Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 36
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar frænku okkar og mágkonu, RAGNHEIÐAR ÁSBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR Sólheimum 23, Reykjavík. Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson Kristján Björn Ríkharðsson Þórunn Björg Einarsdóttir Adólf Adólfsson Monika Magnúsdóttir Vilborg Inga Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, langafa og langömmu, ODDS HELGASONAR OG RAGNHEIÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR áður til heimilis að Digranesvegi 68 í Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum fyrir elskulegt viðmót og góða umönnun. Anna Oddsdóttir Steinar Friðgeirsson Halldóra Oddsdóttir Jón B. Björgvinsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir , mágur og vinur, ÁRNI SIGURÐARSON flugmaður, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans að kvöldi 18. nóvember. Ína Sigurðardóttir Selma Lind og Sigurður Bjarmi Sigurður Árnason og Helga Erlendsdóttir Þorgerður, Margrét Ágústa, Sigurður Orri og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ STEINGRÍMSDÓTTIR Lögmannshlíð, Akureyri, sem lést á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 12. nóvember verður jarðsungin frá Höfðakapellu, Akureyri, 23. nóvember kl. 10.30. Bergsteinn Karlsson Lóa Björg Jóhannsdóttir Bragi Jónsson Lilja Matthiasdóttir Viðar Ólafsson Smári Matthiasson Anna Þuríður Gísladóttir og barnabörn. Ástkær faðir minn, afi og bróðir, FRIÐFINNUR ÁRNI KJÆRNESTED STEINGRÍMSSON verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Kristín Lillý Kjærnested Ísak Smári Geirsson Karen Anja Kjærnested Oddgeirsdóttir Rafael Fannar Oddgeirsson Svala Þyrí Steingrímsdóttir Þórarinn Smári Jónína Steiney Steingrímsdóttir Annie Kjærnested Steingrímsdóttir Margrét Lísa Steingrímsdóttir Nikulás Ásgeir Steingrímsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GÍSLASON bóndi, Laxárbakka, sem lést 12. nóvember á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 13.00 Gísli Árnason Inga Margrét Árnadóttir Stefán Tryggvason Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir Tryggvi Sturla Stefánsson Árni Steinar Stefánsson Þórir Steinn Stefánsson Arnaldur Starri Stefánsson Álfheiður Ída Kjartansdóttir Elskuleg móðir okkar og amma, ELSA GRÍMSDÓTTIR lést á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 12. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Arnar Sigfússon Helga Sigfúsdóttir Árni Pétur Arnarsson Ástkær móðir okkar, JÓNBJÖRG SESSELJA EYJÓLFSDÓTTIR frá Borgarfirði eystra, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 16. nóvember. Minningarathöfn verður í Höfðakapellu á Akureyri föstudaginn 30. nóvember kl. 14.00. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 1. desember kl. 11.00. Jarðsett verður á Borgarfirði eystra. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, njóta þess. Þuríður Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Sigþrúður Sigurðardóttir Hannes Sigurðsson Sesselja Sigurðardóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, VICTOR KRISTINN HELGASON Bakkaseli 20, Reykjavík sem lést 15. nóvember verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 15:00. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Anna Sigríður Þráinsdóttir Steinunn, Ingibjörg Rut og Helga Guðrún Victorsdætur Guðfinna Lilja Gröndal Helgi Victorsson Heiður Ósk og Birna Huld Helgadætur Ruth Fjeldsted Þráinn Sigurjónsson og aðrir aðstandendur Kjartan Yngvi Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunn- laugsson eru forsprakkar Íslenska furðusagnafélagsins, sem stendur fyrir hátíð í Norræna húsinu á föstu- dag og laugardag þar sem furðusögum verða gerð skil. Kjartan og Snæbjörn eru nýbakaðir handhafar Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir furðu- söguna Hrafnsauga en Þorsteinn Mar er stofnandi Rúnatýs, forlags sem sér- hæfir sig í furðusögum, hrollvekjum og vísindaskáldskap, og hefur sjálfur gefið út bækur undir merkjum þess. Þorsteinn Mar segir furðusagnahá- tíðina viðleitni til að bæta úr langvar- andi skorti á umræðu um furðusögur hér á landi. „Umræðan er lítil en áhuginn er sannarlega til staðar. Við settum til dæmis á laggirnar hóp á Facebook þar sem fullt af fólki kom og spjallaði um furðusögur og það er greinilega eftir- spurn eftir málþingi sem þessu.“ Auknar vinsældir furðusagna undan farin misseri telur Þorsteinn skýrast af því að kynslóðin sem ólst upp við að lesa doðranta um Harry Potter sé einfaldlega vaxin úr grasi og vilji lesa fleiri bækur af sama meiði, auk þess sé uppsveifla í furðusagna- menningu á alþjóðavísu. „Þessu formi hefur augljóslega verið að vaxa fiskur um hrygg á Íslandi; Yrsa Sigurðardóttir hefur skrif- að hrollvekjukennda reyfara, Stef- án Máni skrifar hrollvekju og Guð- rún Eva Mínervu dóttir hefur skrifað furðusögukenndar skáldsögur undan- farin ár. Það er því heilmikill vettvang- ur fyrir þessa tegund bókmennta, við höfum bara ekki stigið skrefið til fulls og kallað þetta furðusögur.“ Dagskráin á hátíðinni er fjölbreytt og segir Þorsteinn að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir sem eru vel lærðir í fræðunum og þeir sem eru rétt að dýfa tánum í heim furðusagna. „Sjálfur hlakka ég mest til að hlusta á höfundana lesa upp, það er svo gaman að heyra hvernig þeir bera fram textann.“ bergsteinn@frettabladid.is Hátíð helguð furðum, göldrum og gufupönki Hátíð helguð furðusögum og skyldum bókmenntagreinum verður haldin í Norræna húsinu á föstudag og á laugardag. Íslenska furðusagnafélagið stendur að hátíðinni og stefnir á að gera hana að árlegum viðburði. FÖSTUDAGUR 15.00 - Setning 15.10 - Brynhildur Heiðar- og Ómars- dóttir– Furðusögur í íslenskum heimi 15.40 - Marta H. Magnadóttir & Birgitta E. Hassel– upplestur og umfjöllun: Rökkurhæðir 16.00 - Hlé 16.15 - Ármann Jakobsson– Upphaf íslensku vísindaskáldsögunnar 16.45 - Kristján Már Gunnarsson– upplestur: Síðasta frelsið 17.00 - Björn Þór Vilhjálmsson– H.P. Lovecraft á íslensku 17.30 - Emil Hjörvar Petersen– upp- lestur: Saga Eftirlifenda: Heljarþröm 17.45 - Hlé 18.00 - Þorsteinn Mar– Stafrænar furðusögur 18.30 - Einar Leif Nielsen– upplestur: Hvítir múrar borgarinnar 19.00 - Fundarslit LAUGARDAGUR 15.10 - Særún Magnea Samúelsdóttir – Fantasía í Kjalnesingasögu 15.30 - Gunnar Theodór Eggertsson– upplestur: Steinskrípin 15.50 - Hlé 16.00 - Emil Hjörvar Petersen– Norræn goðafræði í fantasíum 16.30 - Hildur Knútsdóttir– upplestur: Spádómurinn 16.50 - Ragnheiður Gestsdóttir– Furðusagan sem spegill veruleikans 17.20 - Kjartan Y. Björnsson & Snæbjörn Brynjarsson– upplestur: Hrafnsauga 17.50 - Hlé 17.50 - Almennar umræður Dagskrá furðusagnahátíðar í Norræna húsinu ÍSLENSKA FURÐUSAGNAFÉLAGIÐ Kjartan, Snæbjörn og Þorsteinn vilja bæta úr langvarandi skorti á umræðu um furðusögur með málþingi fyrir leika og lærða. FRÉTTABLÐAIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.