Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.11.2012, Blaðsíða 30
22. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Nú skal kveðið skýrt að: Af hverju yrði Eldvarpa- virkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kyn slóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálf- hverfu kynslóðirnar“? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfis- glæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyði- leggja gígaröð, einstætt náttúru- verðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarð- hitageymis Eldvarpa og Svarts- engis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orku- nýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina! Þetta eru ekki upphrópanir út í loftið, vísindaleg gögn liggja fyrir þessu. Og það á líka að ráðast á svipað- an hátt á næstu gígaröð, Sveiflu- háls, austan Eldvarpa, sem hefur á sér form svonefndra móbergs- hryggja, en þeir eru gígaraðir sem mynduðust undir jökli. Og þá er spurt: Hvaða máli skiptir það? Og svarið er einfalt: Hvergi á þurrlendi jarðar er að finna gíga- raðir eins og á Íslandi. Í þeim speglast sköpun nýs lands á skilum meginlands- flekanna, nokkuð sem hvergi sést nema hér. Flestar gíga raðir á Íslandi, móbergshryggirnir, urðu til undir ísaldarjökli, en aðeins fáar gígaraðir eru til sem mynduðust í eldgosum eftir ísöld og eru eins reglulegar og fallegar og Eldvörp. Draumurinn um „Eldhringinn“ Allir kannast við „Gullna hring- inn“. En ég á mér draum um „Eld- hringinn“ eða „Rauða hringinn“. Og af því að flestir kannast við lag Johnny Cash, Ring of Fire, mætti annaðhvort kalla Eldhring- inn því nafni á ensku eða „Red circle“. Ferðalag um Eldhringinn myndi hefjast við „gjána á milli heimsálfanna“, aðeins fáa kílómetra frá stærsta alþjóðaflugvelli landsins, og halda áfram við Eldvörp, sömuleiðis fáa kílómetra frá flug- vellinum. Þar sæi fólk að mestu ósnortið svæð- ið með þessari fallegu röð átján gíga, sem varð til í augsýn fólksins sem hér bjó fyrir tæpum 800 árum. Einnig fornminjar, sumar frá tímum Tyrkjaránsins, og göngu- leiðir vermanna fyrri alda og fólk gæti upplifað forna tíma baráttu fátækrar þjóðar við óblíða nátt- úru, „survival“, æ eftirsóttari tegund ferðamennsku í fágætu umhverfi. Sömuleiðis byrjað að upplifa þá landsköpun og ham- farir, sem gígaröðin vitnar um. Síðan yrði farið austur að Krýsu- vík og Sveifluhálsi til að sjá ummerki eftir sams konar eld- virkni undir jökli. Á leið til Reykjavíkur mætti bæta við Sogunum við Trölla- dyngju, en fara þarf austur í Landmannalaugar eða upp í Kerl- ingarfjöll til að sjá viðlíka gil. Ef útlendur gestur væri tíma- bundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfluelda, Leir- hnjúkur-Gjástykki. Þar blasa við enn magnaðri og skýrari ummerki um „sköpun jarðarinnar“, sem hvergi er að sjá annars staðar í víðri veröld, auk fyrirhugaðs æfingasvæðis fyrir marsfara framtíðarinnar. Hægt að sjá kvikmyndir, ljósmyndir og vitnisburði þeirra sem upp- lifðu þessar hamfarir og lifa sig inn í það í leiðinni. Eld hringnum yrði síðan lokað í Lakagígum í mögnuðustu gígaröð jarðar og þá kemur sér vel að hafa komið áður í Gjástykki. Óafturkræf spjöll Nú má sjá í rammaáætlun að gefin hefur verið út sú aftökuskipun á Eldvörp að gera þau að virkjunar- svæði í stíl Hellisheiðarvirkjun- ar og sóa jarðvarma svæðisins á innan við 30 árum í stað 50. Einn- ig á að gera Sveifluháls, Krýsuvík og Trölladyngju að virkjanasvæði og fara það langt með virkjan- ir inn á Leirhnjúks-Gjástykkis- svæðið að það yrði laskað veru- lega. Allt óafturkræf spjöll. Þetta er ekki aðeins botnlaus græðgi heldur brot gegn þeim ungu Íslendingum, sem neyða á til að taka við Eldvarpasvæðinu lemstr- uðu og ónýtu eftir 30 ár og hinum svæðunum ónýtum eftir 50 ár og fá engu um það ráðið. Að ekki sé talað um þær milljónir Íslendinga sem ófæddir eru. Þetta er hróplegt brot á skuld bindingum okkar í Ríó- sáttmálanum um sjálfbæra þróun og heitir rányrkja á góðri íslensku. Aðeins sjálfhverfar kynslóðir ástunda þann meðvitaða þjófn- að og glæp að skila landinu með græðgi og rányrkju verra til afkomendanna en þær tóku við því og brjóta með því gegn jafnrétti kynslóðanna, sem er stærsta og mikilvægasta réttlætismál mann- kynsins á 21. öldinni og forsenda þess að lifa af. Ég á mér að vísu draum um Eldhringinn. En stærri er draumurinn um heiður Íslands, jafnrétti kynslóðanna og framtíð Íslendinga og mannkynsins. Martröð Eldvarpavirkjunar eða draumurinn um „Eldhringinn“?Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopa- hætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfús- syni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað. Hrunið og aldurshóparnir Í grein sinni sýnir Karl skilmerki- lega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörð- ungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettó eignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er ein- faldlega sú, að ungt fólk í blóma lífs- ins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versn- að en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentu- reikningur er svo brúkaður virð- ast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eigna- flutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur“, sagði Sveinn gamli þing- maður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk. Áhrifin á lífeyrisréttinn Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkis- skattstjóra. Hversu mikil eigna- skerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekju- skerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamark- aðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávar- byggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóð- arinnar? Telst það ekki vera „for- sendubrestur“? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgar búar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest“? Allir urðu fyrir tjóni Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun“ eða „forsendu- brest“. Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífs- kjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætl- ist til þess að yngra fólki sé bætt- ur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu“? Viðbrögð hinna sjálfhverfu „Sjálfhverfa kynslóðin“ er ekki samnefni „hrunkynslóðar“. Sjálf- hverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vanda- mál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skamm- irnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningar réttur minn vera meira virði. En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefna- leg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir. Svo fáir voru þeir... Fjölbrautaskólinn við Ármúla Umsóknarfrestur um nám á vorönn 2012 er til og með 23. nóvember Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í síma 525 8800 Sjá nánar inn á: www.fa.is og www.mentagatt.is Þessi pisti l l er t i l at v i n nu rekend a og ráðningar fyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri hand- legg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrir- tæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmennta skólann á Akur- eyri haustið 2003 og út skrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fast- ráðningu en var sagt upp störf- um í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem aug- lýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfs- viðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrir tækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningar stofurnar þegar sótt er um störf- in í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrir tæki hér í bæ í maí síðast liðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá aug- lýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnu rekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrir tækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrir- tækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvern- ig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki aug- lýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindis- hnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnu- rekanda eru þau að margt fatl- að fólk er ekki verra til vinnu en hver annar. Fordómar gegn fötluðum SAMFÉLAGSMÁL Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra ➜ Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. UMHVERFISMÁL Ómar Ragnarsson Formaður Íslands- hreyfi ngarinnar ATVINNUMÁL Ari Erlingur Arason atvinnuleitandi ➜ Ef útlendur gestur væri tímabundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfl uelda, Leirhnjúkur- Gjástykki. ➜ Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfi ð en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt hve margir sína þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.