Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 34
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34
Kraftur, gleði og þor ein-
kennir framgöngu íslenskra
fimleikalandsliða. Íslenskt
fimleikafólk keppir fyrir
hönd þjóðarinnar á alþjóð-
legum mótum margsinnis
á ári. Það gerir sitt besta
sem fulltrúar lands og
þjóðar. Ríkissjónvarpið fór
með í eina slíka för, það var
sigurför. Íslendingar fyllt-
ust stolti og gleðitár runnu
niður vanga áhorfenda
heima í stofu þegar þeir
fylgdust með og tóku þátt í ósvikn-
um sigurdansi. Landsliðin unnu tvö
gull á Evrópumeistaramótinu í það
skiptið. Á bak við slíka sigurför
liggja ómældar vinnustundir, sviti,
tár og óendanlegur metnaður.
Stefnumótun um afreksíþróttir
Íslenskt íþróttafólk er nauðsyn-
legar fyrirmyndir og sameign okkar
allra. Sameign sem sam einar okkur
sem þjóð og hvetur æskufólk til
dáða.
Síðastliðið haust gaf mennta-
og menningarmálaráðuneytið út
stefnumótun í íþróttamálum til
ársins 2015. Þar er meðal annars
kveðið á um að stuðningur ríkis-
ins við sérsambönd tryggi að þau
geti tryggt þátttöku íþróttafólks á
alþjóðlegum mótum sem full trúar
Íslands. Íþróttahreyfingin lítur
stefnumótunina mjög jákvæðum
augum og telur hana vera fram-
faraskref fyrir íslenskt íþróttalíf.
En til að stefna verði að veruleika
þarf peninga til að hrinda henni í
framkvæmd.
Hin hliðin
Íslenskar afreksíþróttir eru fjár-
magnaðar með framtaki sjálf-
boðaliða, fjárframlögum frá ein-
staklingum, fyrirtækjum og af
afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið
afreksíþrótta sem sjaldnast er talað
um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir
sigrum síns fólks.
Fimleikahreyfingin er rekin
sem sjálfboðaliðahreyfing eins og
íþróttahreyfingin í landinu almennt.
Þó eru nokkrir einstaklingar sem
búa yfir svo sértækri þekkingu
að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra
skörð, það eru einstaklingar sem
gegna störfum fyrir hreyfinguna
sem krefjast sérhæfðrar menntun-
ar, þekkingar eða hæfileika. Þetta
eru til dæmis þjálfarar,
dómarar og keppendurnir
sjálfir.
Fimleikasamband Íslands
fer ekki varhluta af því að
fjármagn til að standa
straum af starfi afreks-
íþróttafólks er af skornum skammti.
Okkar fremsta fimleikafólk fjár-
magnar alfarið sjálft þátttöku sína
á mótum og viðburðum sem þau eru
valin til að taka þátt í. Það fjármagn
sem Fimleikasambandið hefur
yfir að ráða fer alfarið í að standa
straum af öðrum kostnaði við þátt-
töku.
Árangur krefst sérfræðiþekkingar
Fimleikasambandið hefur yfir
að ráða fjölmörgum einstakling-
um sem búa yfir sérfræðiþekk-
ingu sem til þarf til að ná árangri í
íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að
langmestu leyti sjálfboðaliðastörf.
En sambandið verður að hafa fjár-
magn til að kosta þjálfara og dóm-
gæslu á alþjóðlegum mótum, ella
fellur keppnisréttur okkar niður.
Með veikum mætti höfum við reynt
að hjálpa keppendum að fjármagna
ferðirnar með umsóknum í sjóði.
En þrátt fyrir það greiða keppend-
ur á vegum Fimleikasambandsins
sjálfir á milli fimm hundruð þúsund
króna til einnar milljónar króna á
ári úr eigin vasa til að vera full trúar
Íslands á erlendri grundu. Þetta
ástand er óviðunandi, það hljóta
allir að sjá.
Bjartsýni, von og stolt
Sigur Evrópumeistaranna hvílir á
áralangri vinnu, vinnu sem skilar
okkur gleði og ánægju, fyllir okkur
stolti og hvetur börn og unglinga
til að leggja sig fram í heilbrigðum
tómstundum. Fimleikasamband
Íslands hvetur stjórnvöld til að huga
að því að setja aukið fé til afreks-
starfs íþróttahreyfingarinnar. Í til-
felli íslensks fimleikastarfs mun
það skila sér margfalt í glæsilegu
afreksfólki, metnaðarfullu starfi
með börnum og unglingum og bjart-
sýni og von fyrir íslenskt samfélag.
