Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 28
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Umhverfis- og náttúruvernd krefst langtímahugsunar og oft flókinn- ar áætlanagerðar og er af þeim sökum lítt fallin til skammtíma- vinsælda. Það er erfitt að hugsa í kjörtímabilum, þegar umhverfis- vernd er annars vegar. Þess vegna var krafan um langtímahugsun og raunhæfar áætlanir, sem byggja á sjálfbærri nýtingu endurnýjan- legra náttúruauðlinda, lögð til grundvallar þegar Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur bar fram umhverfis- stefnuna sem nefnd var Fagra Ísland árið 2006. Hún er grunn- urinn að samþykktri stefnu Sam- fylkingarinnar á þremur síðustu landsfundum flokksins. Frá vor- inu 2007 hefur Samfylkingin átt aðild að ríkisstjórn Íslands og því haft einstakt tækifæri til þess að hrinda stefnumálum sínum á sviði umhverfismála í framkvæmd. Við erum stolt af árangri þess starfs í 2006 daga. Hugsað stórt Fagra Ísland var og er fjölþætt stefna sem framfylgja þarf þvert á ráðuneyti og birtist með ólíkum hætti á ólíkum stöðum. Þannig stillti Ísland sér upp með fram- sæknustu þjóðum í loftslagsmál- um þegar árið 2007 og hefur frá ríkjaráðstefnunni í Balí í desemb- er 2007 gengið samhliða Evrópu- sambandinu í loftslagsmálum. Ný löggjöf um loftslagsmál og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um 30% samdrátt í losun gróður- húsalofttegunda fyrir árið 2020 bera því starfi glöggt merki. Fagra Ísland var hugsuð sem forsenda sjálfbærrar auðlinda- nýtingar og hefur því skýra efna- hagslega þýðingu. Umbreyt- ing Landsvirkjunar hófst með nýskipan stjórnar 2007 og nýrri rekstrar forystu 2010. Fyrirtæk- inu er nú ætlað að vera kjölfesta agaðrar hagstjórnar en kynda aldrei aftur ofþenslu með innspýt- ingum sem sköðuðu samkeppnis- skilyrði annarra atvinnugreina á fyrri tíð. Landsvirkjun verður aldrei aftur ríki í ríkinu sem rutt getur til hliðar vinnulöggjöf eða vísindalegri gagnrýni. Rekstrar- form norska olíusjóðsins varð til í kjölfar bankakreppunnar í Nor- egi á tíunda áratugnum. Nú þurfa Íslendingar að leita í þá smiðju og skapa sams konar sjálfbæra auð- lindastefnu með ábyrga Lands- virkjun í fararbroddi til að varð- veita og ávaxta þjóðarauðinn til langrar framtíðar. Skipulag og upplýsingaréttur Ný lög um skipulags- og mann- virkjamál voru samþykkt árið 2010 eftir langt undirbúnings- og laga- setningarferli. Þar voru m.a. rétt- indi almennra borgara við skipu- lagsgerð styrkt, einnig réttur og öryggi húsbyggjenda og -eigenda, og landsskipulagsstefna loks sett í landslög. Góð skipulagslöggjöf er ekki bara grundvöllur sjálf bærrar þróunar heldur líka forsenda skyn- samlegrar nýtingar þeirrar tak- mörkuðu auðlindar sem er bygg- ingarland í þéttbýli. Skortur á heildstæðri skipulagsstefnu kostaði íslenskt samfélag gríðarlega fjár- muni í uppbyggingar kapphlaupi sveitarfélaga fyrir hrun. Innleið- ing Árósa samningsins og skipun úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál hefur líka leitt í lög langþráða styrkingu upplýsinga- réttar almennings á þessu sviði. Þjóðgarðar og náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður í Evrópu, sem var stofnaður árið 2007 er um margt flaggskip nýrrar hugs- unar í náttúru vernd hér á landi. Aðdráttar afl Vatnajökulsþjóðgarðs og verðmæti er óumdeilt og afar mikilvægt að skjóta enn styrkari stoðum undir starf hans og rekst- ur. Sú fjár festing skilar sér marg- falt í þjóðar búið. Við erum þeirr- ar skoðunar að starf þjóðgarða á Íslandi eigi að setja undir einn hatt og samræma starf þeirra til hags- bóta fyrir gesti þeirra og ímynd náttúru Íslands. Svandís Svavars- dóttir, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, hefur kynnt Hvítbók um náttúruvernd og frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sem byggt er á efni hennar. Óhætt er að fullyrða að Hvítbókin marki tíma- mót í umræðu um náttúruvernd hér á landi. Enn er þó nokkuð í land að ný náttúruverndar löggjöf líti dagsins ljós en brýnt að Sam- fylkingin liggi ekki á liði sínu á Alþingi og í sveitarstjórnum um land allt í þessu ferli. Og Rammaáætlun Síðast en ekki síst ber að nefna Rammaáætlun um vernd og orku- nýtingu landsvæða sem nú er til umfjöllunar og afgreiðslu á Alþingi. Margt mætti segja um Rammaáætlunarferlið sem nýju lífi var blásið í undir forystu Sam- fylkingarinnar fyrir rúmum fimm árum. Vinna verkefnisstjórnar var vönduð og nú hefur verið mælt fyrir tillögunni á Alþingi tvisvar en því miður geldur málið fyrir þá togstreitu sem ríkt hefur á þingi. Eins og málum er nú háttað