ég hef ekki mælt hvað það er langt, kannski metri. Það hefur bara alltaf verið sítt,“ segir Hrefna Borg Brynjars dóttir, nemandi í Álfhóls-skóla, en síða hárið hennar vekur gjarnan athygli vegfarenda á Lauga-veginum þar sem hún afgreiðir öðru hvoru í Tiger. Hún segir fólk oftast spyrja hana hvort hún „sé að safna?“ „Já, það kemur oft fyrir en ég veit samt aldrei hverju ég á að svara. Ég er ekki beint að safna, það vex bara svo hratt. Ég var komin með hár nið-ur fyrir axlir þegar ég var tveggja ára. Fólk segir líka oft: „Vá, hvað það er sítt!“ Og ég veit heldur aldrei hvað ég að segja við því, kannski bara „takk“ eða hvað,“ segir Hrefna hlæjandi og virðist ekki velta síðu hárinu of mikið fyrir sér.
„Ég nenni ekkert að pæla of mikið
í þessu og er yfirleitt bara með það slegið. Set það í tagl á æfingum, en ég æfi handbolta,“ segir hún hress en þegar blaðamaður á bágt með að
trúa því að svo sítt hár þvælist aldrei
fyrir viðurkennir Hrefna að hafa lent í
vandræðalegum uppákomum. „Ég æfði einu sinni ska tle ti é
ER EKKI AÐ SAFNASÍTT HÁR Hrefna Borg Brynjarsdóttir var komin með hár niður fyrir axlir
áður en hún varð tveggja ára. Hún fær oft athugasemdir vegna síða hársins.
NÝTT
Nuddpúðimeð gelhausumOpið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
HRAÐ-TILBOÐ - aðeins fim, fös, lau - 25% AFSLÁTTUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
verður afsláttur 25% af sundfatnaðifyrir stóru
stelpurnar.
26
SÉRBLAÐ
Fólk
Opið til
21
í kvöld
OPIÐ TIL
KLUKKAN
Í KVÖLD
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu rannsakar nú mál
sem varðar mansal, eftir að par
sem kom með ungbarn til lands-
ins fyrr á árinu reyndist ekki for-
eldrar barnsins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er parið búsett á Íslandi
en fór utan fyrr á árinu og kom
svo aftur til landsins með nýfætt
barn. Þau sögðust eiga barnið og
lögðu fram fæðingarvottorð og
önnur gögn því til staðfesting-
ar. Gögnin virtust vera í lagi við
fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grun-
semdir um að ekki væri allt sem
sýndist og farið var fram á að
þau færu í DNA-próf til að sanna
skyldleika sinn við barnið. Þá
viður kenndu þau að vera ekki
raunverulegir foreldrar barnsins
og að skjölin væru fölsuð.
Útlendingastofnun hefur sam-
kvæmt lögum um útlendinga
heimild til að fara fram á að
umsækjandi um dvalarleyfi eða
ættmenni hans gangist undir
DNA-próf.
Málið er rannsakað sem
mansals mál samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins, í það minnsta
til að byrja með, og hefur barna-
verndaryfirvöldum verið gert við-
vart um það. Ekki er talið að um
neins konar misnotkun sé að ræða.
Samkvæmt almennum hegningar-
lögum er ólöglegt að greiða fyrir
mansali með því að falsa ferða-
eða persónuskilríki og annast
milligöngu um eða útvega slík
skilríki.
Karl Steinar Valsson yfir-
lögregluþjónn vildi ekki tjá sig
um málið þegar Fréttablaðið fór
þess á leit við hann. Hann sagðist
þó geta staðfest að hjá lögreglunni
væru nokkur mál til rannsóknar
sem vörðuðu mansalsákvæði laga.
Eins og fram hefur komið í Frétta-
blaðinu er eitt þeirra grunur um
mansal á kínverskum nuddstofum
í Reykjavík. - þeb
Komu með hvítvoðung til
landsins á fölskum pappírum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál pars sem kom með ungbarn til landsins og lagði fram skjöl um
að það væri foreldrarnir. Við nánari eftirgrennslan játað fólkið að skjölin væru fölsuð og það ætti ekki barnið.
Fyrir fimm árum viðurkenndi kona sem er íslenskur ríkisborgari af filipps-
eyskum uppruna að hún væri ekki raunverulega móðir ungrar stúlku sem
hún hafði haft forsjá yfir. Stúlkan hafði komið sjö ára gömul hingað til
lands árið 2006 og var sótt um dvalarleyfi fyrir hana sem dóttur konunnar.
Í ljós kom að stúlkan var bróðurdóttir hennar. Í framhaldinu reyndu
kyn foreldrar stúlkunnar að fá forræði yfir henni en dómstólar komust
að þeirri niðurstöðu að betra væri fyrir hana að dvelja áfram hjá fóstur-
foreldrum, sem henni var komið fyrir hjá eftir að upp komst um málið.
Dæmt í einu máli
Bolungarvík 3° NA 7
Akureyri 1° A 6
Egilsstaðir 4° A 9
Kirkjubæjarkl. 4° A 7
Reykjavík 3° NA 7
HVASST NV-TIL Í dag verða norðaustan
eða austan 13-20 m/s NV-til en annars
yfirleitt hægari. Víða rigning eða slydda
en úrkomulítið SV-til. 4
FÓLK „Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að
kaupa mér skó. Ég þarf alltaf að kaupa tvö pör og
það er því dýrt dæmi fyrir mig,“ segir leikkonan
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, sem auglýsir eftir
spegilmynd sinni á samskiptavefnum Facebook.
Ástæðan er sú að Ólöf er með misstóra fætur.
Hægri fótur hennar passar í stærð 38 á meðan sá
vinstri er ívið stærri, í stærð 40. Því leitar Ólöf log-
andi ljósi að einhverjum sem glímir við sama vanda-
mál, nema á hinn veginn, og væri tilbúinn að deila
með henni skókaupum. „Svo væri auðvitað frábært
ef sá hinn sami myndi vilja koma með mér og kaupa
skó, tvö fatlafól saman í skóbúð. Það væri snilld,“
útskýrir hún.
Leikkonan viðurkennir að hún hafi einu sinni
tekið einn skó af hvorri stærð er hún keypti skópar í
Hagkaupum á sínum yngri árum. „Fyrirgefðu Hag-
kaup. Þetta var hræðilegt og mér leið ekki vel með
þetta. En neyðin kennir naktri konu að spinna,“
segir Ólöf. - áp / sjá síðu 70
Hægri fótur Ólafar passar í skóstærð 38 en sá vinstri í stærð 40:
Leitar að fótaspegilmyndinni
TVEGGJA NÚMERA MUNUR Munurinn á stærð fóta Ólafar sést helst þegar hún er berfætt. Hún segir að flestum sem frétti af
vandamálinu þyki það stórmerkilegt og þeir vilji ólmir fá að sjá á henni fæturna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Valið á framboðslista
Forval VG í Reykjavík og Suðvestur-
kjördæmi fer fram á laugardaga.
Þá velja sjálfstæðismenn á lista í
Reykjavík og Norðvesturkjördæmi. 16
Gögn hækka bætur Sérfræðigögn
geta hækkað bætur til þolenda kyn-
ferðisofbeldis. 4
Hitastigið hækkar Ekki hefur mælst
mjög kaldur mánuður í heiminum
rúm 27 ár. 6
Sleggjuárás í Háholti Aðalmeðferð
í máli Annþórs og Barkar hélt áfram
í gær. 8
Google gagnrýnir SÞ:
Segir netfrelsi
vera í hættu