Höfum við efni á að
búa til afreksfólk?
Það er erfitt að setja sig í
spor þeirra sem nú verða
fyrir sprengjuregni Ísra-
ela á Gaza. Í Palestínu hafa
heilu kynslóðirnar alist upp
við stríðsástand og hersetu
Ísraela með ríku legum
stuðningi Bandaríkja-
stjórnar. Þótt ekki sé það
samanburðarhæft bjuggu
margar kynslóðir Íslend-
inga, stærstan hluta ævi
sinnar, við bandarískt setu-
lið. Keflavíkursamningur,
inngangan í Atlantshafs-
bandalagið og óeirðir við Alþingi
marka upphaf þess tíma. Þau hægri
öfl sem að því stóðu urðu fyrir all-
nokkrum skakkaföllum í hruninu
2008. Sá atburður kallar fram í hug-
ann myndir af þéttklæddri þyrp-
ingu við alþingishúsið, pönnuslátt,
ilminn af brennandi norskri furu
og piparúða (sem ég ímynda mér
stundum að finnist enn af ullar-
jakkanum mínum). Brotthvarf
hersins kallar hins vegar engar
áhrifaríkar myndir fram í hugann.
Þrátt fyrir þrábeiðni ríkisstjórnar
Davíðs Odds sonar fór herinn án
viðhafnar, smátt og smátt, eins og
þjófur að nóttu. Þótt við í Samtök-
um hernaðarandstæðinga fögnuð-
um ákaft er við „rákum flóttann“
fylgja því engar sérstakar minn-
ingar. Eitt myndskeið kemur þó
upp í hugann sem kórónar þessa
tíma hægri afla og hernaðarhyggju.
Það er frá blaðamannafundi
George W. Bush og Davíðs
Odds sonar í Washington
árið 2004 þar sem sá síðar-
nefndi lofar innrásina í Írak
og tekur svo undir afmælis-
söng fréttamanna. „Happy
birthday, Mr. President.“
Hentugur hernaður
Þótt meðvirknin með
árásar stríðum hafi ekki
skilað þeim efnahagslega
árangri sem til var ætlast
hélt hernaðarlega henti-
stefnan áfram. Meðan „banda-
lag hinna viljugu“ barðist enn í
Írak, og Atlantshafsbandalagið í
Afganistan með fulltingi íslenskra
„friðargæslu liða“, var unnið hörð-
um höndum að því að fá Íslandi sæti
í öryggisráðinu. Þegar Óslóartrénu
frá jólum 2008 var gefið nýtt hlut-
verk á nýju ári höfðu þau áform
orðið að engu. Við tóku nýir tímar.
Þótt nefna megi mörg jákvæð skref
í utanríkisstefnu Íslendinga, til
dæmis viðurkenningu Palestínu-
ríkis, erum við enn þátttakendur
og yfirlýstir stuðningsmenn stríðs-
reksturs í löndum eins og Afganist-
an, Pakistan og Líbíu. Því er erfitt
að kyngja frá vinstri stjórn.
Hörku vinir
Það var því eins og að strá salti í
sárin þegar Össur Skarphéðinsson
sendi frá sér grein í Fréttablaðinu á
dögunum undir heitinu „Loftrýmis-
gæslan og samstaða“ (6. nóvember
2012). Þar viðurkenndi utanríkis-
ráðherrann fyrir alþjóð að hern-
aður og heræfingar yfir Íslandi og
norðurslóðum væru liður í halda
góðu vinasambandi við Norður-
landaþjóðirnar. Kannski er maður
svo vanur því að láta ljúga að sér
að manni bregður jafn grímulaust
skeytingarleysi og blasir við hér.
Þá segir hann enn fremur að vilji
Svía og Finna til þessara heræf-
inga, sem hann vill kalla loftrým-
iseftirlit, „sé eitt styrkleikatáknið
um samstöðu Norðurlandaríkjanna
í blíðu og stríðu“. Skárra er það nú
vinarþelið.