er frekari óvissa, tafir og þrætur um einstaka nýtingarkosti engum til góðs. Engin Rammaáætlun er ekki kostur. Það er skylda Samfylking- arinnar við þessar aðstæður að styðja Rammaáætlunina í núver- andi mynd. Þótt auðvelt sé að halda því fram að hvert kjörtímabil í sögu umhverfisverndar skipti ekki máli, þá geta þau stundum gert gæfumuninn. Við brutum í blað með Fagra Íslandi og hófum nýjan kafla í umhverfis- og náttúruvernd á Íslandi. Það er ljóst, nú þegar horft er til baka eftir 2006 daga. *fjöldi daga sem Samfylking- in hefur átt aðild að ríkisstjórn Íslands. T ugþúsu ndi r hei m- ila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skulda- vanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökk- breyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlileg- ar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bend- ir til að aðilar hafi séð hrun hag- kerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi trygg- ingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lán- takenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir h luta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar sam- félagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökk- um vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerða- laus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólög- leg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag geng- islánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sam- bærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dóm stólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svar- ið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökk- breytt lán, þá eru þeim ýmsar leið- ir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántak- enda. Slík skattlagning og til- færsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskatt- ur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þann- ig mætti jafna tjóninu á milli lán- takenda og lánveitenda með sann- gjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lán- veitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósann- gjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr krepp- unni. ➜ Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána. ➜ Enn er þó nokkuð í land að ný náttúruverndarlöggjöf líti dagsins ljós en brýnt er að Samfylkingin liggi ekki á liði sínu. Fagra Ísland – dagur 2006* Leiðréttum stökkbreytt lán FJÁRMÁL Frosti Sigurjónsson rekstrar- hagfræðingur UMHVERFISMÁL Þórunn Svein- bjarnardóttir fyrrverandi umhverfi sráðherra Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar Vínlandslei 6 113 Reykjavík Opi: Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-17 TILBOÐSDAGAR AUKAAFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FRÁBÆR VERÐ Á FLOTTUM MERKJUM AÐEINS Í NOKKRA DAGA! Puma æfingabo lur Verð: 6.99 0 kr. Outlet-ver ð: 4.990 kr . Tilboðsver ð: 3.495 kr. Puma fótboltasokkar Verð: 1.990 kr. Outlet-verð: 1.490 kr . Tilboðsverð: 1.045 kr. SpeedoKickboardVerð: 3.990 kr.Outlet-verð: 1.690 kr.Tilboðsverð:1.185 kr. Catmandoo vetrarskór Verð: 13.990 kr. Outlet-verð: 9.990 kr. Tilboðsverð: 6.995 kr. Didriksonsbarnaúlpa Verð: 17.990 kr.Outlet-verð: 13.490 kr. Tilboðsverð:9.445 kr. PumagervigrasskórBarnastærðirVerð: 6.990 kr.Outlet-verð: 4.990 kr.Tilboðsverð:3.495 kr.Puma Veris hlaupaskór Kvennastærðir Verð: 24.990 kr. Outlet-verð: 17.990 kr. Tilboðsverð: 12.595 kr. Spee do sunds kýla Stráka stærð ir Verð: 4.990 kr. Outle t-verð : 2.990 kr. Tilboð sverð: 2.095 kr. Puma kvartbuxurStelpustærðirVerð: 6.990 kr.Outlet-verð: 4.490 kr.Tilboðsverð:3.145 kr. Puma herranæ rbuxur Verð: 3.9 90 kr. Outlet-ve rð: 1.990 kr. Tilboðsve rð: 1.395 kr . Puma hettu peysa Barnas tærðir Verð: 10.990 kr. Outlet -verð: 7.490 kr. Tilboð sverð: 5.245 kr. Casall æfingatoppu r Verð: 10.990 kr. Outlet-verð: 6.990 kr. Tilboðsverð: 4.895 kr. AF NETINU Sanngjörn krafa hjúkrunarfræðinga Ef þetta ástand heldur áfram óbreytt er ljóst að í óefni stefnir á heilbrigðis stofnunum, sérstaklega á Landsspítalanum. Hjúkrunar- fræðingar eru gríðarmikilvæg grunnstétt í heilbrigðisþjónustu. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú við afgreiðslu fjárlaga er ljóst að stór hætta verður á að fjölmargir hjúkrunarfræðingar segi upp störfum sínum og leiti betri kjara annars staðar. Slíkt myndi setja heilbrigðisþjónustu hér á landi í uppnám þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum er nú viðvarandi vandamál og frekari skortur er yfirvofandi á næstu árum. sigmundurdavid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.