Illa þeginn afrakstur
Eftir þessu er svo tregða íslenskra
stjórnvalda að axla ábyrgð á afleið-
ingum stríðsrekstursins sem auk
dauða, fötlunar og eyðilegging-
ar, er landflótti. Landflótti vegna
stríðsreksturs er sívaxandi vanda-
mál en samkvæmt vef Velferðar-
ráðuneytisins var aðeins tekið á
móti 204 flóttamönnum á Íslandi
frá 1956 til 1991. Frá því Flótta-
mannaráð (nú Flóttamannanefnd)
var sett á stofn 1995 og til 2010 var
tekið á móti 312. Að meðaltali 21
á ári. Útlendingaótti virðist hafa
hreiðrað svo um sig í kerfinu að
við þurfum að láta skikka okkur til
að taka við þeim fáu flóttamönnum
og hælisleitendum sem ekki eru
sendir burtu með átyllum á borð
við Dyflinnarsamkomulagið. Á
tímabilinu 1996-2009 fengu þrettán
manns hæli af mannúðarástæðum
á Íslandi. Þá fengu 194 synjun um
hæli og 247 voru sendir úr landi. Á
Íslandi eru hælisleitendur svo sekir
uns sýkn er sönnuð og, væntanlega
til atvinnuuppbótar, komið fyrir
fjarri stofnunum sem þeir eiga allt
sitt undir.
Með okkur eða án okkar
Saga ábyrgðarleysis og með-
virkni Íslendinga í stríðsrekstri
er því miður löng og lauk svo
sannar lega ekki með vinstri
stjórninni. Áframhaldandi að-
gerðir Atlantshafs bandalagsins
í Pakistan, Afganistan og Líbíu
sýna það. Af þessari sorglegu sögu
má þó draga eina jákvæða álykt-
un. Ef það skiptir stríðs herrana
máli að njóta liðsinnis Íslendinga
þá skiptir ekki síður máli ef þeir
njóta hennar ekki. Með því að
segja okkur úr árásar bandalögum
gerum við okkar til að draga úr
stríðsrekstri í heiminum. Utan-
ríkismál Íslendinga munu á næstu
árum hverfast um norðurslóðir
sem sífellt eru að hervæðast. Frið-
ur og sjálfbærni á norðurslóðum
er vonarneisti í heimi bráðra lofts-
lagsbreytinga. Leið smáþjóðar til
sjálfbærni liggur ekki um braut
meðvirkni og hentistefnu. Ekki er
hlustað á kröfur og mótmæli þess
sem skríður fyrir fótum manna.
Siðferðilegt fordæmi og alþjóðleg
samvinna án ofbeldis er eina færa
leiðin og virðast Íslendingar eiga
langa ferð fyrir höndum.
Teikn á lofti og nýir taktar?
Eins og áður sagði eru víða góðir
vísar: á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna (t.d. breytingar á Dyflinnar-
reglugerðinni; á þingi; í utanríkis-
málanefnd; í borginni; og ekki síst á
meðal almennings. Á ný afstöðnum
mótmælum við sendiráð Banda-
ríkjanna komu yfir þúsund manns
saman fyrirvaralaust og kröfð-
ust þess að blóðbaðið á Gasa yrði
stöðvað. Þar vottaði fyrir sama
ómi og takfasta slætti og hljóm-
aði við Alþingishúsið fyrir fjórum
árum. Nú stóðu reyndar margir
þingmenn vinstristjórnarinnar og
ráðherrar VG með okkur og sungu
ekki fallega fyrir stríðsherrana.
Það er þó ekki tilefni til bjartsýni
að á meðan á þeim söng stóð voru
þrír flóttamenn handteknir og bíða
brottvísunar að beiðni Útlendinga-
stofnunar. Nú ríður á að halda tóni
og missa ekki úr takt.
Örsaga um hernaðarmeðvirkni
DY
N
AM
O
R
EY
KJ
AV
ÍK
Á ævintýraeyjunni Tulipop er allt úr skorðum. Sveppasystkinin Búi og Gló verða að bjarga
málum og fá til þess hjálp frá vinum sínum, ekki síst himintunglunum, sem allt vita.
TULIPOP EFTIR SIGNÝJU KOLBEINSDÓTTUR OG MARGRÉTI ÖRNÓLFSDÓTTUR
TULIPOP
ÚTGÁFUTEITI FYRSTU
TULIPOP BÓKARINNAR!
FÖGNUM Í ATMO
LAUGAVEGI 91,
Í DAG KL. 16.30
HERNAÐUR
Kristinn Schram
þjóðfræðingur
og frambjóðandi
í prófk jöri VG í
Reykjavík
➜ Kannski er maður svo
vanur því að láta ljúga að
sér að manni bregður jafn
grímulaust skeytingarleysi
og blasir við hér.
ÍÞRÓTTIR
Þorgerður Laufey
Diðriksdóttir
formaður Fimleika-
sambandsins
➜ Íslenskt íþróttafólk
er nauðsynlegar fyrir-
myndir og sameign
okkar allra.